Birkibeinar - 01.03.1912, Page 1

Birkibeinar - 01.03.1912, Page 1
Mars 1912 II. Ár 3. tbl. Knytlingar. A Bí bí og blaka! Berlin er að kvaka; Yaltýr sýnist sofa, en samt mun hann vaka. Góður Islendingur var Jón Sigurðsson; en hvar nýtur hann þess ? í hug þjóðarinn- ar, munu menn svara. Og er það að vísu satt. En þó er þjóðarþökkin eigi svo vak- andi og starfandi, að eigi beri nauðsyn til að ýta við henni með köflum. Ritstjóri þessa blaðs, Bjarni Jónsson frá Vogi, þingmaður Dalamanna, hefir gert það eitt sinn fyrr. Hann hafði setið heima síðari hluta sumars 1910 og ætlaði þá utan aftur í miðjum október. Þá var það alkunna og hverju íslensku barni vitað, að J17. júní næstan þar á eftir var hundraðasti afmælisdagur Jóns forseta Sig- urðssonar, mesta manns íslendinga siðan Jón Arason leið. Oft hafði verið um það talað bæði í blöðum og manna á milli, að sjálf- sagt væri að setja Jóni Sigurðssyni veglegan minnisvarða þann dag. En enginn hreyfði þó hönd né fót til framkvæmda, þótt komið væri framyfir síðustu fcrvöð. Bjarna frá Vogi þótti ilt ef þjóðin gerði sér þá smán að láta ekkert verða úr þessu. Hann fekk því þá til leiðar snúið á stúdentáfundi í Reykja- \((0))l vik 10. október 1910, að stjórn félagsins var falið að hefja framkvæmdir í þessu máli. I öndverðum nóvember bar hann sama mál fram á stúdentafélagsfundi í Kaupmannahöfn og var þar þegar valin nefnd manna tilþess að standa fyrir samskotum. En þetta nægði. Þakklátssemi Islendinga var svo mikil, að verkið gekk bæði fijótt og vel og unnu allir fúsir og kappsamlega að því. En fyrir því minnist ég á þetta nú, að hér er fleira í efni. Oss er meiri vandi á höndum við Jón Sigurðsson en að gefa nokkr- ar krónur til minnisvarða. Oss er einkum skylt að muna, hver hann var og hvað vér eigum honum að þakka, og minnisvarðinn á einmitt að halda þeirri endurminningu vak- andi. En hvern veg reynist ? Sú raun hefir þar á orðið, að flokkur manna hefir af öllum mætti reynt að rýra lífsverk hans sama árið, sem vér höldum aldarminning hans, og sum- ir þeirra eiga að heita íslendingar. Þessa menn nefni ég einu nafni Knytl- inga af því að forgöngumaður þeirra er Knud Berlin, sá er minstan þokka ætti að hafa af íslendingum. En hvar er þá þjóðarþökk vor við Jón Sigurðsson, ef vér þolum slíkt og gerumst annaðhvort Knj'tlingar eður Knytlingabræður? Hún sefur og þarf að ýta við henni á ný. Islendingar ættu að muna það, að Jón RITSTJORI: BJARNI JÖNS80N FRÁ VOGI F élagsprentsmið j an. mtífi

x

Birkibeinar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.