Baldur


Baldur - 10.08.1903, Blaðsíða 4

Baldur - 10.08.1903, Blaðsíða 4
4 BÁLÖUR, ÍO. ÁGtí.ST 19Ö3; Nyja Island. íslcndingadagur var haldinn há- tfðlegur á Hnausum hinn 2. þ. m. í þetta skifti getur Baldur ekki flutt neinar frjettir af því hátfða- haldi, en gjörir það væntanlega síðar. Það er sagt, að nú sje búið að veita vínsöluleyfið hjer á Gimli. Svona er ’rjettvfsinni' stjörn- að- hjer í Manitoba. Löggjöf sú, sem farið er eftir í þessu efni, var samin af conservatívflokknum, svo að hún er bæði brugguð og brúkuð af sömu mönnum. Hvernig skyldi þessu máli hafa reitt af, ef líberalflokkurinn hefði haft það í sfnum höndum ? Getur nokkur maður sagt um það ? Talsvert hefirveriðum innflutn- ing frá Islandi hingað til nýlend- unnar í sumar. Sumt af því fólki hefir átt við nokkur veikindi að stríða, en ckki er það mikið í sam- anburði við það, sem hcfir átt sjer stað í Winnipeg. Eitt nýkomið barn er dáið hjer fyrir skemmstu, en í Winnipeg kveður svo mikið að barnadauða meðal nýkomins fólks,. að blöðunum þar virðist stfinda stuggur af, að minnast á þáð allt saman. Það er í þessu eins ogöðru, spursmál hvort nokk- urt blað gæti afborið það, að segja allan sannleikann í því, sem gæti verið landinu hjer eða loftslagi þcss til lftilsvirðingar. Fyrir bœtur þær, sem nú eru orðnar á samgöngufærunum hjer, getur nú fóik úr suðurhluta þessar- ar sveitar komist til Selkirk og Winnipeg og heim aftur sama daginn. Ferðalög hafa þvf stórum aukist hjer f sumar, og fjöldi fólks hefir farið hjeðan á iðnaðarsýning- una og hina íslenzku þjóðhátíð. Nokkrir Ný-íslendingar, sem fóru á únftariska kyrkjnþingið í Winnipeg, eru nú komnir heim aftur. Þeir segja að þingið hafi varað frá 30. júlítil 3. ágúst. Þess- irmenn voru kosnirí stjórnarnefnd kyrkjufjelagsins fyrir yfirstandandi ár: Sjera Magnús J. Skaftason, forseti; Skafti B, Brynjólfsson, varaforseti; Einar Óiafsson, út- breiðslustjóri ; Þorvaldur Þorvalds- son, skrifari ; Guðinundur Árna- son, váraskrifari; Friðrik Sveins- son, fjehirðir ; og auk þeirra Sig- urður Sigurbjörnsson, Pjetur Bjarnason, og Sveinbjörn Guð- mundsson. Rev. Fred V. Hawlcy, skrifari þeirrar deildar únftarafjelagsins, sem hefir aðalstöðvar sínar í Chi- cago, var staddur á þcssu þingi. Hann tók sjerstaklega þátt í þeirri messugjörð, sem fram fór 2. ágúst, þar sem forseti kyrkjufjelagsins setti þá Rögnvald Pjetursson og Jóhann Pjetur Sólmundsson inn í embætti sfn sem flutningsmenn únftariskra trúarbragða f Wánni- peg og á Gimli. Auk prestanna, tóku þessir menn þátt í þeirri at- höfn : Þorsteinn S. Borgfjörð, for- seti Winnipcgsafnaðarins ; Stefán Guttormsson, skólapiltur frá Nýja Islandi, sem stundar nám við Mani- tobaháskólann ; og Einar Ólafsson, útbreiðslustjóri kyrkjufjelagsins. Aðra messu flutti sjera R. Pjeturs- son á venjulegum tfma að kveldinu, og fyrirlestra fluttu þessir menn meðan þingið stóð yfir : sjera Stef- án Sigfússon, sjera M. J, Skafta- son, og sjera J. P. Sólmundsson. Ákveðið var, að prenta þessa fyrirlestra, og voru þessir menn kjörnír í nefnd til þess, að hafa framkyæmdir f því efni: S. B. Brynjólfsson, Jóhannes Sigurðsson, sjera J, P. Sólmundsson, sjéra R. Pjetursson, og Albert E. Kristj- ánsson, Eftir þingið kom Mr. Hawley snöggvast hingað niður að Gimli. Hann var í samfylgd með hr. B. B. Olson hingað, en hr. Jóhannes Sigurðsson varð honum samferða upp eftir aftur. Það er gleðiefni fyrir Ný-íslend- inga, að þau fjögur ungmenni, sem gengu undir kennarapróf eftir að hafa lokið námi sínu á Gimliskólan- um, stóðust öll prófið. Það er á- nægjulegt fyrir gjaldendur sveitar- innar, gem að nokkru leyti stand- ast straum af hinní svo nefndu millibilsdeild (Intermediate De- partment, á milli Public Depart- ment og Collegiate Department), — að sú deild kemur þeim að til- ætluðum notum, sem færa sjer hana í nyt. Það er einnig mcira én lftill hciður fyrir yfirmann skól- ans, Hjört Leo, að ekkert kennara- efni skuli ennþá hafa „mislukkast“ undir hans hendi. Andrjes Þorsteinn Anderson (sonur Árna Andrjessonar) frá Poplar Park tók annars stigs próf (Second Class). Anna Sigrfður Jónsdóttir (Pjct- urssonar) frá Gimli; Steinunn Jón- asardóttir (Stefánssonar) frá Gimli, Og Guðmundur Óskar Einarsson (Einarssonar) frá Geysir tóku þriðja stigs próf (Third Class). Ennfremur stóðust þau Lárus Finney frá Winnipeg og Jónasína Jónasardóttir frá Gimli hið fyrir- skipaða inngöngupróf úr barna- skóladeildinni inn f œðri skóla deildina. Empire. Þetta er mynd af Empire- skilvindunni, scm GUNNAR SVEINSSON hefir nú til sölu. Um hana þarf ekkert að fjölyrða. Hún mælir bezt með sjer sjálf. S u n 11 u d a g i n n hinn 16. þ. m. verður messað í skólahúsinu hjcr á Gimli, kl. 2 e. h. J. P. SóLMUNDSSON. jjRlTDŒMING cða gagnrýni, sem sumír kalla, skaðar engan mann,“ sagði Gladstone, ogþað er óefað sannleiki að þvf er snertir þann mann er fyrir útásctningunni vcrður, cn hinn, scm setur út á gjörðir annara, hefir óft orðið fyrir ýmsu óþægilegu í orðum og at- höfnum, þegar hann hefir verið svo heppinn, eða óheppinn, að segja tilfinnanlegan sannleika um ein- hvern. >♦>♦>»»♦»» ! B. B. OLSON, I 2 SAMNINGARITARI { i • 3 og j • INNKöLLUNARMAðUR. • ______________ • ♦ GIMLI, MANITOBA. | >»MMM 0»> 3koði maður hina praktisku hlið gróðurneyzlu spursmálsins, sjer- maður að fullir sjö tfundu hlutar mannkynsins neyta aldrei kjfits. í Austur-Indíalöndunum, Kína og Japancruum 400 milljónir manna, sem ckki brúka kjöt til matar, og eru samt sem áður röskar og frísk- ar. í Norðurálfu eru bœndurnir á Rússlandi, landbúarnir á Corsiku og Hálendingarnir f Skotlandi, gróðurneyzluþjóðflokkar, ásamt mörgum fleirum, og mun engum dctta í hug að neita þvf, að þcir sjeu með þrekmestu og úthalds- beztu mönnum. TVÆR KERLINGAR voru samferða í sama járnbrautarvagni, Önnur vildi hafa giuggann opinn en hin vildi hafa hann lokaðann. Út úr þessu rifust þær svo um munaði. Loks kölluðu þær á umsjónar- manninn. „Lokaðu gluggatium, annars fæ j jeg tæringu og dey,“ sagði önnur. „Láttu gluggann vera opinn, annars fæ jeg niðurfallssýki og dey,“ sagði hin. Umsjónarmaðuriun vissi ekki hvað hann átti til bragðs að taka, en þá kom roskinn bóndi til hans og sagði: „Láttu gluggann vera opinn Iitla stund, þá deyr önnur, lokaðu honum svo og þá deyr hin, og við fáum meiri frið og betra næði hjer á eftir“.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.