Baldur - 26.10.1903, Qupperneq 3
BALDUR, 26. OKT. I9O3.
3
EgGJAGEYMSLA. Tilraunastofnanin f Montana
hefir reynt ýmisleg efni og aðferðir til þess, að geta
geymt egg óskemmd sem lengstan tfma, og hefir
komist að þeirri niðurstöðu, að vatn blandað kalki og
salti, og vatn blandað ,,Waterglass“, sjeu tiltækileg-
ustu efnin. 30 tylftir af eggjum voru lagðar í lög,
sem til var búinn úr 8 gallónum vatns, pundi af
óleskjuðu kalki og 3}^ pundi af salti. Aðrar 30 tylft-
ir voru lagðar f lög, sem búinn var til úr einum hluta
eða mælir af ’Waterglass' gegn 18 hlutum vatns.
Þarna voru eggin geymd f 6 mánuði og að þeim liðn-
um voru þau tekin upp, skoðuð og borin saman.
Um samanburðinn fer forstöðumaður stofnunarinnar
svofelldum orðum:
„Sfðari lögurinn, eða ’Waterglass‘lögurinn, reynd-
ist betri, enda þótt hinn fyrri sje allgóður og til heim-
ilisafnota fullnægjandi. Þau egg, sem legið höfðu f
'Waterglassieginum, var ekki auðvelt að þekkja frá
nýorpnum eggjum, þar eð bæði hvftan og rauðan
litu út eins og í nýjum eggjum. Þau egg, sem láu f
salt og kalk leginum, höfðu stökkari skurm og voru
ekki eins vel hæf til flutnings, sömuleiðis vottaði fyr-
ir ögn af vatni f hvftunni".
Fyrir þá sem búa mjög langt frá markaði, er mik-
ilsvcrt að geta geymt eggóskemmd, einkum fráhaust-
inu til vetrarins, þvf þá eru þau f háu verði. Og þeg-
ar reynslan er búin að færa bæjabúum heim sanninn
um það, að þessi egg sjeu eins góð og ný egg, munu
þeir fúsir á að gefa sama verð fyrir þau og ný egg,
en þess verður þá vandlega að gæta, að egg þau,
scm f löginn eru látin, sjeu alveg gallalaus.
’Waterglass* er Ifka kallað ,,sodium silicate“, og
mun fást á öllum lyfjabúðum. Það er lögur, sem sam-
einast vatni auðveldlega. Áhrif þcss á eggin eru á
þann hátt, að það myndar skorpu utan um skurminn,
sem varnar loftinu að komast f gegn um hann, og
varðveitir eggið þannig gegn skemmdum.
Það er ekki auðvelt að vita hvað ’Waterglass' muni
kosta, af því prfsar eru svo mismunandi eftir þvf
hvar varan er keypt, en frá 75 cts til $1 gallónan,
mun vera vanalegasta verðið. Á flestum heimilum
mun 1 gallóna nægja, sem duga ætti til að geyma f
50 til 60 tylftir af eggjum, svo að þvf leyti er kostn-
aðurinn ekki þungbær. Undir liiginn með eggjunum
þarf leirkrukkur, og þær verður að geyma f þurrum
og kiildum kjallara, scm ckkcrt frost hcfir samt að-
gang að. Bezt er að sjóða vatnið og láta það svo
kólnaaftur áður en Watcrglass er látið saman við það.
Þegar vatnið og Waterglass hafa sameinast má láta
eggin ofan f lOginn. Krukkurnar vcrður að byrgja
Vel svo ekkert ryk eða rusl komist f vatnið.
Þeir, sem einhvcrra orsaka vegna velja kalk og
salt saman við vatnið f stað Watcrglass, þurfa að
gæta sömu reglunnar og nú var tekið fram um Wat- |
erglassliiginn, hreint vatn, vel byrgðar leirkrukkur,
þurran og kaldati kjallara o. s. frv.
Ungur maður skrifaði fcstarmeyju sinni þannig:
,,Skinnið af krókódílnum, sem jeg skaut, er 17 feta
'angt. Verði jcg svo heppinn að skjóta annan eins,
skal jeg láta búa til skó úr þvf handa þjer“.
Missouridrengirnir.
—:o:—
(Framhald).
Jegvar undireins tilbúinn og lagði fram
hlutabrjef yðar, en hann var ekki á því að
kaupa þau. Það leit helzt út fyrir að hann
hefði komlð inn að eins til að spjalla að
gamni sfnu. En hann var hyggnari en jeg
hafði hugsað. Að sfðustu spurði hann
hvað hlutabrjef yðar kostuðu, $5000 svar-
aði jeg strax. Þá hugsaði hann sig um,
og sagðist ekki kaupa þau strax, en borga
að eins $5 til þess að eiga forkaupsrjett um
einn mánuð. Jeg játaði þvf, fjekk mína
$5 og fór svo út með honum og átti
skemmtilegan dag fyrir peningana“.
Mánuði síðar kom hraðfrjettarskeyti til
Dicks, sem tjáði honum að kaupandinn
hefði borgað hlutabrjef hans f námunum,
og skömmu síðar kom Vfxill fyrir $5000
að frá dregnum sölulaunum. Sami mað-
urinn hafði komið aftur og nú enn bleyt-
ugri en áður, hafði borgað hlutabrjefin og
farið svo með þau.
Brakúninn varð fyrst á eftir hálfsmeyk-
ur, hjelt jafnvel að hann hefði verið narr-
aður, en með því aðspyrjasig fyrirf kaup-
mannasamkundunni, komst hann að þvf að
hlutabrjefin voru verðlaus.
-*• *
•*
Á aðfangadag jóla var ekki vanalegt að
tómir stólar stæðu f kringum eldstæðið á
heimili Biglowsfólksins. Þá komu þangað
smáir og stórir. Þessi jól stóðu þar þó
tveir tómir stólar — Dick og Jim voru
hvorugur heima, og menn vissu ekki hvar
þeir voru.
Næstu jól vareins, hvorugur bræðranna
hafði gjört vart við sig. En þriðju jólin
var eftirvæntingin sterkust, þááttu þeir að
koma samkvæmt umtali.
Og þó þeim hefði gengið illa, myndu
þeir samt vitja sfns kæra heimilis, um það
voru allir samhuga. Það var engum efa
undir orpið að þeir kæmu með brautarlest-
inni til Meriden, og þaðan var stutt að aka
til heimilisins. Sá dagur var ákveðinn
sem reikningsskapardagur, eins og fyr um
getur, og faðir þeirra vissi vel að hvorugur
þeirra mundi bregðast. Heima var Ifka
allt undirbúið sem bezt og hátfðlegast til
að taka á móti þeim, og allir unnu að því
að sýna sameiginlega gleði við heimkomu
þeirra. Niðurstaða reikningsskapar þeirra
mætti vera hver hún vildi.
Á heimili þessu voru og smá börn, þau
hlupu um kring og skemmtu sjer sem bezt
þau gátu, og œptu og ærsluðust af fögnuði
yfir voninni á heimkomu brœðranna.
Málari, ftalskur listamaður eða hollenzk-
ur, kynni að geta dregið upp rjetta mynd
af viðbúnaðinum, penninn getur það ekki.
Stórir og smáir snerust hver um annan,
til þess að koma öllu í lag fyrir hátfðina.
Eina veran sem var róleg, var fjárhundur-
inn, ,,gamli Durham“, hann lá fyrir fram-
an eldstæðið, svaf og dreymdi — en um
hvað, það veit enginn.
Eldri stúlkurnar, systur brœðranna,
voru auðvitað mjög forvitnar. — Brceðúrn-
ir hlytu að færa þeim jólagjafir, hvernig
svo sem gengið hefði með tfu þúsundin,
vel eða illa, það voru þær vissar um, og
hverja stund, sem klukkan sýndi að leið á
þess dags síðari hluta, sló hjarta þeirra f
kappleik við hengil hennar.
Faðir þeirra, hr. Biglow, var eins og
hans var vani, rólegur, reykti pfpu sfna
og sagði ekkert, — hann vildi ekki láta
sjá að honum lengdist eftir brœðrunum
eða þvf, að fá að vita hvernig þeim hefði
gengið f heiminum. Þó þeim hefði mis-
lukkast í fjarlægðinni, þar sem þeir voru
alls ókunnir, væri ekki mjög háskalegt,
hann ætti nóg fyrir sig og sína samt. En
hann langaði þó til að vita hvernig þeim
hefði gengið. Og þar við bœttist það, að
hann hafði sent báða syni sfna, sem voru
svo ólíkir, með sfn tfu þúsundin hvorn.
Hann hugsaði ekki um peningana, hann
vildi reyna lífsstefnur þeirra og lán. Það
var djörf tilraun.
Kona hans sat við gluggann og starði f
gegnum kafaldið úti fyrir. Það var auðvelt
að lesa von og löngun f andliti hennar og
stundum blikuðu tár í augum hennar.
Nú heyrðist allt í einu í sleðabjöltum.
Móðirin þrýsti hendi sinni að hjarta sjer.
Dóttir hennar, 16 ára gömul, hljóp tildyra
með ópi nokkru. Tvær aðrar yngri systur
tóku í kjólinn hcnnar til að halda henni
kyrri, — þær vildu vera fyrstar til að taka
á móti brœðrunum, — hún skyldi ekki
verða á undan, þó hún væri stœrst. Faðir
þcirra tautaði eitthvað um hávaðann, og
stóð upp úr hægindastól sínum, því bjöllu-
hljóðið nálægðist meir og meir. Móðirin
varð þó fyrst út fyrir dyrnar og tók son
sinn Dick í fang sjer.
Hann var alveg eins og það hafði búist
við, ríkmannlegur, vel klæddur og vel á-
nægður.
Til þess að láta bera enn meira á sjer,
hafði hann skrifað manni nokkrum í Meri-
den, og fengið hann til að kaupa fyrir sig
fallegustu hestana sem fengust, og þeir
stóðu nú stappandi af fjöri og óþolinmæði
fyrir framan spánnýjan sleða, sem hann
einnig hafði keypt.
(Framhald).