Baldur


Baldur - 01.06.1903, Síða 2

Baldur - 01.06.1903, Síða 2
2 *> BALDUR ergefinn útáGIMLI, MANITOBA. Kemur út einu sinni i viku. Kostar $i um árið. Borgist fyrirfram. Útgefendur: Nokkrir Ný-Íslendingar. Ráðsmaður: G. THORSTEINSSON. Prentari: JóHANNES VlGFtJSSON. Utanáskrift til blaðsins : BALDUR, Gimli, Man. Vet ð á 8máum aug'ýsingum er 25 eents fyrir þumlung tiálkslengdar. Afsiáttur er gefinn á stferri auglýsingum, sem birtast í blaðinu yfir lengri tíma. V.ðvikjandi siíkum afshetti, og öðrum f jármátum bleðs ins, eru menn bcðnir að snúa sjer að láðs- manniuum. MÁNUDAGINN, I. jtfNí I9O3. Hrukkur. „Yfirvíildin illa diinsk á annari hvorri Jþúfu“. Sumir ritstjórar rita á þann hátt í blöð sín, að lesendurnir mættu ætla, að hvergi væri til blettur nje hrukka á mannfjelaginu, allra sfzt hjer í Ameríku, eða þar sem dýrð hinnar cnslcu menningar nær til. Teir sem ekki geta húrrað í sífellu fyrir frelsinu og velsældinni eru úthrópaðir sem fól eða flón. í þetta skifti (og kannske oftar) ætlar Báldur að benda á fáeinar hrukkur. Það væri gott að einhver vildi taka sig til og sljetta jafnótt úr þeim, cf þær eru ekki virkilegri cn svo, að þær geti hjaðnað undan vanalegu blaðamannaglamri. Það sannarlega virðist svo sem mann- fjelagsástandið bæði hjer f Ame- rfku og annarsstaðar þurfi umbóta við. Frjettir úr öllum áttum sýna greinilega, að eitthvað er að. Ef undirförult, skynheilagt og einok- andi stjórnarfar og kennimáti er ekki í sökinni, hvað cr það þá? * * * Verkfall á Canadian Pacific járnbrautinni. — Verkfall á Nor- thern Pacific járnbrautinni. — Verkfall á Southern Pacific járn- BALDUR, 1. brautinni. — Verkfall á Ohio járn- brautinni. — Vcrkfall á uppskip- unarbryggjunum í Valparaiso.— Verkfall f skipakvíunum í Jeffcr- sonville. — Verkfall meðal vika- drengja í Mihvaukee.—146 þvotta- húsum hefir nýlega verið lokað í Bandarfkjunum sakir verkfalla. — Ekki ein einasta fatakista fæst nú smfðuð í öllum þeim verk- stofum í Chicago, sem þá at- vinnu hafa stundað, sakir verk- falls. — Mörg hundruð manna, sem vinna í kælihúsum f Chicago, allir f verkfalli.—Sjöþúsund akuryrkju- vjelasmiðir f Bandaríkjunum í verkfalli. — Sjö þúsund húsabygg- ingamenn í verkfalli f Philadelphia. —Verkfall f Pittsburg meðal bygg- ingameistara, trjesmiða, múrara, steinhöggvara, plastrara, vjela- siniða, katlasmiða, og fleiri þúsund j manna í öðrum atvinnugreinum.— j í Baltimora sitja flest vinnubrögð alveg föst. — í Boston hefir allur þorri verkamanna gjört kröfur um lífvænlegt kaupgjald fyrir vinnu sfna. — Og í New York cr verk- fall meðal fimmtfu þúsunda dag- launamanna, sem ganga í prósessí- um um giiturnar. — Auk alls þcssa hefir einungis trjesmiðafjelagið (Carpenters Union) yfirstandandi vcrkföll f 350 borgum vfðsvegar um landið.—Sagt er að vissar auð- mannaklikkur f Wall Strcet hafi vfða komið þcssum verkföllum af stað f þvf skyni, að geta haft hag af öllu þvf felmtri, sem slœgi yfir þjóðina við þessi ógurlegu umbrot. Nokkrir prestar, sem sátu f| gjörðarnefnd f Chicago, ákváðu 37/4 cent um tfmann fyrir gufu- vjelasmíði, en skömtuðu mönnun- um um leið 12 tfma vinnu á dag. Smiðimir voru ásáttir með kaupið, en vildu ekki nema 8 tfma vinnu svo sem flestirstjettarbræður þeirra kæmust að vinnunni. Loksins gjörðu þeir það að fundarályktun, að 37^2 cent um tfmann væri hæfi- lcg borgun handa prestunum fyrir starfa sinn, en þeim voru samt borgaðir $1000 fyrir verk sitt f ncfndinni! Það hcfði átt að lofa þeim að reyna 12 tíma smíðavinnu í fáein ár svo þeir lærðu að mcta skiftin. Um þvert og endilangt landið eru nú verkgefendafjelög óðum að myndast til þess að halda vinnu- JÖNÍ 1903. lýðnum í skefjum. — Bankastjórar f Texas hjeldu fjölmennan fu íd um daginn til þess, að útreikna það hvernig peningaverzlanir gætu komist yfir meiri pcninga. — Eng- landi hefir nýlega heppnast, að | drcpa nokkrar þúsundir negra f Af- ! ríku, og um leið komist yfir 100. OOO ferhyrningsmflur af Iandi, svo að ríkir Englendingar gætu orðið ríkari. — Sjö þúsund Gyðingar hafa verið drepnir f einni borg á Rússlandi, og fáein hundruð í ann- ari borg. Þjóðkyrkjuprestarnir stóðu fyrir þessari atorkuscmi. Þeir eiga ekki erfitt með að veita j hver öðrum fyrirgefninguna; það vill til. Vændiskvennabúr eru orðin mjög þýðingarmikil gróðafyrirtœki f Bandaríkjunum. Dr. Webber, sem skrifar um þetta í Seattle Times, segir að hin árlega umsetn- ing sje 60.000 stúlkur. ÍWashing- tonríkinu einungis eru árlega flutt- ar inn 500 japanskar stúlkur, og má nærri geta, að margar þeirra eru ginntar af ættjörð sinni með svikum og undirferli. Ef cngin renta fengist af þeim höfuðstól, scm f þctta er lagður, þá er engin hœtta á að þessi nýja þrækverzlun hjeldist við. Verzlunarlífið engil- saxneska skapar nú ekki merki- legra mannfjelagsástand heldur en þetta. Það ber f sjer frækorn þcss- arar andstyggilegu uppskcru. Þetta gjörist í þjóðfjelaginu, sem nencmr á undan öllum öðrum með o o það, að flytja Japanftum og öðrum heiðingjum þann glcðiboðskap, að við sjcum öll saman elskulegir brœðir og systur í drottni. Hvf- líkt guðlast! Hvað skyldi fjcsýki auðvaldsins meðal hinna „mennt- uðu“ þjóða þurfa að ganga langt til þess, að andlega blindir fengju sýn. Þegar að ungar meyjar eru orðnar að verzlunarvarningi, þá stendur sannlega svívirðing eyði- leggingarinnar á helgum stað. Hvernig skyldi suraum ungum, fögrum, og siðferðisgóðum ríkis- mannadœtrum f Bandarfkjunum lítast á fjáröflun elskhuga sinna og feðra sinna? Þær ganga skrúðbún- ar með unnustum sfnum í skólum, leikhúsum, og Iystigörðum hinnar frjálsustu þjóðar í heimi, en japönsk jafnaldra þeirra borgar kostnaðinn af hinum viðbjóðslcgu tekjum sín- um. Hefðarmeyjarnar amcrfkönsku trúa því máske heitt og fölskvalaust að allar stúlkur sje systur fyrir guði, en f hverju kemur það fram að þær sjc systur fyrir mönnum ? Og hvað gjörir kvennfólkið almennt til þess, að fáþáfögru og kærleiksríku kenn- ingu viðurkennda ? Socialismus er stundum sakaður um það, að hann vinni að þvf að spilla heimilislffi og skfrlffi. Heyr á endemi Það er Capitalismus, — ástandið sem veitir iðjuleysingjun- um tekjur af öllum hi'ifuðstól, að hvaða svfvirðingu sem hann miðar, —sem gjörir svona framferði mögu- legt milli fjarlægra þjóða. Þegar Capitalistarnir fara að ákæra Só- sfalistana, er líkt á komið eins og þegar cinn þjófurinn bendir lög- reglunni á annan þjóf á mcðan hann er að 'draga athygli frá sjálfum sjer. Svona myndir cru nú til f þessu frjálsa landi, hjá hinum ,,fræga“ engil-saxncska þjóðbálki, með hinni miklu „menntun" og hinu „dýrð- Iega“ stjórnarfari. Nú brýt jeg f blað, jcg býst við að hrukkurnar cigi sjer stað. Má nefna annað eins ójafnað ? Eða hvað ? Kannskc þjer finnist að ekkcrt sje að ? Er það ? WINNIPEG BUSINESS COLLEGE. Port. Ave. WINNIPEG. NORTH END BRANCH. Á MÓTI C. P. R. VAGNSTÖDINNI. Sjerstakur gaumur gefinn að upp- frœðslu f cnska málinu. Upplýsingar fást hjá B. B. Olson, Gimli. Gr. W. Donald, sec. WTNNIPEG. MAMMAN: „Hvort þykir þjer vænna um mig eða babba, Pjetur minn ?“ PjETUR: „Gettu nú“. MAMMAN : ,,Jeg hcld þjer þyki vænna um mig“. PjETUR: „Gcttu einusinni cnn“.

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.