Breiðablik - 01.04.1909, Blaðsíða 6

Breiðablik - 01.04.1909, Blaðsíða 6
BREIÐALBIK 166 um tókst að rySja sér til rúms i landinu. Hún er eigá nærri því eins stórbrotin og söguleg, en hún er senni- legri miklu. Eftir henni virðast smá- hópar ísraelsmanna koma inn í landiö utan úr eyðimörkinni smám saman á löngum tíma. Þeir eru of fámennir og máttvana til að reka þjóðina burt, sem fyrir er í landinu, og henni er um megn að banna þeitn að taka þar bólfestu. Þeir gjöra því samninga milli sín, að búa óáreittir hver við annars hlið og færa sér gæði landsins í nyt eins og frændur, sem þeir líka voru. En ísra- elsmenn eru ung þjóð, upprennandi. Kanaanmenn eru gömul þjóð, sem aftur- för og hnignan er komin í. Þess vegna tekst ísraelsmönnum á Iöngum tíma, einum þrem öldutn, að verða herrar í landinu og ráða þar lögum og lofum,sem þó ekki verður fullkomlega fvrr en á dög- um Salómós. Vér lesum í Dómarabók (i281”1): En sem ísraelslýður efldist, lagði hann skatt á Kanaaníta, en útrýmdi þeim ei öldung- is. Eigi heldur útrýmdi Efraim Kana- anítum, sem bjuggu í Geser, en Kanaan- ítarnir bjuggu á nteðal þeirra í Geser. Sebúlon lit rak og ekki innbyggjendurna í Kítron eður innbyggjendurna í Nahalól, heldurbjuggu Kanaanítar meðal þeirraog voru þeim vinnuskyldir. Og svona áfrani, löng runa. Mynd alt önnur rís hér upp í huga manns af því, hvernig Kanaan- land var unnið en í Jósúabók. Bæði er hún í sjálfu sér miklu sennilegri og svo styðst húnviðsvo mörg atriði önnur, sem menn vita,að hér þarf enginn að veraí vafa. Fleygrúna-töflurnar, sem fundust í Tell-el-Amarna á Egiptalandi og þýddar voru af Winckler 1896, sýna ástandið eins og það var kring um i4oo f. Kr. þá lýtur Kanaanland yfirráðum Egipta. Óspektir allmiklar eru í landi; konungur Babýlóníumanna kvartar um, að lesta- menn sínir sé rændir á leið þeirra gegn um landið. Ymsir kynflokkar eru að brjótast þar inn. Er einn þeirra nefndur Chabiri, sem menn halda að sé Hebrear, þó eigi sé það fullsannað. En það vita menn, að á'tt er við sama fólksflutninga- strautninn og þann, er bar ísraelsmenn inn í landið. Töflurnar sýna, að borgir á Kanaanlandi eru að biðja Egipta um hjálp og taka fram,að eigi þitrfi nema ör- fáa egipzka hermenn, svo nóg sé til varnar, 50, 40, jafnvel 20 muni geta var- ið bæina þessum smáhópum. Sýnir þetta fyrst og fremst, hve landið er varnarlaust og ósjálfbjarga, þar tiæst hve aðsækj- endur eru fáliða og máttvana. Vartiar- garðar munu hafa verið um margar borg- ir. Þegar þeir voru traustir, voru þær nokkurn vegitin óhultar, ef engin svik voru höfð í frammi af bæjarbúum sjálfum. Aðsækjendur brustu þá öll tæki til að koma nokkuru fram, yrði þar eigi vista- skortur. En hann gat eins komið fram hjá aðsóknarliðinu, sem rak að eins smá hjarðir með sér, er þutu óðar frá því langar leiðir, ef eigi var gott beitiland í grend. Stundum ná þeir einni og einni borg fyrir svik einhverra bæjarbúa eða vanrækslu. Þá er alt, lifandi og dautt, bannfært. Guðdónutr sá, sem flokkur- inn trúir á, er álitinn hinn eiginlegi for- ingi hans. Með hátíðlegu heiti er hon- um lofað fyrirfram borginni allri og íbú- um hennar, ef hann hjálpi, og þá verður glæpuraðdraga tiokkuð undan. Sagan um fall Jeríkóborgar sýnir, hve rækilega slík heit kunna að hafa verið efnd við smá- þorp í byrjan herferðar. Að Kanaanland hefir verið unnið smám saman á löngttm tíma af ísraelsmönnum sést af íjðlmörgum dæmum. Um Jerú- salem vita menn, að hún féll eigi í hend- ur þeirra fyr en á dögum Davíðs. Geser var í höndum Kanaaníta, þangað til á dögum Salómós (1K916). Betsan var í höndum þeirra á dögum Sáls (iS3i‘°). Jabín, Hasorskotiungur, er ekki samtím- ismaður Jósúa, en uppi miklu síðar (Dóm^2) á dögum dómaranna. Sikkem

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.