Breiðablik - 01.08.1909, Qupperneq 12

Breiðablik - 01.08.1909, Qupperneq 12
Sleginn lofteldi til bana 16 ára gamall, 16. júlí 1909 að heimili foreldra sinna, Markerville, Alta. I. Ritað á blómsveig;. Hvar sem fyrir hug; þig- ber Hjörtun okkar fylgja þér. II. Um leið og gengið var frá gröfinni. Við þökkum vandamönnum og vinum hjartanlega fyrir hlut- tekninguna, og honum, sem hérna verður eftir, fyrir sonarlega sam- veru. Okkur var hann vænn sonur og systkinum sínum góður bróðir. Eg vissi hann aldrei viljandi bregðast sínum betri dreng. Lengra líf hefði getað gert hann að meiri manni, aldrei betri. Um hann er eg ó«hultur. Góðum manni getur hvergi farnast illa, og alt það af hotium, sem kent gat til og illa farið um,hvílir nú í kist- unni hérna, og kennir sér aldrei meins, Hann hefir gert endur- minningarnar mínar auðugri, og þó mér sé sárt að sjá honum svona á bak, væri þó auða skarðið í æfina mína enn þá hörmulegra, hefði eg aldrei átt hann og aldrei notið ánægjunnar, sem eg hafði af hon- iim. Þ»ökk og blessun mín fylgja þér, barnið mitt, meðan eg lifi. Verið þið sælir dag eftir dag, Duftinu háðir, Fallnir í gröfina í fóstbræðralag Frændurnirí) báði»*. Úr bréfi, 29. júlí 1909. Alt líf verður gengt, meðan hugur og hðnd Og hjartað er fært til að vinna — Og gröfin er ljúf fyrir geiglausa önd Og gott er að deyja til sinna. STEPHAN G. STEPHANSSON. ) Systursonur skáldsins dáinn fyrir skömmu.

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.