Breiðablik - 01.08.1909, Blaðsíða 14
46
B R EhI Ð A B L I K
bænt hana um líkn. Ekkert var fyrir
hana eftir aÖ gjöra annaö en beygja fagra
hálsinn sinn, þar sem föður-viljinn er
sama sem guðs vilji.
Og nú ríður brúðguminn inn í húsa-
garðinn. Tveim stundum síðar taka
klukkur Maria del Fiore að hringja og
þegar lúðrar og bumbur kveða við,
gengur boðsfólkið í kirkju.
Iðjuleysingjar og beiningamenn hrópa
evviva (lengi lifi), því þjónar Donatihúss-
ins kasta hnefafylli af smápeningum í
þá. En fyrir fætur brúðinni strá feg-
urstu meyjar Fiorenza bárauðustu Fior-
enza-rósunum. En kinnar Ginevra eru
hvítar og lýðurinn lætur sér um munn
fara, að eigi líti svo út sem hún sé á leið
upp að altarinu, heldur á leið til grafar.
Og klukkurnar halda áfram aðhringja,
en undir hjartans verða dýpri við hvert
slag.
Klukknahljómurinn berst yfir borgina,
yfir Ponte Vecchió við ána, þar sem An-
tonio Rodinelli stendur og blínir niður í
vatnið.
Snekkja breiðir hvíta vængi, vindurinn
sveigirþá, hún ristir gegn um vatnið og
skundar á haf út. Og hugsanir hans
verða samferða, langt, langt út í heim-
inn og geiminn ; þangað vildi hann líka
halda.
Einmitt í þeim svifum verður hann
klukknahljómsins var, blóðið stekkur
fram í kinnar hans og hann grípur rýting
í hönd sér. Hví stendur hann ekki
Francisco Agolanti í hjartastað,—hjart-
anu, sem nú fær að slá upp að—
Höndin skelfur, blóðið bullar í æðum
hans—er enn þá tími til—ef til vill eru
hendur þeirra enn eigi tengdar fyrir alt-
ari guðs—,en þá fallast honum hendur,
hann brosir til hálfs, því hann heyrir
rödd hennar og síðustu orð : ,,Antonio,
eina yndið mitt í lífinu, aldrei skal eg
elska neinn nema þig ; við skulum dag
hvern hrópa til mildrar Jesú-móður.
Með því móti gæti það orðið, að hún á
himni leiddi okkur saman“
Hann rendi augum í kring eins og
til rannsóknar, hvort hjálp væri í vænd-
um. Augun raunalegu þöndust upp,
því þarna fyrir ofan járn-handrið brúar-
innar sér hann gamla altarið með líkneski
Maríu meyjar. Og honum virðist hún
benda sér með höfði að koma, hann flýtir
sér til móts við hana, fellur á kné, biður,
ákaft, eins og sá fær einn beðið, sem
staddur er í ítrustu angist.
í sama mund stígur önnur bæn til
himna og það er líka bæn fyrir velferð
tveggja sálna, sem elskast. Hún stígur
upp frá veizlusal Ginevra Amieri, þar sem
brúðurin eftir giftingarathöfnina hefir
gengið til herbergis síns, meðan borð eru
búin. Á knjám frammi fyrir mynd Maríu
meyjar bað hún þessa bæn :
“Blessaða tnóðir, lít niður til dóttur
þinnar,sem af engit athvarfi veit á jörðu í
ítrustu neyð sinni. Reiðst þú mér eigi,
en á öllu jarðríki er að eins einn, sem eg
elska, lát mig komast til hans. Eg veit
eigi, hvernig þetta má verða, en þú sem
alt veizt, þú skilur og þú munt hjálpa
dóttur þinni. “
Og nú voru bumbur barðar, tilað kalla
menn saman inn í veizlusalinn niðri og
hún fór ofan eins og fætur toguðu.
En klukkur fóru eftir strætum og
hringdu, því plágan mikla var komin til
Fiorenza.
Dag eftir dag æddi hún ákatar og á-
kafar og ekkert fekk stöðvað. Fyrst
hengdu þeir lækninn lærða, Antonio frá
Padova, sem fyrstur kom upp með að
sýkin hamslausa væri svarta plágan.
Síðan var hópur Gyðinga brendur, sem
sagt var, að væri orsök til sýkinnar, þcir
hefði eitrað brunna borgarinnar. En er
þetta veitti enga hjálp, var bálköstum
kynt á strætutn úti og kirkjuklukkum
hringt. Skrúðgöngur voru gerðar, helg-
ustu líkneski borin og dýrlingaleifar um
strætin og fyrir utan borgarhliðið var ný
kirkja reist Maríu mey til dýrðar. Og
svo hún sæi, að þeim væri rammasta al-
vara, voru fátæklingar og daglaunamenn