Breiðablik - 01.08.1909, Page 13
BREIÐABLIK
45
BROS GUÐSMÓÐUR.
Saga frá Flórens.
Eftir BÖRGE JANSSEN.
ÓLIN hellir geislum sínum
yfir Ftorenza la bella, yfir
gylta turna og múrtinda, yfir
klaustur ofj kirkjur, og út úr
þeim streymir titrandí klukkn-
ahljómur.
Hún hellir geislum yfir riddaradeild,
sem kemur að sunnan og stefnir beint
til Blómaborg-ar. Nú nemur hún staöar
viö girðingarstólpann, sem skreyttur er
Fiorenza-liljunni, þar sem komið veröur
fyrst auga á turnana. Fremsti riddarinn
sveiflar hjálmi sínum og kallar :
,,Eg heilsa þér, borg borganna, feg-
ursta í heimi,því itinan múra þinna geym-
ir þú Ginevra Amieri, heitmey mína hina
fögru.” Þá glitraöi stálið í mörgum
hjálmum, er sveifiað var fram og aftur
um leið og hrópað var : ,,Lengi lifi
Fiorenza-liljan, Gínevra hin fagra 1”
Og sveitin hélt áfram gegn um blóm-
lega víngaröa og græna olíuviðarlunda,
yfir beitilönd meö hjörðum og hjarðsvein-
um, er lengi standa, blínandi augum eftir
hersveitinni glöðu—fram hjá borgargálg-
unum, sem hræfuglar flugu kring um ;
seinast fór hún yfir vindubrúna, gegn um
hvelfda hliðið og áfram eftir öngstræti.
En hér varð að fara hægt, því múgurinn
var mikili, heiðursmenn og skrílmenni,
borgarbúar og bændur, svártklæddir
prestar, mórauðir niunkar, fræðimenn
með blekbyttur og fjaðrapenna á hátíð-
inni.
Á Mercato Vecchio-stræti hellir sólin
geislum yfir marglita búninga bændanna.
Á Mercato Nuova-stræti glitrar gull og
silfur peninga-mangaranna á grænum
borðum í bogagöngunum.
Hávaði þúsund radda og klukkna-
hljómur mikill fyllir loftið. Kallarar
borgarinnar berja bumbur sínar og
hrópa, að fyrir myrkur muni óbótamaður
hengdur í gálga. Þaroa hetír tannlækn-
ir komið fyrir borðum sínum. tarna er
járnsmiður að járna hesta fyrir smiðju-
dyrum. Þarna piltur og stúlka að tefla
kotru á þröskuldi. Þarna trésmiður að
reka nagla og þarna þjóta neistar frá afli
og reykjarkúfar þyrlast um alt. Við
brunnana eru meyjar að sækja vatn í
gtófagra koparkatla og fá ef til vill
koss um leið á rósfagrar varir.
Ódaunn frá litarhúsum og sútarabúð-
um blandast reykelsisilm frá kirkjunum.
Og suðræna sólin dreifir gullnum roða
yfir alt. Mestur er dýrðarljóminn yfir
Francisco Agolanti, sem ríður gegn um
borgina, hróðugur og telur sér sigur
vísan. En brúði hans, Gínevra hinni
fögru, og einum öðrum, skín engin sól.
Og þessi annar er Antonio Rodinelli,
sem elskar Gínevra mikilli ást og sterkri.
Sé nokkur ást í heimi sterkari en hans,
er það sú, >em hún hefir helgað honum.
Um messutímann —guðsmóðir fyrirgefi
þeim syndina—hafa þau haft leyni-
fundi hjá Mercato og fyrir framan
gimsteinabúðirnar á Ponte Vecchio, þar
sem múgurinn er oft mikill, hafa þau
þrýst höndum hvort annars. En til hvers
var þetta alt ? Hún var Donati og auð-
ug. Hann einungis Cecchi og fátækur.
Boð höfðu komið og bréf frá föður
Francisco Agolanti de Ester, er sögðu,
að bæði honum og guði þóknaðist, að
sonur hans og Ginevra tengdu de Esters
og Donati ættirnar saman. Göfugra
hlekk var naumast unt að finna á allri
Ítalíu, og þess vegna var það vilji (öður
Ginevru að hann skyldi kveiktur.
Tár og bænir bötuðu ekki, né held-
ur mátti hin milda móðir Jesú hjálpa, því
lengi höfðu Antonio og Ginevra grát-