Breiðablik - 01.08.1909, Blaðsíða 10

Breiðablik - 01.08.1909, Blaðsíða 10
42 BREIÐABLIK ast beztu og helztu mönnum þjóöar vorr- ar, kynnast íslenzkum hugsunarhætti, skilja lunderni þjóðar sirnar og komast aö raun um,á hvern hátt henni er eölileg- ast aö hugfsa um trúarbrögðin og tileinka sér. Og það myndi styrkur ómetanleg'ur íslenzku þjóöerni hér, að fá presta með amerískan starfshug, sem þeir heföi drukkiö í sig við undirbúningsskólana hér, en íslenzka guðfræðimentan, er gerði þá að hæfum leiðtogum islenzkra safnaða og eflt gæti íslenzkan kristindóm og íslenzkt þjóðerni jöfnum höndum. Guðfræðimentanin í lútersku skólunum hér er svo vaxin, að þeir sem ekki hafa nasasjón af annarri guðfræði en þeirri, sem þarer boðin, eru ekki hentug prest- efni íslenzkum söfnuðum, eins og reynsl- an er betur og betur að sýna. Það bless- ast aldrei—getur ekki blessast. Það er önnur tegund kristindóms, ólík þeirri, sem vér íslendingar erum vanir og vaxnir til að skilja; vér höfum ekki það amilega vaxtarlag. íslenzka lundin fellir sig ekki við hana. Hún er sjálfsagt eðlileg \>essuPennzj>lvania-Ðutc/i-fó\k\,semmargt hefir til síns ágætis, en er að flestu leyti íslendin gum afar-ólíkt. Það er sögð sú íhaldsamasta tegund Þjóðverja, sem til er, í öllum sköpuðum hlutum. Er líka eini þjóðflokkurinn, sem frægur hefir orð- ið fyrir að mynda sérstaka mállýzku hér í landi, með sérstökum málmyndum, of- urmikið hrognamál vitaskuld, en þó til á því fáeinar bækur. Hví skyldum við íslendingar, með alt önnur og gagn-ólík þjóðar einkenni, með augað blínandi á fjallstindinn, hvar sem vér förum, sækja það hingað í fram- faralandið frjálsa að verða Pennsylvania- Dutch í hugsunarhætti og trúarbrögð- um ? Mótspyrnan, sem kirkjufélagsskapur íslendinga hefir átt við að etja hin síðari ár, síðan prestum tók svo mjög að fjölga frá Chieago-skólanum, er að langmestu leyti af þessum rótum runnin. íslend- ingurinn getur ekki kingt þessarri teg- und kristindóms. Honum býður við henni, hann getur ekki að því gjört. Orsökin til þess að íslenzkir leikmenn eru nú farnir að þola svo illa loftslagið andlega í kirkjufélaginu er að ekki svo litlu leyti þessi. Það er íslenzkt þjóðerni, sem gjörir uppreist, þegar á að fara að innlima það öðru, andlega rammógeð- feldu og nauðaógirnilega þjóðerni—Penn- sylvania Dutch. En það var um prestaskólann í Reykja- vík, sem eg var að tala. Alveg nýlega var verið að koma því inn í huga nokk- urra leikmanna,að prestaskólinn íslenzki væri mesta afmán, siðferðileg spillingar- stía með óhóflegri áfengisnautn og jafn- vel kennararnir, sérstaklega einn, væri áfengi hlyntir. Það er óhætt að fullvrða, að þetta er uppspuni einn og ti’ búning- ur, en sýnir hvernig talað er. Samþykt var á Þingvelli yfirlýsing um, að æskilegt væri, að komið yrði á við prestaskólann í sumarleyfinu stuttu vís- indalega námsskeiði fyrir presta með fyrirlestrum og samræðum. Fekk sú hugmynd ágætan byr. Sýnir þetta, hve ant prestastéttin lætur sér nú um að afla sér allrar þeirrar þekkingar, er staðan heimtar. í sömu yfirlýsingu skoraði fundur- inn á alþingi að veita guðfræði kandídöt- um ríflegan styrk í eitt ár til dvalar er- lendis, þeim til fullkomnunar í ment sinni. Með þessu og þvíliku móti er presta- stétt íslands nú um þessar mundir að vinna sér helgi og virðingu með þjóð vorri, þegar vér hérna megin erum að glata hvorttveggja. Þegar hér er verið að hrinda fólkinu út úr kirkjunni, eru þeir þarað draga inn í hana—opna dyr 04 glugga upp á víðan vegg, svo loft verði heilnæmt og vistlegt og girnilegt þar inn að koma. En hér eru gluggatjöld á sömu stund dregin niður, eins og dauðinn sé inni fyrir.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.