Breiðablik - 01.04.1909, Page 8
i68
BREIÐABLIK
þessa lýsingf réttri guðshugmynd. Það
hefir veriö álitin næg skýring, að Kana-
anmenn hafi verið svo spiltir, að drott-
inn hafi notað ísraelsmenn eins og böðla
í hendi sér,til að framkvæma réttlátan af-
tökudóm. En það verður undarlegur
dómur, sem eins er látinn ganga yfir sak-
laus börn og skynlausar skepnur. Drott-
inn er jafnvel látinn skipa að beita grimd
við dýrin og skera sundur hásinar hest-
anna, eins og bent var á. Sú guðshug-
mynd, sem Jesús Kristur hefir gefið oss,
hrindir slíkri skýringu frá sér sem óhæfi-
legri og skaðlegri. Hún ruglar hug-
myndum kristinna manna um hið guð-
lega réttlæti sjálft. En réttlætishug-
myndin er ein af grundvallar-hugmynd-
um lífsins og má sízt af öllu raskast.
Hér getur því hver sem vill rekið sig
úr skugga um, að biblíurannsóknin er að
verja og halda hlífiskildi yfir helgustu
óðulum trúar vorrar. Hún rífur alls ekki
niður, heldur reisir við málefni sannleik-
ans. Hún haggar að eins og hrekur
mannlegan misskilning í sambandi við
ritninguna frá eldri og yngri tímum. En
hún gjörir það til þess sannleikurinn
sjálfur birtist mönnunum,dýrlegri og feg-
urri en áður. Einkum leitast hún við að
fægja af flekkina, sem eru á guðshug-
mynd mannanna, svo vér glötum eigi
því aftur, sem Jesús Kristur gaf oss.
UMMÆLI LÚTERS UM BIBLÍUNA.
UÐFRÆÐINGURINN þýzki,
Karl Friedrich August
Kahnis, dáinn 1888, var einn
í hópi merkustu og íhaldsöm-
ustu guðfræðinga áÞýzkalandi
á 19. öld og er hafður í miklum heiðri
hvarvetna í lút. kirkju. Hann reit trú-
frœfti, mikið verk í þrem bindum, sem út
komu á árunum 1861-68 (Dogmatik,
historisch genctisch dargestelt). í þriðja
hindi þess merkilega ritverks (bls. 142 n n)
gjörir hann grein fyrir skoðunum Lúters
á biblíunni og mun enginn gruna hann
um, að hann hafi þar hallað máli, jafn vel
lút. maður og hann var, enda gjörir hann
það ávalt með orðum Lúters sjálfs.
í umræðunum um ritninguna ætti öllum
að þykja fróðlegt að heyra, hvernig sá
maður, er kirkja vor kennir sig við og
bar lút. siðbótar hreyfinguna á herðum
sér, dæmir um biblíuna. Kahnis farast
orð á þessa leið :
„Sjónarmið Lúters er frjálsmannlegt.
Það er jafn-ósamrýmilegt framburði
sögunnar og það er óréttlátt að kenna
hin djörfu orðatiltæki Lúters glappyrðum
gáfumannsins. Einungis sá, sem orðinn
er ritningunni svo innlífaður, að lífs-
reynslan er orðin honum mælikvarði
hinna ólíku andlegu sjónarmiða, er þar
verða á vegi vorum, hefir rétt og köllun
til að kveða upp jafn-sterkan og sannan
dóm, eins og talaði hann um jafningja
sinn. OIl ummæli hans stj'ðjast við sömu
sannfæringuogOrigenes hafði, að heilagur
andi hafi eigi blásið hinum helgu rithöf-
undum í brjóst efni og orðum á einhvern
útvortis hátt, heldur miklu heldur tekið
mannlegar gáfur þeirra í frjálsa þjónustu.
Lúter hefir því eigi rifið ræður spámanna
og postula úr sambandi við rit þeirra, en
haldið því fram,að þeir hafi ritað með lík-
um hætti og þeir töluðu. Um leið og
hann gjörir þenna greinarmun guðlegs
og mannlegs fær hann fastan völl undir
fótum til að tala um ritninguna frá tvenns
konar sjónarmiði: Þó hann nefni bækur
Móse rit heilags anda, er það þó sann-
færing hans, að Móse hafi að mestu leyti
lagað löggjöf sína eftir siðvenjum feðr-
anna. Um spámennina segir hann, að
þeir hafi sjálfir rannsakað Móse og fyrir-
rennara sína og hafi eigi ávalt bygt ofan
á grundvöll þeirra úr gulli og silfri, held-
ur líka úr heyi, hálmi og tré. Um sagna-
ritanina heldur hann því fram, að þar sé
möguleikar fyrir sögulegri ónákvæmni og
þversögli. Jóhannesar guðspjall nefnir
G
1
/