Birkibeinar - 01.02.1913, Qupperneq 13

Birkibeinar - 01.02.1913, Qupperneq 13
BIRKIBEINAR 21 höfðu nokkur yfirráð yfir íslandi. Varð þessi vani ennþá rikari fyrir þá sök, að margir gerðust hirðmenn konunga og handgengnir þeim. Þegar svo innan- landsófriðurinn hófst hér á landi varð skarnmsýnum Islendingum það á, að skjóta málum sínum undir Noregs konung. En þá sat þar að völdum vitur maður og frammsýnn. Sá hann skjótt að hér var leikur á borði, en þeir sáu eigi veiðiaugun, sem jafn- an hvíldu á þeim. Vanræksla og skammsýni Islendinga í verzlun og samgöngum varð á þennan hátt að gagn- vegi fyrir Noregskonung til þess að ná yfirráðum yfir landinu. Islendingar gerðu þó viturlegan samn- ing við konunginn, gamla sáttmála, er þeir mæltu svo fyrir, að þeir skyldu lausir, ef rofin yrði sáttmálinn af hendi konungs eða arfa hans. En þeir gættu þess eigi, hversu erfitt þeim mundi verða að neyta þessa réttar, er þeir sátu með allsónógan skipakost á um- flotnu landi úti í reginhafi. Því að konungur þurfti þá eigi annað en leggja farbann fyrir öll Islandsför um nokkur ár. I því banni mundu og skip Islend- inga sjálfra hafa Ient, af því að þeir mundu hafa siglt í greipar óvina sinna, er þeir verzluðu eingöngu við Noreg. En alt hefði þetta horft öðruvísi við, ef þeir hefði haldið við skipastólnum og verzlað við fleiri þjóðir. Á þessu varð þó engin raun ger, því að þeir sögðu aldrei upp sáttmálanum, hversu oft sem hann var rofinn. En það sást í því, sem var smærra. Noregskonungar höfðu haft einokum yfir verzlun allri á Finnmörk frá ómunatíð. Var þeim því kunn hugmyndin og ágóðinn. Þótti þeim því óskaráð, er fram liðu stundir, að reyna að koma þvi lagi á verzl- unina bæði víðar í Noregi og i öllum eylöndum, sem lutu Noregskonungi. Enda kom að því um siðir. Þó byrjuðu þeir á að banna erlendum mönnum sigling til þessara landa. Komu slíkar ráðstafanir fyrst fram 1294, en Island er fyrst nefnt 1302. Þá er öllum erlendum mönnum bannað „að flytja sitt góðs eðr senda norðr um Björgvin eðr annarsstaðar til sölu í herað, eðr gjöra félag til Islands eðr annara skatt- landa konungsins“. Er þetta bann ítrekað rúmum 40 árum siðar1). Ekki sáu Islendingar, hvert stefndi og ekkert gerðu þeir því til þess að afstýra yfirvof- andi hættu. Hefði þó þá enn verið tími til að manna sig upp og auka skipastólinn. En stundarhagurinn var eigi í bráðum voða og létu þeir þvi kyrt. Þeir voru hagvanir í Noregi sem fyr var ritað og kom eigi til hugar að slík verzlunarstefna konungs mundi ná til sín, alla þá stund sem þeim og Austmönnum var látið heimilt að verzla eftir vild. En þess var eigi langt að bíða að konungur legði bann og kvaðir á Islendinga og Austmenn. Svo er sagt í Flateyjar- annál að Magnús konungur Eiríksson hafi gefið Há- koni syni sínum Noreg en Eiríki Sviþjóð, en „sjálf- um sér ætlaði hann til ríkis Hálogaland, Island, Fær- eyjar og Hjaltland"1). Þá snerust Norðlingar tili mótstöðu og fóru þá Eyfirðingar til Noregs á ferju, sem þeir keyptu af Þverárstað; en skip þeirra var gert upptækt, þegar þangað kom og menn handtekn- ir. Að öllum líkindum hefir það verið gert í laga- leysi, en konungi mun hafa verið ljúft að bæla alla mótstöðu niður með harðri hendi. Tókst það og fullkomlega. Komst þá á sú verzlun, er Konráð Maurer segir fólgna í þessu: að binda verzlun Island^ við sérstakt konungsleyfi, að leggja gjald á kaupmenn í konungsþágu2) (sekkjagjald), og í þriðja lagi að einoka alla verzlun landsins við Björgvin3). Landsmenn urðu með öðrum orðum að láta sér lynda að konungur tæki sér sjálfum til matar tutt- ugasta hvern fisk af verzlun þeirra. Þeir höfðu þá hvorki skipakost né maundáð til þess að rísa í móti. Af þessum böndum á verzlun og siglingutn og álögum leiddi nú það, að smámsaman dró úr kaup- ferðum íslendinga og Austmanna. Beztu mennirnir drógu sig í hlé og atvinnan lenti að mestu í höndum misindis lausakaupmönnum4). Og að lokum lenti hún nær eingöngu í höndum erlendra manna, Eng- lendinga og Þjóðverja. Versnaði viðskiftahagur Is- lendinga að vísu eigi við þetta, en lokið var nú með öllu skipakosti þeirra litlu fyr, en Kristján 4. bolaði þessa menn burt. Þóttist hann gera það til þess að þegnar hans fengi haginn af verzluninni. Hann var eigi að hugsa um íslendinga hag, en þeir höfðu þá gengið svo frá sér, að þeir urðu að láta sér alt lynda sem títt er um sigraða menn. Var þeim nú runninn i merg og bein skoðun lögmanna og lög- réttu, er þau kærðu skipakaup Guðbrandar fyrir kon- ungi og löldu óþarfa og mikla hœttu að Islend- ingar œttu kaupfar. Hver er hugur manna nú? Skipalaust eyland hlýtur að komast í ánauð. Væ victis! V. Skipalaust land. Þá er Norðmönnum Iá seni mest við að eiga *) Konróð Maurer: Ný fél. XXII. 130. *) Það voru 5%. *) Konróð Maurer: Ný fél. XXII ór 129. *) S. st. 124. *) Konróð Maurer: Ný fél. XXII ár, 122—123.

x

Birkibeinar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.