Breiðablik - 01.08.1909, Blaðsíða 15
BREIÐABLIK
47
ekki látnir vinna að húsgerðinni, lieldur
báru helztu menn bæjarins grjót til kirk-
junnar, bjuggu til steinlím óg hlóðu steini
á stein ofan. Kirkjum og klaustrum
voru mikil auðæfi lofuð, þykkri kertum
og lengri var raðað á ölturu kirknanna,
reykelsiskerum var veifað, messur voru
sungnar, bænir þuldar, en alt til engis.
Prestar féllu dauðir fyrir altari drottins,
og guðhræddir verkamenn hnigu að fót-
um guðsmóður.
Og þegar svo leit út, að engin líknar-
von væri lengur, tóku sumir að dansa,
drekka og svalla, guðlasta og draga dár
að dauðanum, unz dauðinn sjálfur kom að
sækja syndarann, sem skildi við lífið með
glas í hendi og gúlsopa víns í munni.
Gyðingar og glópar voru brátt þeir
einu, sem unt var að fá til að hefja út
lík; oft var engin kista, ekki svo mikið
sem kassi; lík voru dregin eftir strætum
með löngum eldsvoða-krókum og druknir
bændur hrópuðu húrra. Enginn kærði
sig lengur um að taka í klukkustreng;
hinir látnu voru grafnir eða bornir á bál
og brendir, án klukkna, bænagjörðar eða
lítaníulesturs.
Loftið var fult hásu orgi hrafnanna; í
sívaxandi hópum sveimuðu þeir yfir hinni
ógæfusömu Fiorenza-borg.
Yfir öllum dyrum ogbliðum voru kross-
ar dregnir, einnig yfir dyrum Francisco
Agolanti, því plágan hafði svift hann
ungri konu, Gínevra hinni fögru. Fyrir
álitlega fúlgu var prestur leigður til að
veita henni sakramenti, syngja stutta
messu, meðan kveikt var á tjöru og biki á
arni heimilisins. Það var reykelsið heilaga,
sem lagði líkinu að vitum, er það lá fölt
og kalt á líkbörum. Faðir hennar og eig-
inmaður stóðu í næsta herbergi. Annað-
hvort var það geigur við dauðann, eða
tjörureykurinn, sem ætlaði að kæfa þá,er
rak þá út úr dyngju dauðans.
Sálumessa var sungin í skyndi. líkið
iagt með flýti í kistu og lokið naumast
neglt yfir, er það var hafið í kirkju og
skilið eftir í Donati-kapellunni.
Engin bæn var lesin, eigi kveikt á
nokkuru kerti. Eins og dauðinn væri á
hælum þeim, þutu faðir Ginevru og eig-
inmaður út úr kirkjuntii ásamt mönnun-
um, sem borið höfðu líkið, og skildu dyr
eftir opnar að baki sér.
Máninn rís fullur og bjartur yfir Fior-
enza. Alt er hljótt í borg dauðans;
hrafnar sitja á tindum Maria del Fiore og
bera skuggamyndir þeirra við himin í
tunglsljósinu.
Ljósið skín gegn um kirkjugluggana
og tunglsgeisli smýgur inn í Donati-kap-
elluna og breiðir milda skímu yfir líkkistu
Ginevra.
Alt er hljótt—en hvað var þetta? And-
varp heyrðist, svo stuna, svo rödd, sem
æpir í angist.
,,Hjálp, heilaga móðir, hjálp!“
Kistulokið fellur á steingólfið og hljóð-
ið bergmálar frá hvelfingunni. Ginevra
Amieri hefir sezt upp í líkkistunni. Með
skelfingu starir hún í allar áttir; hún
skelfur af kulda og dregur líkklæðin yfir
nakið brjóstið. Alt í einu festir hún auga
á líkneski Maríu meyjar yfir á altarinu,
hún tekur höndum saman og segir hálf-
um hljóðum:
„Heilaga móðir, er eg á lífi? Eða er
eg hjá þér á himnum,— en hvar er hann,
hvar er Antonió?“
Aftur hvarfla augun leitandi í kring,
hún lítur upp í hvelfinguna, styður hönd-
um á kistubarmana og um leið og hún
rís á fætur, rekur hún upp hátt og sker-
andi hljóð. Óttinn fær yfirhönd yfir
henni og hún flýr út úr kapellunni.
Henni finst sem sér sé veitt eftirför, eins
og auga stari á hana út úr myrkrinu.
Hún sér tunglið skína inn gegn um kirk-
judyrnar og hún flýtir sér út í birtuna.
Nú er hún kemur út í kirkjugarðinn,
þögulan, yfirgefinn. Það er bitur kuldi,
hún vefur líkhjúpnum um sig, hún dreg-
ur sig áfram, unz hún kemst til heimilis
bónda síns og lávarðs. Hún þrífur ham-
arinn til að berja að dyrum, — en hann