Birkibeinar - 01.02.1913, Síða 15
BIRKIBEIN AR
23
mæli; peninga fái menn ekki nema með mikilli ofaná-
gjöf, en óþarfa vöru sé neytt upp á menn bæði til
kaups og láns. Þá kvarta þeir yfir að kaupmenn geti
ekki tekið við nærri allri vöru þeirri, sem bjóðist frá
landsmönnum, og í góðu ári varla nema helmiug henn-
ar, og kefji þetta alla atvinnu landsmanna. Þeir geta
og þess með mikilli óánægju, að kaupmenn dragi
allan ábata sinn úr landinu og eyði honum eða verji
Danmörku til gagns einni saman, og helzt Kaup-
mannahöfn, en afræki allar borgaraligar skyldur sin-
ar við ísland“ 2). Sést á þessu að ónægar skipagöng-
ur þykja mönnum þá einna verstar. Að hinum at-
riðunum verður síðar vikið. Óðar en verslunin varð
hóti frjálsari ukust og skipagöngur, þótt enn væri sá
gallinn á, að þær voru bundnar við eitt land. Síðan
1787 hafa þær verið sem hér segir2):
Ár Tala Tala Af hundraði
skipa smálesta frá Danmörku
1787—1800 mt. 55 4366 100
1801—1810 — 42 3531 100
1811 — 1820 — 33 2665 100
1821—1830 — 54 4489 100
1831—1840 — 82 6529 100
1841—1850 — 104 7664 100
1851-1860 — 133 11388 til 54 100 ’55’-60 81
1861—1870 — 146 13991 65.3
1871-1880 — 195 20716 51
1881—1890 — 207 41324 41.s
1891-1900 — 349 62392 28.9
1901-1905 — 385 92101 30.8
1906 . . . . 401 116901 27.4
1907 . . . . 496 163717 40
1908 . . . . 379 139273 35
1909 . . . . 318 116493 30
1910 . . . . 327 125155 23.2
Á þessum skijialista má sjá, að fram til 1854 er
nákvæmlega eins háttað öllum samgöngum vorum
sem var fyrir 1788, neina hvað afarkostirnir voru Iít-
ið eitt mýkri en á verstu tímum einokunarinnar. 011
einkenni úr bænarskránni 1795 eru skýr og auðsæ
fram til 1854. En þá mátti nú vænta að frjáls verzl-
un kæmi einnig lagi á skipagöngur. Hefir það og
orðið svo, því að þá hefst sigling hingað frá ýmsum
löndum og helst nokkuð í hendur við það vörumagn,
l) Jón Siguiðsson: Yerzlun Islans.Ný félagsrit IIIár,58—59.
5) Indriði Einarsson, verzlunarskýrslur íslands 1910, IV.
sem þangað flytst og þaðan kemur1) En Danmörk:
heldur þó meiru af skipagöngunum en því, sem sam-
svarar því vörumagni, er þaðan flytst. Er þess þó
einkum gætanda, að minnst flytst þaðan af dönskum
vörum, heldur eru það að miklum hluta vörur frá
Þýzkalandi og annarstaðar að, sem þangað verða að
fara fyrst fyrir þá sök að verzlunarvegir Islands lengj-
ast og skekkjast, af því að endastöð verzlunarinnar
og yfirráð siglinganna hefir verið og er enn að miklu
leyti i Kaupmannahöfn. Margir kaupmenn fara enn
með ágóða sinn þangað, og toga því í þann endann,
er síður skyldi.
Þetta er vafalaust mesta íjónið af því, að skipa-
göngur sé í annara höndum, að öll verzlun verður
oss erfiðari og óhagstæðari og miklu dýrari. En það
verður engurn tölum talið. Því að fyrst og fremst
er erfitt að leiða getum um það, hversu mikiu hag-
stæðari hún yrði, ef vér ættim sjálfir skipin, og i öðru
lagi verður eigi metið til peninga, að þetta er haft á
tramtakssemi og áhuga vor sjálfra og sviftir vora
menn heilli og mikilsverðri atvinnugrein. Hitt mætti
reikna í peningum, hversu mikið fjártjón það er fyrir
oss, að alt er útborinn eyrir, sem goldið er fyrir
mannflutninga og vöruflutninga. Árið 1911 fekk
„Thore“ 920000 kr. í flutningsgjöldum. Hafi nú
hitt félagið fengið jafnmikið, þá höfum vér borgað
Dönum það ár 1840000 krónur fyrir flutning. Þá
hefir og Björgvinjarfélagið fengið eitthvað. Þótt því
talan hér að framan væri heldur há, þá er þó ekki hátt
farið að telja þeim öllum 2000000 kr. Betur væri
þessir peningar komnir í vasa landa vorra, en þar
mundu þeir lenda, ef vér hefðim skipagöngurnar í
vorum höndum.
Reikna má og í peningum hinn beina skaða af
verri kjörum í samanburði við skárri kjör. I Birki-
beinum, II. ári, bls. 69—70 hefi eg gert það og bygf
á skýrslum frá Þórarni Tuliniusi. Sá reikningur er
láuslega svo, að 10000000 króna liggja ofborgaðar í
vasa „sameinaða félagsins“ komnar úr vasa vor Is-
lendinga. Og næði það félag sömu tökum aftur og tíu
ára samningi, þá mundum vér á þeim tíma skaðast um
hálfa sjöundu millión samanborið við kjör síðustu ára.
ísland er ennþá skipalaust land til verzlunar, þótt
fiskifloti þess sé nokkur og vaxi. Enda hefir það sýnt
sig á þeim kjörum, sein vér höfum átt við að búa.
Þessvegna er nú brýn þörf að athuga hvert stefnir.
Ættum vér nú ekki að þurfa fleiri alda reynzlu til
þess að vita að skipalaust eyland er ánauðugt land.
3) Bjarni Jónsson frá Vogi: Viðskifti Islendinga við aðr-
ar þjóðir bls. 9.