Breiðablik - 01.04.1909, Qupperneq 15
BREIÐABLIK
175
þjóðum. Hugmyndir biblíunnar eru grundvöll-
ur að hugsanalífi mannanna. Ósjálírátt snyst
andlegt líí þeirra um þær hugmyndir, sem þar
eru mergur málsins. iiigi stendur því á sama,
hvernig orðalag biblíumálsins er. hver ný bibl-
íuþýðing, sern út helir komið, hefir ávalt vakið
megnan mótþróa og andblástur íhaldsamra
rnanna og þröngsýnna, er álíta að öllum kristin-
dómi se kollvarpað við hverja smá tilbreyting,
sem gjörð er, eins þó það sé bersýnileg lagíær-
ing á röngum skilningi til rétts. Húast má við,
að örlög þessarrar nýju þýðingar verði eitthvað
svipuð örlöguin eldri systra hennar. Biblíulélag-
ið brezka, sein af velvild hljóp undir bagga með
útgáfu kostnaðjhefir þegar fengið smjörþefinn af
þeim andblástri úr tveim áttum, sem er þó eigin-
lega sú sama. Átti hvorki meira né minna en
koma í veg fyrir, að þessi biblíuþýðing fengi að
birtast, af því einhverir voru hræddir um, að
hún kynni að hrófla eitthvað við þeim kreddunum
sem þeim er annast um. Svo römm getur ljós-
fælnin orðið. En andi biblíunnar, sem er andi
Jesú Krists, hefir ráðið, og nú kemst hún öllum í
hendur, er hafa vilja. Vona eg þeir verði marg-
ir, sem lesa hana með fögnuði og áfergju.
Gamla testamentið verður nú í augum margra
svo girnilegt, að það biður að lesa sig. Aðal-
kosturinn sá, að það mikla mál kemur mönn-
um svo miklu nær en áður Öllum verður aug-
Ijóst, að hér eru bókmentir eins og hverjar aðrar
bókmentir, glæsilegar bókmentir þar sem fjallað
er um helgustu viðfangsefni mannsandans og
þeim lyft upp í æðra veldi en í nokkurri bók ann-
arri. Menn sjá hér fyrir sér mannaverk með öll-
um mannlegum einkennum, en finna guðs anda
blása á móti sér með vaxanda afli eftir því sem
lengur er lesið og betur atbugað.
Hafi fyrri biblíuþýðingar haft stórvægileg á-
hrif á trúarhuginyndir manna, er enginn efi á að
þessi hefir það, þó eigi komi það þegar í Ijós.
Hún gefur þeim trúarhugmyndum öllum byr und-
ir vængi, sem á næstliðnum tímum hafa verið að
láta flugfjaðrir vaxa. En hún kippir að sama
skapi fótum undan þeirri biblíudýrkan, sem gjört
heflr ritninguna að jarli guðs hér á jörðu, — páfa
jafn-hættulegum þeim, sem mótmælendur eitt
sinn brutust undan. Það er mikið ætlunarverk
að gjöra grein fyrir, á hvern hátt og í hverjum at-
riðum þessi nýja þýðing brýtur bág við eldri og
úreltar trúarhugmyndir og verður eigi gjört
nema smám saman og með löngum tíma. Hver
athugall lesari mun verða þess var, áður hann
hefir lesið lengi, í nýja testamentinu eigi sízt.
I gamla test. vekur það eigi sízt eftirtekt, að
guðsnafnið er breytt. Par sem áðurstóð Jehóva
eða drottinn, stendur alstaðar J a h v e* Svo
nefndu Gyðingar (Israelsmenn og Hebrear),
þann guð, er þeir trúðu á, eftir því, sem menn
halda. Fullri vissu vita menn eigi, hvort sú
mynd nafnsins er rétt eða eigi. Af hjátrúar-
fullri lotningu var guðs nafnið eigi lesið eða
framborið á seinni tímum með Gyðingum, en
annað orð, a d o n a i, sem þýðir drottinn eða
herra, nefnt í stað þess þegar lesið var, svo hin
rétta orðmynd gleymdist, en að eins samhljóðar
eftir í textanum, sem enginn vissi, hvernig átti
fram að bera. Voru þá hljóðstafir teknir úr orð-
inu a d o n a i og settir inn á milli samhljóða hins
gleymda orðs. A þann hátt myndaðist J e h ó v a,
sem vitaskuld er tilbúningur út í hött. Jahve er
hið réttasta,sem fullkomnasta þekking hebreskr-
ar tungu hefir komist að. Blessunaroi ðin (4M6
22—26) hljóða nú svo :
Jahve blessi þig og varðveiti þig !
Jahve láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér
náðugur !
Jahve upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér
frið.
Þeim mönnum öllum, er að þýðing þessarri
hafa unnið, og þjóð vorri, sem hennar á að njóta,
árna eg allrar blessunar af starfinu. Eg vona,
að biblían verði henni til meiri andlegrar auð-
legðar nú en nokkuru sinni áður. Að hún finni í
henni himneskan föður sinn og frelsara eftir því
betur sem hún betur lætur sér lánast að gjöra
greinarmun þess, er varanlegt gildi hefir, og
hins, sem ófullkomnum skilningi manna er um að
kenna.
Ráð fíflsins.
Eftir JUHANI AHO,
vellinum milli ráðhússins og
kirkjunnar hafði alls konar
pyndingarfærum verið safn-
að saman — g-apastokkum,
þumalskrúfum,gaddastólum,
g'addatunnum og eldheitum
töngum. Á vellinum miðjum var köstur-
inn og píslarstaurinn,hvortveggja albúið,
að taka við trúvillingnum, ef hanti skyldi
þverskallast að játa villu sins vegar,
tifneita með eiði trúarvillu sinni og varpa
sér í fang kaþólskrar kirkju, sem ein
hefir hjálpræði að bjóða,
Þeir hengja hann á höndum upp um
bita og láta hann hanga þar með þungum
lóðum, bundnum við fætur honum. En
hann æpti að eins :
,,Eg gjöri enga játningu ! Eg vinn
engan neitunareið ! Eg skal ekki gef-
akt upp ! “
Þeir fara með hann að gaddastólnum,
en mótmæli hans hljóma að eins hærra í
eyrum kvalaranna og mannfjöldans, sem
safnast hefir sarnan á vellinum, í stræt-
unum, á húsþökunum og í gluggunum.
Þeir klípa hann glóðheitum töngum,
þangað til hörundið sviðnar—en árang-
urslaust. Hann játar ekkert, afneitar
engu, gefst ekki upp.
Trúvilludómstjórinn—kardínálinn, sem
komið hafði eftir skipan páfa frá hinni
miklu Rómaborg til að bæla villitrúna
niður—hefir enga hugmynd um, hvernig
hann á að fara með þenna þráláta mann.
Að hann játi sök sína, að hann afneiti