Breiðablik - 01.04.1909, Page 10

Breiðablik - 01.04.1909, Page 10
170 BREIÐABLIK varanleg't. Hinu göfuga æfistarfi Lúters er nú haldið áfram með því að benda á, hvað þar sé hey, hálmur og kornstanga- stúfar, til þess hinn sanni og varanlegi grundvöllur komi þeim mun betur í ljós. Biblíurannsóknin nýja er beint áfram- hald af siðbótarstarfi Lúters. Það sem hann vann á svæði kirkjuvaldsins og erfikenninganna er nú verið að vinna á svæði bókstafsdýrkunar og biblíutrúar. Það er nákvæmlega sama starfið að af- okun mannsandans. Betur og betur kemur það í ljós, hvernig sannur krist- indómur gjörir manninn frjálsan. Afleið- ingin af biblíurannsóknarstarfinu verður nákvæmlega sú sama: Sannari trú, heitari kristindómur. En það virðist nú éigi lengur vera nóg að vera lúterskur á sama hátt og Lút- er. Miklu lúterskari verða menn að vera á stöku stað í kristninni nú á dög- um tilaðfullnægja rétt-trúnaðarkröfunum, heldur en Lúter var. Gæti hann risið úr gröf sinni og lesið sumt af því, sem nú sést á prenti af lúterskum rétt-trúnaði, myndi honum að líkindum verða eitthvað líkt að orði og síra Birni heitnum Hall- dórssyni í Laufási, er hann hafði lesið eitthvað af guðfræði þeirra Missouri- manna : ,,Þetta er nú gott og blessað alt saman. En býsna er það svipað á bragðið of hangnu hangikjöt.i.“ Sjálfsagt væri nú aumingja Lútergrun- aður um að vera únítar, ef hann væri uppi með oss íslendingum. __íílÚsíÍisíiíÍ! SAKBORNINGUR SÝKN, UNZ SANN- UR AD. SÖK. INN af prestum kirkjufélags- | (- ins, síra Rúnólfur Marteins- son á Gimli, er í síðustu Sam. að sýna þeim, sem forvitnir kunna að vera, hvaða hug hann ber til mín og hvernig skilningur hans er á deilu- málunum. Eigi verður nokkurra rök- semda vart eða sannana fyrir þeim mál- stað, sem búast mátti við að hann reyndt að verja. Enginn verður neitis fróðari um nokkurt deiluatriði. Engu reynt að hrinda, sem sagt hefir verið. Enga skoð- an leitast við að styðja, sem andæft hefir verið. En tvent virðist vaka fyrir þessum bróður mínum, sem hrindir honum út í bardagann. Annað er að sýna fram á, hve lélegur maður eg sé. Hitt að gefa í skyn og leitast við að koma inn í með- vitund matina, að eg sé únítar. Vita- skuld eru þetta einu vopnin, sem beitt hefir verið gegn mér frá upphafi og naunt- ast við að búast, að hann hafi komið auga á önnur betri. Fyrra atriðið, hve lélegur rnaður eg sé, leitast höfundurinn við að styðja með tvennu. Fyrst og fremst því, að eg hafi fyllilega gefið í skyn, ,,að Sam. væri eina málgagn myrkursins á jörðinni“. Eg kannast ekki við það, veit aldrei til, að eg hafi hugsað slíkt né ritað. Það er skáldskapur prestsins á Gimli, og kem- ur mér alls ekkert við, hvorki til sæmdar né vansæmdar. Ann eg skáldinu alls sómans og skal ekki fella neinn dóm á. Um þetta má samt með sanni segja það. sem sagt var um sumar kenningar rímna- skáldanna: Hér er kenning, sem eig' verður heimfærð. En slíkar kenningar þóttu sjaldan til bóta. Þar næst er það fært því til sönnunar, hve lélegan mann eg hafi að geyma, að ,,gloppur“ sé á kærleikanum í Breiðablik- um. Nú kemur eitthvað, sem um mun- ar, hugsaði eg. Eina gloppan, sem þar er sýnd, er sú, að eg hafi eigi þakkað rit- stjóra Sam. í sumar, sem leið, fyrir frammistöðuna! Það var nú Ijóta kær- leiksgloppan, þó eg færi ekki að stríða honum með því! En mér hafa orðið manna dæmi. Sjálfur systursonurinn og kapelláninn lendir í sömu gloppunni. Eg hefi ekkert séð frá honum í þakklætis-

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.