Birkibeinar - 01.03.1912, Page 7

Birkibeinar - 01.03.1912, Page 7
BIRKIBEINAR 23 Hún segir hann skuli vita, hvað hann sé duglegur og geti náð yfir margar fjalir: Stígur hann og stígur hann, stígur hann með snilli, Fjórar heíir hann fjalirnar * fóta sinna á milli. Nonni eldist, og nú getur mamma farið til vinn- unnar; nú er hann orðinn heilmikill karlmaður; Litli Jón er þarfur þjón, þiggur lítinn greiða. Farinn er hann fyrir nón fiðrildin að veiða. Þessar örfáu línur, þetta lauslega hrafl, — aðeins til að menn sjái, hvað eg á við, þegar eg minni menn á að láta ekki fagrar og einkennilegar alþýðu- vísur glatast. Kaupmannahöfn 1912 Guðmundur Kamban. Tvö smákvæöi. Eftir Stefán frá Hvitadal. Klðkkvi. Um brúnir geislar breiðast á báruföldum leiðast. Þá allra götur greiðast jeg geng með veikum burðum á eggjagrjóti í urðum; og harma sárt in horfnu jól mjer heilsar grátnum vorsins sól. Man jeg æsku-árin yndisbros og tárin gleði og sviða-sárin sól og daga langa. Vinarhönd á vanga. Nú græt jeg sárt um sólarlag þau sumarbros og liðinn dag. Lífsins dagar líða langar nætur bíða. Hjarta sárin svíða svelia tár á vöngum. Leiðist mjer löngum. Þegar hallar hausti að hefi jeg engan griðastað. Er haustar að jeg heyri harmaraddir fleiri engu framar eiri alstaðar má kenna að farið er að fenna. — Gleymdu ekki að gá að þjer gangan var svo örðug mjer. Það kveldar. Hreggbylur hrækir á hélaðan gluggann. Jeg get ekki gleymt því en gref mig í skuggann. Jeg get ekki gleymt því þó glepur mig fleira því minningar margar mæla í eyra. Um æskunnar yndi og ástir við tölum — en hjarta mitt hljóðar af helvítis kvölum. Um kveljandi kulda í klökkvandi ljóði um minkandi málmhljóð í minninga sjóði. Um ókomið yndi frá æskunnar brautum. Svo opnast heil eilífð af allskonar þrautum. — Hver gleði er grafin en grátið og kvartað er lágnættið líður með ljóðstafi í hjartað. Gleðin er gengin og gullið á þrotum. Það kveldar — jeg kvíði og kvæðið í brotum. Um ísland, framför þess og stjórnmálasögu, ritar prófessor I. H. Raymond í janúar-hefti enska tímaritsins „The Twentieth Century“. Þar er og einkar góð mynd af Jóni Sigurðssyni forseta, og lýsing á starfi hans.

x

Birkibeinar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.