Birkibeinar - 01.03.1912, Síða 4

Birkibeinar - 01.03.1912, Síða 4
20 BIRKIBEINAR gáfna, sem hafa kulnað fyrir nágusti öfundarinnar. Þar er lífskrafa allra þeirra starfa og framkvæmda, sem öfundin hnepti í fjötra. Þar eru harmatölur þjóð- arþorrans, sem átti að njóta þessara gáfna og hafa störf- in og framkvæmdirnar sér til bjargráða. Margir hafa verið svo hljóðglöggir á undanförnum áratugum, að þeir hafa heyrt þessar stunur.“ En til eru þó blettir við veg þjóðarinnar, er kalla má með sönnu að sé sólskinsblettir á leið hennar. Á ofanverðum þjóðveldistímanum var það margt framkvæmt í vísindum og skáldskap á Islandi, sem óvíða finst annað jafngott og hvergi betra. En ekki vil ég fjölyrða um það, því að menn þekkja það af eigin reynd. Eða hver myndi ekki þekkja eddukvæðin, fögur og göfug eins og upprennandi morgunsól? Eða verk Snorra Sturlusonar og Islend- ingasögur, er fylkja umhverfis oss á æskudögum vor- um öllu því, sem best hefir verir og göfgast í nor- rænum sið? Allir þessir hlutir eru gimsteinar og munu allir menn það vita. En lítils væri þó um þá vert hjá því sem nú er, ef vér hefðum látið þá falla í sorpið á víð og dreif; því að þá mundu aðeins ör- fáir gullgraftarmenn finna þá og skynja ágæti þeirra og þó eigi til fullnustu. En vér höfum eigi það af- glap unnið, heldur geymt þá á þeirri dýru festi, sem tengir öld við öld og kynslóð við kynslóð alt frá því, er ár var alda og arar gullu og hnigu heilög vötn af himinfjöllum. En sú festi er tungan, sem er jafngöm- ul hinum norræna ættstofni og geymir í sér alla göfgi og mannvit þess þjóðarbálks frá alda öðli. Hun er svo vökur sem vogar mundang, er vega skal orð og talshætti, greinir og greinaskipan; hún er sem bitur skálm, þá er greina skal hugtök, og hún er sem óslít- andi fjötur, þá er þau skal saman tengja. Hún er „mjúk sem blómstur“ oss til ununar og „sterk sem stál“ oss til varnar. Hún er svanasöngur liðinna alda, hún er sigurljóð nútímans og hún er vögguljóð og vonarljóð komanda tíma. „Fagrar heyrði ég radd- irnar úr Niflungaheim, ég gat ekki sofið fyrir söngv- unum þeim“. Þótti mér og þykir jafnan best til þess að vita, að alþýðan hefir sjálf verndað þessa festi, endurminningu norræna ættbálksins, tunguna, megin- gjarðir þjóðernisins. Alþýðan geymdi hana og vernd- aði öldum saman, þá er lærðir ötuðu tungu sina hollenskum, þýskum og dönskum slettum. Engin al- þýða í heimi hefir unnið slíkt afrek, enda njótum vér þess nú á marga lund. Tungan veitir oss gangvegi að öllum þeim uppsprettum andarauðs, sem felst í norrænum fornritum, en nánustu frændur vorir verða að khfa til þess þrítugan hamarinn og ná eigi nema sárfáir upp. Tungan gerír oss skygna á þá hlutír sem aðrir verða eftir að grafa og fæstir finna. Ei> hvert barn vorrar þjóðar á gangvegi að uppsprettum þeim, sem ég nefndi fyrr, og hverju íslensku barni er sú skygni veitt, er nú var getið. Þaðan er runnin virðing annara þjóða fyrir Islendingum, þaðan eru runnar þær smáumbætur á kjörum vorum, sem vér höfum náð, og þaðan stafar von um fullan sigur r þjóðarbaráttu vorri, því að sú þjóð mun verða sigur- sæl nú, er eigi misti megingjarða sinna í þeim örlaga- sorta, sem lá á landi voru um nokkrar aldir. Það' er því sannast sagt, að vér megum láta oss það liggja í léttu rúmi, þótt Norðurlanda þjóðir geri sig með- því að athlægi, að meina oss sæti meðal þjóðanna, er þær bjóða hver annari heim eða bjóða til íleirum þjóðum, svo sem dæmi eru til um kennarafund í Svíþjóð fyrir skemstu og einmitt nú um eftirhermi- fund eftir Forngrikkjum, er standa skal í sama stað. Þær ná oss aldrei úr tölu þjóðanna, enda væri þeim sæmra að minnast hins, hver best hefir varðveitt menning Norðurlanda. Aldrei mun verða að oss- hlegið, þótt þær fari þessu fram, ef vér gætum svo- vel sóma íslendinga, að enginn þiggi þau skammar- boð, að sitja á fótskör einhverrar þeirra, þar sem vér ættum að skipa öndvegi. Mála sannast muu það, að vér elskum íslenska tungu. En öll ást er starfgjörn til vegs og gleði þvír sem hún er við fest. Má því nærri geta að vér störfum öll að því að fegra og geyma slíkan gimstein og ger- um þetta á þann hátt, að vér höldum tungu vorri hreinni í „orðum, talsháttum, greinum og greinaskip- an.“ Þetta er vel gjört og sjálfsögð skylda. En, meira má, ef vel vill. Orð mér af orði orðs leitar og vil ég því skora á viðstadda íslendinga að stíga á stokk og strengja þess heit að vinna nú nokkurt það stórvirki, er sýni þakklátssemi vora við undangengnar kynslóðir, sem geymt hafa fræði vor og tungu, og sýni að vér vilj- um þó leggja nokkuð í sölurnar fyrir ást vora á ís- lenskri tungu og menning og að þjóðarmetnaður sé- tii hjá oss, — stórvirki, er sýni öllu voru afkvæmi þjóð- rækni og framsýni þeirra manna, er nú lifa. Vel veit ég, að þér eruð þess albúin, að verða við áskor- an minni, ef þér mættið verða ásátt um, hvert stór- virkið skyldi vera. Eg mun nú verða fljótur til úrskurðar, svo sem heimskum mönnum er títt, og nefna það stórvirki sem þér skuluð hefja og vinna með hjálp alls lands- lýðs á íslandi: Reisið Snorra Sturlusyni veglegan minnisvarða. Þá sýnið þór þakklátssemi við fyrir-

x

Birkibeinar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Link til dette eksemplar: 3. tölublað (01.03.1912)
https://timarit.is/issue/166527

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

3. tölublað (01.03.1912)

Gongd: