Breiðablik - 01.04.1909, Blaðsíða 7
BREIÐABLIK
167
er borg á miðju þess svæðis, sem ísraels-
menn setjast að á, og er í höndutn Kana-
anmanna alla dómaratíðina á enda
(Dómgi), og Abímelek þar konungur.
Bardaginn við Merómvötn sýnir, hvernig
viðburðir hafa ruglast í hugum seinni
tíma rithöfunda. Sigurinn,sem Jósúa er
látinn vinna, er að mestu leyti eins og
sigur, sem þau vinna Debóra og Barak á
dómaraöldinni á sléttlendinu mikla. For-
ingi óvinanna á báðum stöðum, er Jabin,
Hasorskonungur. í bæði skiftin hafa
Kanverjar ógrynni hervagna og í bæði
skifti er sigur ísraelsmanna algjcr. Sag-
an um sigur Jósúa hefir myndast út af
sögunni um sigur Baraks.
Jósúabók er ekki eiginleg saga, heldur
hugleiðing út af sögulegum viðburðum,
rituð lesendum til trúarstyrkingar. Hún
hvílir að vísu á sögulegum grundvelli,
en aðal-ætlunarverk hennar er að gjöra
dýrð Jahve mikla. Alt margfaldast í
huga höfundarins og verður að yfirnátt-
úrlegum kraftaverkum. Múrveggir Jerí-
kóborgar hrynja sjálfkrafa við yfirnáttúr-
lega jartegn, í stað þess að ísraelsmönn-
um er hleypt inn um eitthvert hliðið af
Rahab með prettum, þegar borgarbúar
halda þeim sé óhætt, umsátrið sé leikur
einn af hálfu eyðimerkurbúa, sem engu
fái til leiðar komið, þó þeir vildi.
Blóðbaðið óskaplega á Kanaanlandi,
sem drottinn á sjálfur að hafa skipað og
komið til leiðarmeð stöðugum jartegnum,
hefir því aldrei átt sér stað, en er hugar-
burður seinni alda. Smáhreður, sem
forfeðurnir hafa átt í, verða að geysi-
miklum orustum milli tveggja stórvelda,
þar sem Jahve ávalt lætur sína menn
bera sigur úr býtum.
Kraftaverkið á sólu og tungli kennir
fram við misskilning. Ut af sigri Baraks
og Debóru, mörgum kynslóðum eftir
dauða Jósúa, myndast Debóru-ljóð (Dóm
52—31). Þau eru eitt af allra-elztu drög-
um tii bókmenta ísraels. Þar er bar-
daganum lýst með þeim skáldlegu um-
mælum, að sól og tungl hafi staðið kyr,
svo dagurinn entist betur til að vinna á
óvinunum. En það er að eins skáld-
skapur. Höfundur Jósúabókar tekur
orðin úr þessum Debóruljóðum og leggur
þau Jósúa í munn og segir út af þeim
sögu um, að kraftaverkið hafi gjörst, að
líkindum eins og sagan hefir spunnist út
af líkingunni í alþýðumunni. í ljóðun-
um eru orðin skáldleg og skiljanleg. í
huga söguritarans verður líkingamál
skáldsins að verulegum viðburði, sem
látinn er fara fram löngu áður en ljóðin
verða til.
Jósúabók er rituð í anda höfundar 5.
Mósebókar og kemur fram með öðrum
sögulegum ritum á tímabilinu 600—56o.
Hún er ritin í guðrækilegum tilgangi, til
að styrkja guðstrú fólksins og hefir ef til
vill gjört það á þeirri tíð. Þess vegna er
það látið fara fram á fám vikum, sem var
að gjörast smátn saman og hægfara, frá
því kring um 1200 og fram á daga Saló-
mós. En vorri guðshugmynd ruglar
þessi frásögn og þess vegna vitum vér,
að hún getur ekki verið sönn. Hún slær
skugga á drottin vorn og frelsara Jes-
úm Krist, því hún gjörir þann guð, er
hann kendi oss að þekkja, að harðstjóra,
hörðum og grimmum. Það er því heilög
skylda voraðleita oss upplýsinga,þangað
til vér komumst að hinu sanna og fáum
skýrt söguna fyrir oss á annan hátt. Nið-
urstaðan verður hér eins og ávalt sú, að
mönnum einum er um þenna skugga að
kenna, en dýrð guðs verður þeim mun
mun meiri, þegar skugginn er horfinn.
Grimdarverk hafa verið framin lík þeim,
seæ sagt er frá, þó stórkostlega sé ýkt.
Þau voru tíð á þeim dögum, sem ekkier
svo mikil furða. En aldrei hafa þau ver-
ið skipuð af drotni, föður vorum og föður
frelsarans. Sumpart hafa menn í fá-
kænsku að eins ímyndað sér það, sum-
part afsakað grimd sína með því.
Óteljandi eru þær skýringar, sem
mönnum hafa hugkvæmst til að samrýna