Breiðablik - 01.08.1909, Side 2

Breiðablik - 01.08.1909, Side 2
34 BREIÐABLIK Áhuginn finst mönnum nú orð- inn að ofstæki og umburðarleysi svo römmu, að eigi finnnist nokk- ur líki þess í þjóðlífl voru, í and- iegum efnum. Eftir því sem sjón- deildarhringurinn hefirsmám sam- an þrengst, hefir dómsýkin að sama skapi vaxið. Allar skoðan- ir og skýringar á svæði trúarinn- ar aðrar en hennar, eru lýstar í bann jafn-ótt og fram koma, sem heiðindómur og únitaratrú, hvað lítið frábreyttar sem eru. Kristni og kristindómsleiðtogar á fósturjörðu vorri fyrirdæmt meir og meir með æ gífurlegri orðum. Þar er nú alt að stefna norður og niður, eftir því sem lífsteiknin verða fleiri. Reynt að spretta á blóðböndin, eitt eftir annað, er tengja andlegt líf þjóðarbrots- ins hér við andlegt líf heildarinnar þar, til að knýja hér fram kristin- dómstegund, er þjóð vor hefir haft ógeð á frá því hún fyrst man eftir sér. Böndin reirð fastar og fastar, til þess eigi sé unt að hræra legg né lið, leitast við að hneppa í hlekki einnar skoðunar um aldur og æfi — eins og Promeþevs forðum var bundinn hlekkjum við Kákasus- fjall. Og þar eiga menn að dúsa hjálparvana, þó gammur efasemd- anna slíti iðrin og rætur hjartans hvern dag, sem drottinn gefur. Meðan eigi heyrist hósti né stuna er bandinginn látinn í friði. En fari hann að bera sig illa og sparka í böndin, er ókvæðisorðum látið rigna. Með þeim er hver óspart grýttur, sem er svo djarfur að opna munninn, og skýra fyrir sér eitt og annað í trú sinni eftir því ljósi, sem honum er gefið. Þetta er stefna Sam. sem stend- ur. Hátíðlega var sú yfirlýsing gjör á kirkjuþingi, að þetta væri réttmæt stefna kirkjufélagsins. Þá brast bogastrengurinn. Þan- þolinu var ofboðið. Þegar kirkju- þingsyfirlýsing þrýsti löghelgis- innsigli á þessa stefnu, rísa leik- menn safnaðanna upp, hópum saman, og segja: I þessum Surtshelli eigum vér eigi heima lengur. Hér er sann- arlega ekkert sáluhjálparatriði að vera. Miklu fremur verður hver, sem finnur til mótmæla samvizku sinnar, að leita útgöngu þegar í stað, svo hann líði ekki tjón ásálu sinni. Og svo ganga þeir út, þögulir og þungir í skapi hver á fætur öðrum. Hvað annað geta þeir gjört? Er þeim mönnum nokkur annar vegur fær, sem geyma skoðanir í hjarta, er þeim eru að minsta kosti jafn-heilagar og hinum, sem fyrirdæma þær og lýsa rétt- lausar, eru sínar skoðanir? Ber sá maður nokkura virðingu fyrir sjálfum sér, sem lætur binda samvizku sína og traðka trú sinni ? Og er það eigi sjálfsögð skylda gagnvart guði, sannleikanum og kirkjufélaginu að láta mótmæl- in verða sem allra-sterkust, ef verða mætti að augu manna opn-

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.