Baldur


Baldur - 09.02.1903, Side 4

Baldur - 09.02.1903, Side 4
EALDUR, g. FEBUtJAR 1963, Nyja ísland, NR eru þeir B. B. Olson og Sigurjón Jóhannsson komnir heim aftur úr gripakaupferð sinni. Þeir hafa farið hina mestu ágætisför, og (,Baldur“ kann þeim hina beztu þökk fyrir framkvæmdirnar. í uppeftir leiðinni komu þeir við hjá W. S. Lister, sem býr skammt fyrir norðan Winnipeg. Ilann hefir stutthyrninga til sölu, en ekki leizt þeim á gripi hans. Næst fóru þeir vestur fyrir Winnipeg, til Walter James, sem cinnig selur stutthyrninga. Þar leizt þeim svo á, að þeir mundu gjarnan hafa viljað kaupa meir en efni þeirra leyfðu. Þar keyptu þeir naut, sem heitir ,,Davidson,“ fyrir hönd bændafjelagsins. Það kostaði $80, og mun hafa verið mjög ódýrt eftir greðum. Annað naut keypti Sigurjón þar fyrir sjálfan sig, ,,Melbourne“ að nafni, og er það einnig sagt mjög fallegt. Bæði þessi naut eru komin út af ,,Topsman,“ sem er vel kunnur meðal allra búfróðra manna í þessu fylki. Islendingum kann að koma það nýstárlega fyrir, að rekja langar nautaættartölur, en það spillti ekki neitt búskap þeirra, þótt þeir gæfu dálítið meiri gaum að kynfcrði gripa sinna. Það eru okkur meiri bœndur, sem ekki telja sig upp úr þvf vaxna. Auk þessa keypti Sigurjón þar fullorðna kú með kálfi nýbornum, og kvfgu, tæplega ársgamla. Slðast fóru þeir fjelagar að heim- sœkja Thomas Greenway, eða öllu heldur son hans, sem nú er tekinn við búinu. Þar keypti Björn naut af Ayrshire-tegundinni, sem Green- way hafði fyrir stuttu keypt aust- ur f Ontario. En svo kemur nú bezti bitinn. Hann kemur aldrei fyr en seinast. Það er Ayrshire- kýrin MLoyalty,“ sú hin sama, Sem tók hæstu verðlaunin af þeirri tegund á Winnipegsýningunni í sumar. Sú kýr hefir nú iangmest- an orðstýr af ðllum þesskyns kúm hjer í fylkinu. Mcð henni keypti Björn unga kvfgu, sem er undan ,,Loyalty‘ og „Surprise of Burn- side,“ nauti því, sem Greenway hefir fengið flest verðlaunin fyrir um mörg undanfarin ár. Amma þessarar litlu kvígu er kýrin, sem tók hæstu verðlaun af öllum kúm, sem sýndar voru á Chicago-sýn- ingunni árið 1893. Greenway gamli hefir ekki kynnt sig að þvf, að velja skepnur sínar af verri endanum. Það er ekkert efunarmál, að slík- ur nautpeningsstofn hefir aldrei komið f höndur Islendinga, eins og þessi hópur, sem þeir fjelagar hafa nú flutt hingað að Gimli. Þeir hafa komið sjer saman um að leggja fyrir sig sína tegundina hvor, og er það ágætlega til fallið. Good-Templarstúkan ,,Vonin“ hjer í bœnum hafði opinn fund 3. þ. mán., aðallega f því skyni að fagna Wm. Anderson, stórtempl- ara reglunnar f Manitoba, sem þá var staddur hjer á leið til heimilis síns f Winnipeg. — Mr Wm. An- derson flutti langa, snjalla og fróð- lega ræðu um bindindismálefni, sem ávallt ryður sjer meir og meir til rúms f meðvitund þjóðanna. Ýmsir aðrir fluttu og snotrar tölur og skemmtilegar. Til flskimanna. Mr. Young, Inspector of Fishe- ries, hefir tilkynnt mjer eftirfylgj- andi breytingar á fiskiveiðaregj- unum : ,,Framvegis, að þvf er sncrtir heimilisleyfi, þá verða þau tvenns konar, og verða þau kölluð vetrar- og sumar-leyfi. Þegar maður tekur fiskileyfi og ætlar að byrja að fiska fyrsta de- sember, þá verður það leyfi f gildi til 31. marz næstkomandi. Allir sem fiska á auðu vatni, verða að kaupa sumar-fiskileyfi. Undir því leyfi má maðuripn hafa að eins 300 yards, en vetrarleyfið verður eins og að undanförnu 500 yards. Öll fiskileyfi, sem veitt voru á árinu 1902, hafa verið framlengd til 31. marz 1903“. JóIIANNES MAGNÓSSON, Fishery Officer. Enginn er eins góður og hann heldur sig vera, enginn eins illur og aðrir halda hann vera. B. B. OLSON, samningaritari °g innköllunarmaður. Gimli, Man. Hinar heimsfrægu S I N G E R jaumavjelar, selur G. SöLVASON, West Selkirk, Man., sömuleiðis nálar og olfu fyrir allar tegundir af saumamaskfnum. Pantanir af- greiddar fljótt og skilvíslega. 3-a í^Z^Z;.SS»2Sfe m m m m m GREAT WEST M lífsábyrgðarfjelagið heíir nú í veltu eftir tíu ára starfsemi 815,000,000.00 5 Árstekjur fjelagsins af þessum ábyrgð- um eru yfir $500,000.00 w m m m m m m w w Slíkan viðgang hefir ekkert lífs- ábyrgðarfjelag nokkurn tíma haft. Winnipeg, 1. jan. 1903. W w w w w w W W W w w w W W w w W GLEDIEFNI. Glcðiefni er það sannarlega fyrir Ný-íslendinga, að vcra búnir að eignast nýtt sveitarblað, og að það skuli færa þeim þann gleðiboð- skap að G, P. M a g n ú s s op á Gimli, verzli með fslenzkar bœkur af öllum tegundum. Svo sem: ljóðmæli, fyrirlcstra, sögur, söng bœkur, dagblöð og fl, Q, fl. Nýkomnar bœkur í bókaverzlun mfna, eru : Axel f skrautbandi $0,40 Robinson Krúsóe, þýtt hefir Stgr. Thorsteinsson . 0,50 Litli Barnavinurinn eftir Jón Ólafsson ...... Nýja stafrófskverið eftir sama ,,.......... . Stgr. Thorsteinssonar ljóðmæli, skrautbundin Almanak Ól. S. Thorgeirssonar um árið 1903 Útilegumannasögur Jóns Árnasonar ............ Islands Kultur, með myndum ,11 • * ........ . Ljóðmæli Gests Pálssonar ................... Ljóðmæli sjera Matthfasar, 1, bindi, bæði í kápu og skraut. bandi, verða væntanlega til í bókaverzlun minni í n*stu viku og svo framvegis. .— Pantanir með pósti eru skilvfslega afgreiddar undir eins, ef fullnaðarborgun fylgir pöntuninni. Þeir, sem ekki nú þegar hafa fengið bókalista minn, ættu að skrifa eftir honum scm allrafyrst. Gimli, IQ, jan. 1903. G. P, MagniJsson, 0,25 0,25 L5° 0,25 0,60 1,20 1,25

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.