Breiðablik - 01.08.1909, Side 1

Breiðablik - 01.08.1909, Side 1
BREIÐABLIK. Mánaöarrit til stuöning’s íslenzkri menning. FRIÐRIK J. BERGMANN RITSTJÓRI IV. Ár. ÁGÚST 1909. Nr. 3. U ppskeran. V E hyg'gileg og heppileg' yfirlýsing" síð- asta kirkjuþings hafi verið fyrir kirkjufélag- ið og framtíð þess, sést bezt á því, að nú þeg- ar, tæpum tveim mánuðum eftir kirkjuþing, hafa sjö söfnuðir sagt sig úr kirkjufélaginu. Hverjar eru ástæðurnar? Ein ástæðan er sú, að kirkju- þingið löghelgar stefnu Samein- ingarinnar sem réttmæta stefnu kirkjufélagsins. Nú stendur svo á, að ekkert eru menn alment jafn-óánægðir með í kirkjufélaginu og stefnu þessa málgagns. Hún hefir verið söfn- uðunum svo á móti skapi lengst af, að naumast mun nokkurt vest- uríslenzt blað né tímarit hafa verið jafn-lítið lesið, né átt eins litlum vinsældum að fagna og Sam. En aldrei hefir þó kveðið jafn-ramt að því og þetta síðasta ár. Hvað kemur til ? Vel og vandvirknislega hefir þar verið gengið frá mörgu. Pappír- inn góður, prentvillur fáar, mál fremur vandað. Rithöfundsblær glöggur og greinilegur yfir flestu eða öllu, sem þar er eftir ritstjór- ann sjálfan. Mörg hugleiðing góð, og nýtileg hugsan, einkum framan af árum, sem veitt var eft- irtekt af þeim, er lásu, eigi að eins vestan hafs, heldur austan líka. Áhuginn fyrir kristindómi þjóð- ar vorrar heitur, svo eitt sinn var vonað af nokkurum, að þaðan myndi alda renna svo hlý og heit, að hún vekti nýjan gróður á trúar- lífsakri þjóðar vorrar. En því miður varð sú von skammæ. Naumast mun nú nokkur ala hana lengur í brjósti, nema ef vera skyldi þeir fáu, sem nú hrista þar mest blek úr penna. Og jafnvel þeir sýnast farnir að örvænta. H

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.