Dagsbrún - 30.10.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 30.10.1915, Blaðsíða 2
64 DAGSBRUN Viss gróðavegur. Maður það á minni legg, má ég þig á slíku fræða: netin, MUa, kaðla og dregg kauptu af mér, ef viltu græða. Magnús Einarsson. Akureyri. Saga jafnaðarmenskunnar, h. Eitt af því sem allra mest liggur á, í lífsbaráttu íslenzkra verkamanna, er að fá vitneskju um, hvernig stéttarbræður okkar erlendis hafa farið að hamla móti auðvaldinu. Þessa vitneskju getum við bezt fengið með því að kynna okkur s'ógu jafnaðarmensJcunnar, eða að minsta kosti aðal drætti hennar. Og þar sem engar bækur eru til um þetta efni á íslenzku, og ekki fé eða ráð til að rita þær og gefa þær út, þá virðist „Dagsbrún" vera eina vonin. Hún getur flutt smá kafla um jafnað- arhreyfinguna erlendis, og þannig vakið þjóðina til umhugsunar. í þetta sinn verður farið fljótt yfir sögu, aðeins reynt að gefa í fáum orðum ofurlitla heildarmynd af jafnaðarhreyfingunni. Eiginlega má segja að jafnaðar- menskan sé ekki nema aldar- gömul. Hún fæddist um leið og stóriðnaður nútímans, og stór- auður einstakra manna, en hvort- tveggja á upptök sin í uppfynd- ingum 18. aldar. Einkum hafði hagnýting gufuaflsins geysi mikil áhrif. Það má næstum segja að gufan hafl skapað öreiga og auð- kýfinga nútímans. Einn hinn fyrsti frömuður jafnaðarmenskunnar var skoskur maður Robert Owen. Hann var sjálfur verksmiðjueigandi, en hon- um rann svo til rirja eymd og neyð verkamanna að hann bæði ritaði bækur móti auðvaldinu og gerði tilraunir með að láta verka- menn eiga hlutdeild í íramleiðslu og gróða verksmiðjanna. En Owen var því miður á undan sínum tíma, og tilraunir hans misheppn- uðust. Þetta var í byrjun 19. aldar. Nokkru siðar, um 1820 myndaðist jafnaðarstefna í Frakk- iandi, sem kend er við upphafs- manninu St. Simon greifa. Hann vildi láta ríkið vera atvinnuveit- anda allra manna. Allar auðsupp- sprettur áttu að vera ríkiseign, og allur arður, sem einstakling- arnir þurftu eigi til persónulegra þarfa. Ríkið setti síðan hvern mann til að starfa að því sem honum var bezt hent. St. Simon var snjall rithöfundur og hafði áhrif á ýmsa merka menn. Reyndu sumir þeirra að framkvæma hug- myndir læriföður þeirra, en strönd- uðu á sama skerinu og Robert Owen. Þessir brautryðjendur jafn- aðarmenskunnar fundu að þjóð- félagsskipulagið var rangt og rotið, en höfðu ekki þegar í byrj- un, sem ekki var lieldur von, næga útsýn til að byggja á um- fangsmiklar endurhætur. En samt haía þessir jfrggjtu., menn haft mikla þýðingu með því að þeir undirbjuggu jarðveginn og greiddu götu eftirkomendanna. Næstan má telja Þjóðverjann Lasalle (1825—64). Hann var glæsimenni hið mesta og ræðu- skörungur afarmikill. Hann sann- færði þýzka verkamenn um að þeir væru háðir járnhörðum launa- lögum, þeir gætu nefnilega aldrei fengið hærri laun hjá auðmönn- unum, heldur en þeir minst gætu komist af með til að draga fram líflð. Lasalle er með réttu talinn faðir þýzkrar jafnaðarmensku. En hann varð skammiífur og kom því eigi nema litlu í verk af því sem honum bjó í brjósti. Samtíða Lasalle lifði hinn mikli frömuður jafnaðarmenskunnar Karl Marx (1818—1883). Hann var líka Þjóðverji, en lifði mestan hluta æfinnar i útlegð á Frakklandi og Englandi. Galt hann þá þess að hann tók svari smælingjanna, því að annars hefði honum staðið allar dyr opnar heima í ættlandi sínu. Vinur Karls Marx hét Engels, og unnu þeir báðir saman eins og beztu bræður að því að smíða verkamönnum þau vopn er um síðir munu veita verkamönnum sigur í baráttunni við auðvaldið. Marx hefir ritað margar ágætar bækur um jafnaðarmensku, en frægast er höfuðverk hans: Das Kapital (Höfuðstóllinn). Sú bók var svo sem nafnið bendir á rituð á þýzku, en hefir síðan verið snúið á flest hin stærri Evrópumál. Þessi bók er oft nefnd biblía l'afnaðarmanna. í næsta blaði verður sagt nánar frá jafnaðar- mensku á síðari árum. Ofan af og undan, úr stríðinu. Lausafregn segir að G-iikkir séu komnir í stríðið með Bandamönn- um. Óvíst hvort sögnin er sönn. Um stefnuskrá jafnaðarmannna. „Hið opinbera sjái á sœmilegan hdlt fyrir munaðarlaus- um börnum og ör- vasa gamalmennum, og öðrum er líkt stendur á fyrir". Hér er skýrt tekið fram að hið opinbera eigi að sjá á sœmilegan hátt fyrir munaðarlausum börnum o. s. frv. Það er skýlaus krafa okkar jafnaðarmanna að fátæk munaðarlaus börn séu ekki fengin til uppeldis þeim, sem vilja gera það fyrir minst, heldur só hið opinbera (hvort það nú er bæjar- eða hreppsfélag) slcyldugt til þess að koma slíkum börnum fyrir á þeim heimilum, sem helzt eru líkindi til þess að geti gert þau að mönnum. Sá sem þetta ritar hefir séð þess ijós dæmi, að börn, sem tekin voru til fósturs frá vesælum heimilum, og (af tömri mannúð) alin upp á myndarlegum heimil- um, hafa orðið mikið myndarlegri en hin systkinin, er kyr sátu heima. Menn líkjast þeim, sem þeir alast upp með, eigi eingöngu í látbragði og framkomu, heldur einnig í hugsunarhætti. Það er því óþolandi óréttur gagnvart munaðarleysinunum, að koma þeim fyrir hjá þeim, sem taka þau til þess að græða á þeim, og sú hreppsnefnd, sem kemur munaðarlausum börnum, og gamalmennum, sem hún á að fyrir, niður hjá þeim sem vilja gera það fyrir minst verð, gerir sig seka í svívirðilegu athœfi sem ætti að varða við lög. Það liggur þung refsing við, ef svangur mað- ur stelur brauðbita, en það er enginn refsing við því, þó hrepps- nefndarmenn, til þess að spara nokkra króna útsvars-hækkun á sór sjálfum, svo að segja steli lífinu af umkomulausum börnum með því að fara eins með þau eins og ennþá er farið með þau h^r á landi, á þessu blessaða ári sem kallað er árið 1915. Listasafnið. Dagsbrún hefir áður skýrt frá því að Einar Jónsson myndhöggv- ari vildi að húsið sem landið læt- ur reisa yfir listaverkin sem haun hefir gefið því, yrði bygt á skóla- vörðuholtinu, og er það óneitanlega vel valinn staður. Blaðið spurði Rikarð Jónsson myndhöggvara hvar honum fynd- ist að safnið ætti að standa. Hann svaraði: „Mér finst safnið ættti að vera á stað þar sem víð- sýnt væri, og þá er enginn staður ákjósanlegri en Skólavörðuholtið — og helzt sem næst Skölavörð- unni — úr því það getur ekki verið á græna hólnum þar sem holtið er hæðst — en það er sagt að bölvaður eim-þursinn muni tyggja það og spúa því í vagna, til hafnargerðar". Ég labbaði inn á Laugaveg. Herra ritstjóri! Sem dæmi upp á hvað skyn- samir menn geta verið hugsunar- lausir stundum, langar mig tj,l þess að segja yður þessa sögu. Ég gekk í gær inn á Laugaveg með kunninga mínum, sem er mjög skynsamur maður, og sagði hann þá að hann skyldi ekkert í því, hvernig gæti staðið á því, að það væri ekkert gert við Lauga- veginn, svo mikil sem umferðin um hann væri en djöfulleg, færð- in á honum, en að Suðurgata væri aftur á móti steinbikuð suð- ur úr öllu! Er ekki auðskilið að það er af því að önnur gatan er þar sem þeir fátækari búa, hin í þeim hluta bæjarins er margt efnaðra fólkið býr? Oramur. Ýmsir nothæfir húsmunir eru teknir daglega til útsölu á Laugaveg 22 (steinhúsinu). Yökurnar á togurunum. „Við sváfum ekki nema sex tíma í sex daga túr. Eg hefi aldrei síðan verið sami maður- inn og eg var fyrir þá vertíð". Togaraháseti. Svo sem ku'nnugt er gerði þing- ið í sumar ekkert til þess að sporna við þeim heilsuspillandi og óþörfu vökum sem eiga sér stað á íslenzkum togurum. Það var ekki einu sinni svo mikið sem að málið væri nefut á nafn í þingínu. Flestir þingmenn kæra sig dauðann og djöfulinn um ann- að en það sem þeir halda að kjósendurnir í þeirra kjördæmi vilji helst heyra um; það er að segja, þeir af kjósendunum er mest eiga undir sér við kosning- ar, en það eru (ennþá sem komið er) þeir efnaðri. A.f einum þingmanni frétti rit- stjóri þessa blaðs þessa sögu: Þegar þingmaðurinn hafði lesið togara-vöku greinarnar, þá einsetti hann sér að gera eitthvað í þessu máli af því hann er réttsýnn maður, og lætur sig varða fleira en það sem hafa má fyrir kosn- ingabeitu í hans kjörkæmi (en í því eru engir togarahásetar). Én það sem hann gerði var þetta: Hann hafði tal af ýmsum út- gerðarmönnum og togara-skip- stjórum og leitaði álits þeirra — þeir eru sérfróðir í þessu máli! — hvort æskilegt væri að tiltaka með lögum hvað svefntími skyldi minstur vera á togurum. En þessir sérfróðu menn svöruðu að 'pess væri engin þörfl Sumir sögðu að það hefði að sönnu veríð vak- að nokkuð mikið „hér áður", en nú væru vökurnar alveg að leggj- ast niður. Og einn útgerðarmaður sagði þingmanninum að vanir há- setar kvörtuðu ekki undan vök- unum, því menn vendust þeim!! (Hann hefir hugsað eins og ref- urinn sem huggaði sig með því að segja við sjálfan sig: „Maður venst nú þessu", þegar verið var að draga belginn af honum.) Vökurnar óþarfar. Vökurnar eru óþarfar svo sem áður hefir verið sýnt fram á hér í blaðinu. Fyrst og fremst af því að sá maður sem búinn er að vaka, þó ekkf sé nema einn ein- asta sólarhring, vinnur ekki nema > hálfa vinnu. Það er þess vegna heimska, að láta hásetana vaka eins og gert er. í öðru lagi þá ber að athuga, að öll hásetalaunin eru aðeins 14 til 16°/o af kostnaðinum við tog- anuítgerð. Væri hásetum fjölgað um fimta part yrði kostnaðar- aukinn fyrir útgerðarmenn abeins 3 hundraðshlutir (3°/°)> °g Það er meir en hlægilegt ef sVo lítilfjör-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.