Breiðablik - 01.04.1909, Side 4

Breiðablik - 01.04.1909, Side 4
164 BREIÐABLIK r^JE^3T^3£^2^3^2^3!^3i^3r^3r^3í^3^J^r^3 BLÓÐBAÐIÐ Á KANAANLANDI. ^^ftíVAÐ eftir annað er biblíu- rannsókn þessarra tíma bor- iS á brýn, að hún svifti kristna menn ritning'unni, gjöri hana ónýta, kippi grundvellinum undan trú þeirra. En þetta er fjarstæða ein og mis- sýning. BiblíurannsÓknin er engin árás á biblíuna, því síður á trúna og grund- völi hennar. En hún kennir mönnum að lesa ritninguna í þekkingarljósi vorra tíma. Hið eina, sem hún brýtur bág við og leitast við að burtrýma, er misskiln- ingur fyrri tíma. Guðshugmyndin og allur grundvöllur trúarinnar stendurfast- ari fótum eftir en áður. Biblíurannsókn- in fær kristnum mönnum betri vopn í hendur til að verja með ritningunaog trú sína,enþeir nokkuru sinni áður hafa haft. Eitt torveldasta viðfangsefni gamla testamentisins er guðshugmyndin. Sá guð, sem þar er lýst á svo ótal mörgum stöðum,virðist gjör-ólíkur þeim kærleiks- ríka föður, sem Jesús Kristur boðar. Álíti menn, eins og títt hefir verið, að guð sé að lýsa sjálfum sér í gamta testa- mentinu, hafa menn ávalt verið í vand- ræðum með að gjöra grein fvrir, hví sú lýsing skuli í mörgum efnum þveröfug þeirri, er frelsari mannanna gaf. Þau vandræði hafa svift margan mann trúnni. Lesi menn aftur með þeirri sannfær- ingu, að hér sé menn á frumlegu þroska- stigi að lýsa hugmynd sinni um guðdóm- inn, fellur alt í ljúfa löð. Oss furðar þá eigi lengur, þó hugmyndir um guðdóm- inn sé þá á elztu tímum álíka frumlegar og barnalegar og aðrar hugmyndir í sambandi við lífið og tilveruna. Gamalt og óviðráðanlegt ásteytingar- efni öllum hugsandi mönnum, sem lesið hafa ritninguna í Ijósi gamallar guðfræði, er frásagan í Jósúabók um, hvernig ísra- elsmenn unnu Kanaanland herskildi. Þar virðist langmesta grimdarverk vera framið, sem dæmi eru til í mannkynssög- unni. í tíu kapítulum (3—12) er sagt frá, hvernig herför þessarri hafi verið farið, landið hafi verið unnið á fám vikum, hvert mannsbarn höggið niður,karlmenn, konur og börn og kvikfénaðurinn líka, frá einum landsenda til annars, alt eftir fyrirsögtt og skipan drottins, sem aðstoð- aði Jósúa í öllu þessu (62?). Þó á land- ið að hafa verið fjölbygt, með víggirtum borgum og fjölda fólks, herliði velbúnu að vopnum og vögnum, og gamalli ntenningu. En aðsóknarherinn hálfviltir eyðimerkurbúar (Bedúínar), sem alt hlaut að bresta, er til hernaðar þurfti. Frásögnin byrjar með förinni yfir Jór- dan. Þar verður það stórkostlega tákn, að vatnið, sent að ofan kom, stóð kyrt og hóf sig sem veggur mjög iangt frá, en það, sem rann niður til vatnsins, rann alt til þurðar; og lýðurinn fór yfir um getigt Jeríkó (316), þurrum fótum. Þegar ísra- elsmenn eru komnir yfir um Jórdan,fellur felmtur yfir landið og fólkinu félst hugur (S1), og hliðum Jeríkó-borgar er læst (61); hún er girt háum og rambyggilegum múr- veggjum. ísraelsmenn ganga einu sinni á dag hringinn í kring um múrana með allan her sinn í sex daga samfleytt án þess að gjöra nokkurt áhlaup. En er þeir sjöunda daginn höfðu gengið sjö sinnum kring um múrana, verður sú stórkostlega jartegn, að þeir hrynja öld- ungis sjálfkrafa um leið og blásið er í lúðrana (62°). Þá steypa ísraelsmenn sér inn yfir borgarlýðinn, lýsa banniyfir öllu, sem í borginni er, menn, konur, unga og gamla, naut, sauði og asna, og drepa það alt,nema portkonuna Rahab og fylgi- lið hennar. Hún fær að njóta þess, að hún svíkur þjóð sína og borg með því að leyna tveim njósnarmönnum, er sendir

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.