Birkibeinar - 01.02.1913, Side 10
18
BIRKIBEINAR
an.ul) Hefði íslendingar áttt farminn mundu þeir
eigi hafa selt vonina, en Austmenn urðu að halda á
brott aftur og gátu eigi beðið þess, að tryppið fynd-
ist. Fleiri dæmi þarf eigi að nefna, því að þau eru
á hverju strái í sögunum. Þótti landsmönnum þetta
minni hætta, eða hugsuðu síður um þá hlið málsins
fyrir þá sök, að þá var engin greining þjóðanna
orðin.
Þetta varð nú í fyrsta lagi orsök þess, að menn
gættu ver skipastólsins en ella mundi. Sum skipin
stóðu uppi árum saman og fúnuðu. Má og vera að
sum hafi verið rifin og gerðir úr smærri bátar til
róðra og flutninga, þótt eigi sé þess getið. Runnu
og margar aðrar orsakir undir svo sem skipbrot.
Þau hafa verið alltíð og stundum stórfeld. Eigi þarf
langt að leita dæmanna. Því að með berum orðum
er sagt frá skipbroti tíu landnámsmanna, og er þeirra
getið hér að framan. Um Sleitu-Helga er það sagt,
að „þeir Helgi létu út enn sama dag ok týndust allir
á Helgaskeri fyrir Skriðnesenni"* 2). Þessir voruAust-
menn, en Islendingar brutu skip sín eigi síður en þeir.
Enn eitt dæmi úr landnámu: „Nokkru síðar braut
Guðlaugr, bróðir Gils skeiðarnefs, skip sitt út við
höfða þann er nú heitir Guðlaugshöfði" 3) I Harðar-
sögu getur um skipbrot á Vikarsskeiði, þarsemUnn-
ur djúpúðga braut.4) í viðbæti við landnámu úr
Skarðsárbók er Ijóst dæmi þess, að veðurlag var eigi
betra hér á landi þá en nú er, og eigi síður hins,
hve stórvirkir þeir voru stundum, sjórinn og vindur-
inn, og skaðvænir skipum og mönnum. Þar stend-
ur: „Á því ári, er Gizurr byskup Isleifsson andað-
ist gerði hallæri mikit á íslandi; þá kom hríð svo
mikil á dymbildögum at menn máttu eigi veita tíðir
í kirkjum á sumum stöðum ok heruðum fyrir norðan
land. Föstudag hinn langa tók upp knör undir Eyja-
fjöllum ok snöri á lofti ok kom hvalfandi niðr; hann
var sex rúm ok tuttugu. Páskadaginn fyrsta máttu
fáir menn tíðir sækja at taka þjónustu, en sumir urðu
úti dauðir. Annat illviðri kom um sumarit eftir and-
lát hans, þann dag er menn riðu á þing; þá braut
kirkju á Þingvelli, þá er Haraldr konungr Sigurðsson
lét höggva viðinn til; þat sumar fóru fjórir tigir skipa
út hingat, ok braut mörg við land, enn sum týndust
i hafi ok leysti sundr undir mönnum, en átta ein
kvámust brott, með þeim er áðr váru hér . . .“5).
1) Ldn. F„ 189, 8.
2) Ldn. F., 1802.
s) Ldn. F., 17621
4) Harðars. S. K., 41,,.
») Ldn. S. K. 233,,—2 H,.
Eigi verður vitað, hve mörg voru íslenzk af þessum
skipum, en sjálfsagt hafa þau verið allmörg. Þessí
dæmi nægja til þess að sýna, að sjór og vindr muni
oft hafa höggvið eigi alllítið skarð í skipastól forfeðra
vorra. En fleira varð þó til. Því að stundum brendu
menn skipin og stundum grófu þeir þau í jörð,
Snorri goði brendi skip í Salteyrarósi fyrir Þórarni
i Mávahlíð og Alfgeiri er hann hafði seka gert L)
Þetta skip var raunar eign Austmanna, en vera má
að þetta hafi oftar verið gert, þvi að þetta er hægt
ráð til þess að banna mönnum utanför og koma
fram hefndum.
Víða er þess getið að menn voru heygðir í skipi
Ásmundr Atlason, Valasonar ens sterka „var heygðr
í Ásmundarleiði ok lagðr í skip“.2) Geirmundr heljar-
skinn „andaðist á Geirmundarstöðum ok er hann
lagðr i skip þar út í skóginn frá garði“.8) Fundur
Grænlands varð og drjúgur tii fækkunar á skipum Is-
lendinga. Set eg hér frásögn landnámu um það:
„Svá segja fróðir menn at þat sumar fóru XXV skipa
til Grænlands ór Breiðafirði ok Borgarfirði. En XIIII
komust út. Sum rak aptr en sum týndust".4)
I öðru lagi urðu kaupferðir Austmanna til þess,
að menn létu sér síður ant um að endurnýja skipa
stólinn jafnóðum. Var þó nokkuð gert til þess að
halda honum við, bæði reist skip innanlands og utan
og þó miklu oftar keypt. „Maðr hét Ávangr írskr
at kyui; hann byggði fyrst í Botni, þar var þá svá
stórr skógr, at hann gerði þar af hafskip".5) Annað
dæmi er í kristnisögu, þar sem sagt er frá sekt Hjalta
Skeggjasonar: „ . . . var Hjalti dæmdr sekr fjörbaugs-
maðr um goðgá. Þat sumar fór hann utan, á því
skipi er hann hafði sjálfr gera látið heima þar í Þjórs-
árdal, ok færði eftir Rangá enni vestri til sjóvar skip-
it“.°) Enn eru dæmi þess að gert var við skip, er
brotnaði: „ . . . FIosi er bjó í vík, þá er austmenn
brutu þar skip sitt ok gerðu úr hrænum skip þat, er
þeir kölluðu Trékylli".7) Þá eru og þess dæmi, að
menn létu gera skip erlendis. Sonarsonur Böðólfs
landnámsmanns var Þórir farmaðr: „Hann lét gera
knör í Sogni. Þann vígði Sigurðr byskup. Af þeim
kneri eru brandar veðrspáir fyrir durum í Mikla-
garði“.8) Svo seint sem 1374 er þess enn getið að
‘) Ldn. F., 15081.
Ldn, F., 148,.
8) Ldn. F., 16320.
4) Ldn. F., 156,0.
») Ldn- F„ 13684 85,
») Bisk. I„ 17,0 12.
D Ldn. F., 17585 8,.