Birkibeinar - 01.03.1912, Síða 5
BIRKIBEINAR
21
rennara og ást yðar á tungu og menning í verkinu
bœði samtið og framtíð. Og pér fáið viðfangsefni
þeim afbragðsgáfum, sem vér höfum þar á að skipa,
svo að þær þurfi eigi að kuina eða hafa óveitta lífs-
kröfu sina til starfs. Þér munuð skynja, að hér á ég
við Einar Jónsson frá Galtafelli, enda eru mörg ár síðan
hann hafði hugsað sér, hvernig þessi varði skyldi vera.
Hljóðglöggir menn heyra eigi aðeins stunur og
harmatölur í þjóðlífi Islendinga. Þeir heyra og að
þjóðarmetnaður vor dregur arnsúg í flugnum og þeir
heyra vængjaþyt vorboðans i vísindum og listum og
ófædda óma þeirrar hugarununar, er þjóðin mun
hafa þar af. Látið eigi arnsúginn dvína, vængstýfið
eigi vorboðann, bjargið hinum ófæddu ómum. Minn-
ist þess að listaverk er aldrei of dýrt, því að það ber
öllum ávöxt öldum og óbornum og öld eftir öld.
En þá er þetta verk er unnið, mun ég segja
aftur fáein orð. Vænti ég að þá muni mér
orð af orði
orðs leita
sem yðr verk
af verki verks.
Eitraðar og sviknar
matvörur.
í heilbrigðistíðindunum dönsku stendur grein um
svik og eitur í matýog^segir þarýsvo: j |
1 ^Lundúnum hefirj veriðj haldin matvörusýning
og var ein deifdin bæði merkileg og lærdómsrík, þótt
hún væri viðbjóðsleg. Voru þar sýndar sviknar mat-
vörur.
Forstöðunefndin hafði keypt sýnishorn af ýmsu
ætilegu úr búðum í öllum hlutum Lundúna og var
það öllum til sýnis um borðin á hinum stóra sal.
Fyrir framan hverja matvörutegund var postulínsbolli
og á honum efnin úr hverri^vörutegund eins og þau
höfðu reynst við efnarannsókn.
Á miðborðinu blasti við ljómandi fallegt brauð
og stráð yfir fínu méli og hvítu, eins og bestu teg-
undar. En við rannsóknina reyndist mél þetta að
vera mulinn krítpípuleir. Brauðið sjálft reyndist að
vera úr kartöflum og baunum og i það blandað álúni
kalki og gipsi.
Krukka stóð þar með jarðarberjasætu („sultu“),
sem fátæklingar í Lundúnum kaupa daglega mjög
mikið af í 2 og 7 aura skömtum. Sæta þessi var að
mestu rætur undan ýmsum káltegundum og trésag
(átti víst að merkja hratið) og litað með blöndusulli
úr rauðum og gulum ryðleir. Af ávöxtum var ekki
annað í sætu þessari en eitthvað lítilsháttar af úrkasti
frá eplavíngerðarhúsum.
Þessi sæta er nú venjulega höfð ofan á krítar-
pípubrauðið og borðað svo með tei. Þetta te er upp-
þurkað telauf, sem búið er að sjóða úr einu sinni og
síðan höfð, ef til vill, til þess að sópa með gólfábreið-
ur og því næst lituð með blýant og ryðlit og alt síð-
an þurkað og selt.
Odýra kaffið var ekki betra en teið. Það voru muld-
ir kjarnar úr ætum og óætum trjáávöxtum og þurk-
uð og möluð hrosslifur. Kjósi menn nú heldur kókó-
sopa á morgnana, þá fæst það, en það er úr sagó-
grjónum, linsterkju og mórauðum leir.
í súrmetið (pickles) höfðu þeir jurtarusl látið í
koltjöru og brennisteinssýru, (það var svo stórum
ódýrara en edikið).
Aðrar matartegundir, sem mest eru notaðar, svo
sem ketkássa, dósaket og fiskstöppur ýmsar, vóru lit-
aðar með allskonar anilinlitum og það óspart, og auk
þess var í þær látin bórsýra, glyserio, lím, arseník,
spansgræna og aðrar eiturtegundir.
En nærri voðalegust voru þó öll þessi sætindi, sem
seld eru f pundspinklum á 30 og 35 aura, og eru sér-
staklega yndi og unaður fátæku barnanna. Lakkrís-
inn var litaður með sætri prentsvertu, eða stígvélaá-
burði. Sódavatnið var banvænt. Það var ósíað brunn-
vatn og látin í kolsýra fengin úr útbrunnu kolasindri.
Þetta segir blaðið.
Það er eins í Lundúnum og á íslandi, að ekkert
eftirlit er haft með þessum matvörutegundum, enda
er heilbrigði fátæka fólksins þar mjög bágborin, eink-
anlega eru maga og innyfla veikindi þar mjög tíð
og mannskæð, því að þetta fólk leitar auk þess fremur
lítið til lækna, en treystir betur skottulæknum og kynja-
lyfjum, eins og enn brennur við hér á íslandi, eys í
það árlega stórfé, setur þakkarávörp og meðmæli í
blöðin og veslast upp og deyr.
Þorsteinn Erlingsson þýddi.
Hannyrðasýning þýskra kvenna hófst
í Berlin 24. f. m. Keisaradrottningin setti sýninguna.
Þar er sýndur allskonar verknaður þýskra kvenna,
bæði heima fyrir og út um heitn. Sýning þessi er
talin tilkomumest allra sýninga kvenna, sern haldnar
ltafa verið.