Baldur


Baldur - 24.08.1903, Qupperneq 2

Baldur - 24.08.1903, Qupperneq 2
2 BALDUR, 24. ÁGtfST 1903. BALDUR er gefinn út 4GIMLI, Manitoba. Kemur út einu sinni f viku. Kostar $1 um árið. Borgist fyrirfram. Útgefenclur : Nokkrir Ný-Íslendingar. Ráðsmaður: G. ThorsteiNSSON. Prentari: JðHANNES VlGFÖSSON. Utanáskrift til blaðsins: BALDUR, Gimli, Man. Verð á »máum auglýsingum er 25 oente fyrir þamlung dálkglengdar. Afsláttur er gefinn á stœrri auglýsÍDgum, sem birtast i blaðinu yfir lengri tíma. Viðvíkjandi elikum afslætti, og öðrum fjármálum blaðs- i 08, eru menn btðoir að snúa sjer að ráðs- manninum. MÁNUDAGINN, 24. ÁGfí.ST 1903. Yefaraverkfallið. Þess hefir áður verið getið, að ná- lega 100,000 manns, sem vinna við tóskap í borginni Philadelphiu, hefðu hafið verkfall. Mesti fjöldi af þessu fólki eru kvennfólk og börn. Það er mjög tftt, að börn vinni í hinum stærri verksmiðjum vcgna þess hve vinna þeirra er ódýr að tiltölu við það gagn, sem má hafa af þeim. Fá- tækt, hirðuleysi, og harðýðgi þeirra, sem börnin alast upp hjá, vcldur þvf iðulcga, að börnin hafa ekkert að flýja hvernig sem verkstjórum þeirra þóknast að fara með þau. Af þessu kemur það, að verksmiðju- eigendurnir hafa börnin jafnt í hendi sinni eins og þau væru skepnur, en vegna hinna merki- legu vitsmuna, sem börnin hafa af guði þegið, er þeim mögulegt, að leysa ýms störf af hendi, scm skyn- lausar skepnur gætu ekki unnið. Einnig er það langtum minna lagt á hættu fjármunalega, að nota mannlega vinnukrafta, þegar þeir fást fyrir nógu iága borgun, heldur en a'ð eiga mikið af dýrum til þess að vinna fyrir sig, jafnvel þau verk, sem bæði dýr og menn geta jafnt afkastað. Þegar einhver skepna deyr, þá eru eignir húsbóndans rýrðar um það, sem verði skepn- unnar nemur, en þótt fólk hrynji niður á verksmiðjunum, þá er um ekkert tap þar að ræða, nema litla töf á meðan verið er að fylla f skörðin. Borgin Philadelphia var eitt sinn vagga frelsisins, nú er hún flestum borgum ræmdari fyrir kúg- un. Fólk það, sem hefir hafið ofan- nefnt verkfall fer ekki fram áneina kauphækkuft, heldur biður það um að vinnutíminn sje styttur úr 60 stundum um vikuna niður f 55 stundir, og einnig biður það um, að þannig löguð breyting sje gjörð á vinnunni um miðjan daginn, að það geti fengið klukkutíma til mál- tfðar, í stað hálftíma, sem það hefir haft að undanförnu. Ungir og gamlir hafa orðið að gleypa í sig matinn, ogvera allt komið afturað sfnu verki þegar 30 mínúturnar eru liðnar. Börn, sem þurfa að alast upp við þetta atlæti, fá f sig kfting á uppvaxtarárunum, og verða á- vallt föl og heilsuleysisleg. Flest er fólkið orðið alveg úttaugað inn- an við fimmtugs aldur, og sagt er, að allar umferðarsóttir komi harðar niður á tóskaparverkalýðnum, heldur en nokkru öðru fólki í borginni. Eftir að verkfallið byrjaði, og loftið var orðið þrungið af aðfinn- ingum og ráðleggingum á víxl, þá kom kona nokkur, Mrs. Jones að nafni, og lagði at stað f reglulega krossfcrð með 400 börn í sveit með sjer. Ástandið skýrist betur með þeim orðum, sem frjettaritarar hafa eftir henni, heldur en með nokk- urri annari frásögu: „Það hefir ávallt gengið nærri mjer,“ segir þessi kona, ,,að sjá Iftil börn vera við vinnu f verk- smiðjum, þegar þau ættu að vera á skóla eða við að leika sjer. Mjer hefir fundist ástandið hjer í borg- inni vera hörmulegt, og jeg hefi á- sett mjer að vinna allt hvað jeg orka þessum vesalings bcirnum til frelsis. Jeg hefi gengið með börn- in í ,,prósessíu“ gegn um borgina, en það lítur ekki út fyrir að Iýður- inn finni ncitt til meina mannfjó- lagsins. Samt get jeg ekki trúað því, að áhrif hins núverandi gróða- fyrirkomulags sje búin að festa svo djúpar rœtur í hjörtum allra, að samvizkan vakni ekki með tíman- um. Jeg ætla að fara með börnin frá einni borg til annarar, og sjá! hvort hvergi finnst mannsblóð í ceðum fólksins. Þegar jeg hugsa um framtfð þjóðarinnar, þá hryllir mig við. Geysimiklu fje er stöðugt varið til þess, að viðhalda skólum, kyrkj- um, siðbótastofnunum, drykkju- mannaheimilum, ölmusuhúsum, i vitskertraspftölum, og fangelsum j og allt er þetta eins og krœkiber f tunnu, þvf stöðugt fer glœpamönn- um fjölgandi. Sýkinni linnir ekki fyr en sjúkdómsefnið er numið f burtu. Bitur, hindrunarlaus sam- keppni, kapptafl um verzlunaryfir- ráð, og fjársöfnunarlosti traðkar iðrunarlaust á öllu sem mannlegt er. Jeg ætla að fara og gefa auð- kýfingunum tækifæri til þess að sjá sig f spegli. Jeg ætla að sýna þeim í Wall Street* * það hold og blóð, sem fje þeirra er pressað út af. Jeg ætla að sýna Roosevelt forseta þetta vesalings smælki, sem þcssi gortaraþjóð byggir á mikilleik sfns verzlunarlffs. Að eins einn prjedikari kristindómsins hefir látið nokkuð til sfn hcyra um þetta verkfall í Philadelphia. Jeg ætla að reyna að vekja einhverja aðra kristna sál til meðaumkunar á þessum smælingjum. Jeg hefi sjcð mæður berja börn sín af stað f vinnuna aftur síðan þetta verkfall hófst, vegna þess að börnin hafa ekki sjálfviljuglega viljað gjcirast heitrofar gagnvart samverkafólki sínu. Jeg hefi einn- ig sjeð verkstjóra bókstaflega henda börnum inn úr dyrunum, þegar þau hafa komið seint í vinn- una. Þetta er meðferðin f lfkam- Iegu tilliti. í siðferðislegu tilliti vita kunnugir bezt hversu hollt það er, að hópa saman þessum fjölda af menningarlausum drengj- um og stúlkum. Tóskaparverk- smiðjunum gengur langtum fljótar að fylla allar stfur borgarinnar, heldur en öllum siðabótarfjelögum að tœma þær aftur. Jeg bið menn að skilja það greinilega, að jeg felli ekki sök á • * Wall Street í Nevv York er önnur aðalstöð peningamark- aðarins í heiminum. hvern sjerstakan verksmiðjueig- anda fyrir þetta ásigkomulag. Þeir eru sjálfir flœktir í neti sam- keppninnar, — alveg háðir þvf mannfjelagsástandi sem umkringir þá. Jeg kasta skuldinni á mann- fjelagið f neild sinni fyrir það, að horfa á annað eins viðgangast og magnast, án þess að reyna að fá nokkrar skorður reistar við þvf. Guð hjálpi þessari þjóð. Hennar reikningsskapardagur kemur ein- hvern tíma, og það er hætt við að sá reikningur verði ritaður úr blóði þegar að þeim tfma kemur“. Orð og gjörðir konu þessarar hafa hvervetna vakið mikla eftir- tekt, og bamaleiðangur þessi cr bæði hræðilegur og merkilegur at- burður í framþróunarsögu mann- anna, á hvern hátt sem honum kann að lykta. Verkamannaum- brotin eru að verða svo svæsin og vfðtæk, að það getur enginn heil- vita maður látið sjer detta í hug, að þau verði bæld niður með ofur- efli. Hitt er jafnervitt um að dœma fyrir þvf, hvernig bót verð- ur til hlýtar ráðin á þvf böli, sem veldur þessari ólgu um allan heiminn. ,,Ef jeg gæti ekki troðið út ugluhami betur heldur en þessi þarna er troðin út,“ sagði maður nokkur um leið og hann stansaði fyrir utan glugga, og benti inn um gluggann á það, sem honum virtist ugluhamur, ,,þá, skyldi jeg aldrei framar sncrta á þvf starfi. Höfuð- ið er ekki rjett, kroppurinn ekki eins og hann á vera, fjaðrirnar eru skakkar, fœturnir snúnir og —“ Hann var ekki hættur að setja út á ugluna, þegar hún sncri höfð- inu við og deplaði augunum, til ó- þægilegrar undrunar fyrir hann, en ósegjanlegrar skemmtunar fyrir hina, sem hjá stóðu. Þú mátt gjarnan berja mig babbi, en mundu eftir því, að jeg skal hefna mín grimmilega á af- komendum þfnum“. II.: „Hvers vegna er hárið þitt grárra en skeggið ?“ K.: ,,Auðvitað af þvf, að hárið er eldra en skeggið“.

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.