Breiðablik - 01.08.1909, Page 7
\
BREIÐABLIK
39
sinn. Og það er satt. En myndi frels-
arinn hafa staðhæft þetta, ef það stæði
hvergi? Þó það standi ekki ílög'málinu,
stendur það í Sálmunum. Hann hefir
einmitt bölbænirnar í huga, þenna mikla
ásteytingarstein í meðvitund nútíðar-
mannsins. Og hann segir: Þetta er
rangt, hafnið þessu. Eg gef yður annað
fullkomnara.
Jesús ávítaði (Lk9í4) lærisveina sína
fyrir að vilja taka sér einn af spámönn-
um g. t. til fyrirmyndar (2K110 13 ), ein-
mitt þegar guð hafði léð honum mátt
sinn til að vinna kraftaverk eftir frá-
sögninni.
Frelsarinn nemur hjónaskilnað úr gildi
(5M241 ), og segir, að Móse hafi leyft
manni að gefa konu sinni skilnaðarskrá,
vegna hjartaharðúðar lýðsins. Það var
frá manninum Móse og átti að gilda að
eins um stundarsakir, en ekki að eiiífu,
eins og Gyðingum skildist. Þeir álitu
lögmálið eilíft, og óbreytanlegt eins og
guð sjálfan. Enda er það sjálfsagt, ef
orð lögmálsins eru skoðuð sem orð af
guðs munni. Þá er eigi unt að hrófla við
lögmálinu, nema raska um leið eðli guðs.
Frelsarinn blés það burt eins og ryk, hve
nær sem það var í hans augum ófullkom-
ið og ranglátt.
Það stóð í lögmálinu, að kona, sem
sönn væri að hórdómi, skyldi grýtast
(5M22z324). Slíka konu höfðu fræðimenn
og Farísear eitt sinn leitt til hans inn í
musterið og spurt hann, hvað gjöra
skyldi. Sá yðar, sem syndlaus er, kasti
fyrstur steini á hana (Jóh8ú. Lögmál-
ið var honum enginn heilagur fjötur, er
ekki mátti snerta. Hann sparn því af sér,
hve nær sem honum leizt.
Langur kafli í lögmálinu er um það, að
Jahve megi að eins dýrka á eitium stað
(5M12). Sá staður var musterið í Jerú-
salem, enda var guð hvergi dýrkaður í
eiginlegum skilningi eftir hugmyndum
Gyðinga á holdsvistardögum frelsarans
nema þar, því hvergi mátti fórnfæra,
nema þar. En er Jesús átti tal við sam-
versku konuna við brunninn, sagði hann,
að sú stund kæmi, að guð yrði hvorki til-
beðinn á fjallinu Garizim né í Jerúsalem
(Jóh421) og gaf henni að skilja, að sá
tími væri kominn, að sönn guðsdýrkan
væri ekki bundin við stund, né stað, né
helgisiði, tté fórnfæringar. Þessi fyrir-
skipan lögmálsins um, að guð mætti
dýrka að eins á einum stað, er öldungis
gengin úr gildi í huga hans, eins og hún
hefði aldrei verið til. Enda var hann
kærður fyrir, ;tð hafa prédikaðgegn þess-
um heilag'a stað og lögmálinu (Psó1^) og
líflátinn.
Lögmálið bannaði að vinna nokkurt
verk áhvíldardegi og lá lífiát við (2^31'+)
og þau orð töluð af guði sjálfum eftir frá-
sögninni. En Jesús setur sig út til að
brjóta þetta lögmál og vinnurhvert misk-
unnarverkið á fætur öðru á hvíldardegi,
Faríseum og fræðimönnum til storkunar.
Hann tekur öldungis ekki hart á neinum
fyrir að vinna hvert nauðsynlegt verk, en
álítur það sjálfsagt. Þó hefir hann víst
nokkurum sinnum fengið að heyra þetta:
Hver sem þá vinnur nokkurt verk, sá
maður skal upprættur verða úr þjóð sinni.
Hann sagði blátt áfram, að mannsins
sonur væri herra hvíldardagsins og að
hann væri til mannsins vegna. Hann lét
ekkert lögmál binda sig. Það tjáði alls
ekki að vitna til þess, þegar hann hafði
eitthvað betra og sannara að bjóða. Hitt
staðfesti hann, sem ævarandi gildi hefir.
Sumt lagfærði hann og gaf dýpri merk-
ingu. En sumt nam hann algjörlega úr
gildi.
Þegar hann segir, að ekki muni einn
bókstafur eða stafstrik lögmálsins líða
undir lok, unz það sé alt fullkomnað (Mt
518), bendir hann einmitt á,að lögmálið
gildi að eins um stundarsakir, þangað til
annað fullkomnara komi í staðinn. En
einmitt þetta stutta stundargildi þess
bendir á, að það sé frá mönnum, þeir sé
höfundar þess, en eigi óumbreytanlegur