Baldur


Baldur - 10.08.1903, Blaðsíða 1

Baldur - 10.08.1903, Blaðsíða 1
BALDUE. I. ÁR. GIMLI, MANITOBA, io. ÁGÚST 1903. Nr. 30. rafmagnið á þessum tfmum, eða máske rjettara sagt, yfirstand- andi rafmagnstíma, myndi verða notað við búskap og jarðrækt, var fyrirsjáanlegt, og kemur þvf eng- um á óvart, að heppilegar tilraunir í þá ált hafa þegar vcrið gjurðar, en hitt mun fá mörgum undrunar, að það eru ekki Amerfkumenn, heldur Þjóðverjar, sem lengst eru komnir f þessum tilraunum. Eins i og bent var á, eru það þó enn ekki nema hentugar smátilraunir, sem Þjóðyerjar eru byrjaðir á, því það má teíja það vfst, að enn lfði lang- ir tímar þangað til rafmagn verður almennt notað við jarðrœkt og önnur bústurf. Gufuafiið hcfir verið notað við óteljandi ið.ngrcinar nú f nærfeilt hundrað ár, og þó er það enn þá varla tcljandí, sem það er notað við jarðrækt. Gufuplógar eru þvf sem næst ekkert notaðir, eða mjög ó- vfða, og gufuvjelin er að eins íein- stukum tilfellum, svo sem við þresk- ingu, notuð í búskapnum, og mun ! vart verða notuð eftirleiðis. En I það er ef til vill líklegra, að raf- i magnið ryðji sjerfyr til rúms f bú- | skapnum en gufan. í ÞýzkalandJ er á þessu vcrksviði heppilegur á- rangur með víðtœkri þýðingu kom- I inn í ljós. Á nokkrum stœrstu bú- görðunum þar cr rafmagn notað; þvf nær eingöngu, bæði sem hreifi- afi og ljós. Austanvert í Prúss- Jandi á prófessor Backhaus stóran búgarð nálægt Quednau, 450 ekr- ur að stœrð eftir amerfksku máli. Á búgarðinum cr smjörgjörðarhús, sem honum einum tilheyrir, Þar er búið til smjör úr þúsund gallón- um af mjólk daglega, og rafmagn- ið látið strokka. Rafmagnsljós eru allsstaðar notuð um allar bygging- arnar. í gripahúsunum eru smá- vjelar sem skera heyíð niður f hálfs þunilungs langa búta, hreifð- ar með rafafli, já, enda hverfistein- um er snúið með því. Öll vatnsdæl- ing er gjörð með rafmagmi, og þar er þreskivjelog kornmölunarmylla, sem hreifðar eru á sama hátt. Ennfremur sögunarmylla og sæg- j ur af vjelum til notkunar við akur- J yrkju, sem allar fá hreifiafl sitt frá [ sömu rafmagns framleiðsluvjelinni. Vitanlcga er allur þcssi útbún- aður afardýr, svo óhugsandi er að nokkur frumbýlingur hjcr f Iandi gefi sig við slfku, en aftur sparar það mannsvinnuna ákaflcga mikið, svo lfklcgt er að það vinni sig upp með tímanum, þar sem mikið er um að vcra. „Thc Worlds Work,“ sem segir frá þcssu, gctur þess líka, að á þýzkum stórbúum sje notkun raf- magns á þenna hátt, óðum að út- brciðast, og að það þyki mjög hcnt- ugt og tilvinnandi kostnaðarins vcgna. Líklega lfður ekki langt um þangað til stórbœndurnir hjcr fara að reyna þessa búskapar að- ferð, svo allar lfkur benda til þess, að rafmagnið verði jafn notasælt fyrir landbóndann, þegar fram líða i stundir, eins og það er þegar orðið f borgunum. Borgin og svcitin virðast vera að nálgast hvor aðra mcir og mcir að mörgu leyti. Mismunurinn, sem verið hefir, er nú ekki cins mikill, hvar sem á er litið, sem or- sakast af mikiu hraðari vexti menn- ingar og menntunar f sveitunum en í borgunum, Sveitalffið hefir ótal marga kosti fram yfir borga- lffið, sem fullt er af freistingum, hœttum og óeðlilegum lifnaðarhátt- um, og þvf ficira af lífsþægindum sem bóndinn getur veitt sjer, þess ljósari framtíð brosir móti hönum. Presturinn: „Brennivínið er þinn versti óvinur“. MlK.: „Þjer sögðuð f gær, að maður ætti að elska óviní sína“. Pr. : ,,Já, en ekki að gleypa þ&“. B. ►RAUÐIÐ OG TENNURN-; AR. P'ynr liðugu ári síðan ferð- aðist þýzki læknirinn Roese, frá Dresden, um Svíþjóð, til þess að i rannsaka tannmyndunina og ásig- komulag tannanna hjá svenskum unglingum á skólanámsaldri. Til þessa hafði hann útvcgað sjer leyfi í menntamálaráðherrans. Hann at- hugaði lifnaðarháttu alþýðunnar f 1 hverjum landshluta út af fyrir sig, ■ ásamt útbreiðslu sjerstakra tann- veikinda og orsakir þeirra, allt | eftir fyrirfram ákveðnum vfsinda- legum reglum: Þær niðurstöður, sem þcssi þýzki vfsindamaður hefir komist að, eru að mörgu leyti mjög markverðar. I'yrst varð hann þess var, að f þeim landshlutum sem kornið spratt í kalkauðugri jörð, hafði flest fólk heilbrigðar tönnur. Kalk- fátæk jörð þar á móti fram leiddi korn, sem hafði slæm áhrif á tenn- urnar, og hjá unglingunum f þeim hjeruðum voru tcnnurnar meira og minna skemmdar. Undantekin frá þcssari reglu voruþó þau byggðarlög og heimili, þar sem jafnaðarlega var etið hart brauð, kringlur, biscuit og því um lfkt, cn ekki mjúku brauðtcgund- irnar. Starf tannanna var þeim cins gagnlegt, V eins og þó brauðið hefði verið kalkríkt. Hann komst að svo sannri raun um áhrif harða brauðsins, að f kalk- snauðum byggðum gat hann strax sjeð hvaða brauð var tíðkanlegast á þvf cða þvf heimili, þegar hann var búinn að skoða tennur ungl- inganna, sem þar voru uppaldir. Svenska tanntæknafjelagið hefir látið sína færustu menn rannsaka, hvort Roese læknir hafi rjett fyrir sjer cða ekki, og háfa þeir semþað gjörðu komist að sömu niðurstöðu. Þetta sýnir ómótmælanlega, hverja þýðingu tannvinnan hefir fyrir tönnurnar. ERTU MAÐUR. Læðstu ekki f gcgnum lffið, gakktu upp- rjettur og djarflega eftir Iffsleiðinni. Vertu ekki huglaus, en samt gæt- inn. Apaðu ckki tfzku samtfmans. Kallaðu það ekki svart, sem aðrir kalla svart, ef þjer sýnist það hvftt. Vertu frjáls og óháður. Láttu ckki tízkuna binda þig. Vertu heldur svangur, en vinna þjór inn brauð með smjaðri fyrir stórum eða smá- um, mörgum cða fáum. Gakktu þfna götu. Það er engin skömm að vera fátækur, en það er skömm að selja frelsi sitt og sjálfan sig fýrir auð, til að verða ríkur. Vertu myndarlegur. Viðþurfum ekki fín hús, skrautvagna njé silki- búning, en við þurfum að geta bor- ið virðingu fyrir sjálfum oss, sem heiðarlcgum mönnum. Það eraðal- atriðið. Þó þú getir ekki haft allt eins skrautlegt og aðrir, gjörir ekk- ert, láttu cfnin ráða. Vertu ærleg- ur og hreinskilinn, kallaðu það Ijótt sem þjer sýnist ljótt, þó þú vcrðir grýttur fyrir það; það er ekki háska- legt að veragrýttur fyrir sannleika, en að þora ekki að segja meiningu sfna, ekki að vera eins og manni er eiginlegt, og ekki að ráða sjálfur lífsstefnu sinni, það er óbærilegt hverjum sannlcikselskandi manni. J Segðu það sem þú heldur rjett vera, en vertu enginn hræsnari. Breyttu samkvæmt sannfæringu þinni. Allt stórt og gott á upphaf sitt í hrein- skilninni. Lffið er stríð og freist- ing fyrir alla. Gakktu í gegnum það án þcss að kvarta. Stráðu ljósi á lffsbraut annara, hve dimm sem þín er. Fáðu þjer svo eitthvað að gjöra, sem er þjer eða öðrum til gagns. Láttu eitthvað eftir þig liggja, sem er gagnlegt. Þá muntu finna frið og sælu f heiminum. Vinnan flytur þjcr bros, hlátur, sólskin og gleði. (Thomas Carlyle).

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.