Breiðablik - 01.04.1909, Side 5

Breiðablik - 01.04.1909, Side 5
BREIÐABLIK voru inn í borgina áöur umsátrið hófst (62°~2s). Aí heitir næsta borgin, sem á að taka (72). Nokkur hluti liðsins er sendut þangað, en bíður ósigfur (4_s). Jósúa verður yfirkominn af harmi, drottinn vitr- ast honum og segir orsökin sé, að ein- hverhafistolið af herfanginu (7II—I2),þann skuli brenna á eldi og alt, sem hann á (715). Rannsókn fer fram við hlutkesti, Akan verður uppvís (718). Þá tekur Jó- súa Akan, syni hans og dætur, uxa hans, asna, sauðfé og tjald og flytur upp í Ak- ordal. Þar var Akan laminn grjóti, en fólk og fé brent í eldi (724). Svo lét drottinn af sinni brennandi reiði (726). Nú er haldið til móts við Aí. Borgar- menn leggja út á móti. ísraelsmetin látast flýja, ginna allan herinn burt frá borginni langa leið, en skilja eftir her í launsátri í grend, er rís nú upp og brenn- ir upp borgina (8'9). Svo er allur herinn brytjaður niður, ásamt þeim, er í borg- inni voru, hvert mannsbarn, tólf þús- undir alls, bæði karlar og konur (825). Konunginum var náð lifandi; var hann hengdur í eik og látinn hanga til kvelds og svo dysjaður utan borgarmúra (829). Til þakklætis fyrir slíkan sigur er drotni reist altari á Ebal-fjalli (83°) og Móse-lög- mál klappað á altarissteinana (8-s2). Gíbeonítar beita slægð og gjöra samn- ing við ísraelsmenn, en eru gjörðir að þrælum fyrir bragðið og sagt þeir skuli höggva skíð og bera vatn handa húsi guðs (g23), sem þó ekki var til fyrr en mörgum öldum síðar á dögum Salómós. Því næst á Jósúa í höggi við fimm Ammoríta konunga. Þá stóðu sól og tungl kyr(!) mitt á himni allan daginn, eftir bæn Jósúa til drottins — ,,þangað til fólkið hafði hefnt sín á óvinum sín- um“ (io*3). Og enginn dagur hefir þessum degi líkur verið, hvorki fyr né síðar, að drottinn skyldi láta að orðum eins manns, því drottinn barðist fyrir ísrael (1014). Konungunum var náð í i65 helli einum. Skipar Jósúa herforingjum sínum að stíga á háls þeim (1024), lætur síðan taka þá af lífi,og hengja upp í fimm eikur; þar hanga þeir til kvelds og eru svo dysjaðir. Svo er hver borgin tekin af annarri, Makeda, Líbna, Lakís, Egl- on, Hebron, Debír. Alls staðar er sama viðkvæðið : Þeir tóku borgina og slógu konunginn sverðseggjum og hvertmanns- barn, sem í henni var, og létu eagan undan komasl. Þannig fór Jósúa her- skildi yfir landið alt, fjallbvgðina, suður- löndin, sléttlendið og láglendið, vann alla þeirra konunga og lét engan mann undan komast; lýsti hann í bann öllu, sem kvikt var, eins og drottinn, guð ísraels hafði boðið (1040). Þegar norðar kemur í landið, mætir Jósúa ógrynni riddaraliðs við Merómvötn (ii4~s), en vinnur sigur eins og ekkert væri. Drott- inn ráðleggur honum að skera sundur hásinar á öllum hestum þeirra og brenna vagna(iit) og það lætur hann sér að kenningu verða. Alls eru taldir upp 31 konungar (12^—24), sem á þenna hátt hafi verið sigraðir af Jósúa. Eftir því hefir heil þjóð verið gjörsamlega upprætt og hvert mannsbarn af lífi tekiö. Annars eru þess hvergi nokkur dæmi í mann- kyns-sögunni. Með þessum hætti eign- ast ísraelsmenn landið helga. Eigum vér nú að trúa þessu orði til orðs, kenna þeim guði, sem vér trúum á, alla þessa grimd, eigna honum alt þetta blóðblað? Nei, en það er þekkingu nú- tímans að þakka og óþreytandi biblíu- rannsók að þeirri óskaplegu byrði er létt af samvizkum manna. Hvaða Ijósi varpar nú þekkingin yfir þessa furðulegu frásögn, sem brjóta virð- ist algjöran bág við allar líkur og alt líkrar tegundar, sem við hefir borið ? Hún bendir fyrst og fremstáaðra frásögn, sem líka er í ritningunni, um sama atriði. Þá frásögn geta allir lesið í Dómarabók i.kap. Sú frásögn, eldri og réttari, sýnir, á hvern hátt ísraelsmönn-

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.