Birkibeinar - 01.03.1912, Qupperneq 6
BIRKIBEINAR
22
Alþýðuvísur,
Hrafl.
Fyrir nokkrum árum safnaði dr. Guðmundur
Finnbogason gömlum, íslenskum viðlögum og dreifði
inn í blaðagrein. Þessi viðlög voru öll prentuð áður,
flest í Vikivakasafni Ólafs Davíðssonar. En önnur
tegund rammíslensks skáldskapar er hvergi til á prenti,
hvergi í heild. Það eru alþýðuvisurnar — lausa-
vísur, sem lifa á tungu þjóðarinnar, og ekkert safn
er af. Þjóðsögum, þjóðkvæðum, vikivökum hefir ver-
ið safnað, aldrei alþýðuvísum. Það vantar fjórða
blaðið á smárann. Því að alþýðuvísurnar eiga sér sömu
söguna og hitt. Gleymda feður, en fóstra sem mundu.
Og þá varð það eftir með þjóðinni, sem eðli hennar
var næst. Því er alþýðuskáldskapur svo dýrmætt
safn fyrir menningarsögu hvers lands. —
Vér sjáum hverjar skoðanir um lífið liggja á
tungu þjóðarinnar:
Ef eg væri orðinn bær að ráða
kjörum manna hér í heim,
hefði eg annan taum á þeim.
Kona raular þunglynd. Hún er leið á mönnuu-
um. En þó vill hún ekki deyja. Hún óskar sér
þvert á móti nóg að horða og drekka — en burt
frá mönnunum:
Eg vildi’ eg væri komin — hvurt?
Kannske eitthvað langt í burt,
vantaði hvorki vott né þurt —
Og væri svo aldrei til mín spurt.
Þá eru vísur um það, sem unaðsamlegast er í
þessum heimi:
Fara á skíðum styttir stund,
stúlku fríða spenna mund,
sigla um víði húnahund,
hesti ríða slétta grund.
Eða þá sá urmull af fögrum hestavísum, sem
hvert mannsbarn á landinu kann eitthvað af. Hér
•er eitt dæmi þess, hve lýsingarnar geta verið kröft-
ugar:
Þegar skellur skeiðið á
sker hann velli gróna,
klýfur svellin sundur blá
svo að fellin tóna. —
Elskhuginn situr með unnustu sína I faðminum,
hún má aldrei hætta að kyssa hann:
Kystu mig einn og kystu mig tvo,
kystu mig þrjá og fjóra —
kystu mig attur, kystu mig svo,
kystu mig smáa og stóra.
Loks eru vögguvisurnar og vísur sem kveðnar
eru við börn meðan stigið er við þau. Allir kannast
við vísuna: Fuglinn í fjörunni. — En ætli margir
viti, að það er heilt kvæði og einmitt af þeirri teg-
und:
Fuglinn í fjörunni,
hann heitir már:
Silkibleik er húfan hans,
og gult undirhár.
Er sá fuglinn ekki smár.
bæði digur og fótahár,
á bakinu svartur, á bringunni grár,
bröltir hann oft í snörunnni,
fuglinn í fjörunni.
Fuglinn í fjörunni,
hann er bróðir þinn.
Eg get ekki stigið við þig,
stuttfótur minn.
Eða þessi vísa, sem vefur mann inn í myrkrið:
Við skulum ekki hafa hátt,
hér er maður á glugga
Eg hef heyrt i alla nátt
andardrátt í skugga. —
Móðir er að hugga barn. Ef til vill gengurhún
með það að glugganum og bendir því út á fjörð-
inn:
Grýla á sér lítinn bát,
rær hún fyrir sandi.
Þegar hún heyrir barnagrát,
flýtir hun sér að landi.
Þessvegna þagnar barnið. Grýla má ekki taka
drenginn hennar mömmu.
Aðkomukona kemur og býðst til að taka dreng-
inn:
Eg skal dilla drengnum,
meðan mamma gengur frá.
vertu hollur,
kviakollur,
hvur sem að þig á.
Ef börnin verða þæg, fá þau lamb úr réttunum:
Margt er gott í lömbunum,
þegar þau koma af fjöllunum,
— gollurinn og görnin
Og vel stíga börnin.
Nonni litli grætur. Mamma stígur við hann. Nú
ríður á að fá bann til að festa hugann við eitthvað