Dagsbrún


Dagsbrún - 12.02.1916, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 12.02.1916, Blaðsíða 4
 22 DAGSBRÚN sjá þó aðrir það. Þú verður að gá að því, að þó svart sé skeggið á Pétri, þá er hann samt miklu vanari að nudda sér upp að höfðingjum en þú, og svo hefur hann allar ættir Skagfirðinga að baki sér! Úr eigin herbúðum, Forraaður Bókbandssveinafél. er nú kosinn Þorleifur Gunn- arsson. Hásetafélag Hafnarfjarðar heldur í kvöld skemtifund. Verkamannafél. Akureyrar heldur í kvöld upp á 10 ára afmæli sitt með samsæti. Þátt- takendur eru um 300. Landsmálapistlar eftir Borgfirðskan bóndakarl. I. Við, sem stöndum utan við aðal-stjórnmáladeilurnar, erum oft að velta því fyrir okkur, og tala um það okkar á milli, hvað það nú eiginlega sé, sem skifti mönnum í þessa fjóra flokka, sem nú eru taldir að vera til. Við héldum, margir sveita- mennirnir, að sambandsmálið og stjómarskrármálið hefði skift flokkunum, og við héldum að það væri nú útrætt að sinni. Þeir voru víst margir, sem fögn- uðu því, að núverandi ráðherra skyldi takast að leiða það mál eins heppilega til lykta og raun varð á, og vonuðu að nú mundi rísa upp flokkar um innanlands- málin, og gömlu flokkarnir þar með detta úr sögunni. — En það lítur nú út fyrir að okkur sem svona hugsuðum hafi missýnst. Gömlu flokkarnir (Heimastjórn, langsum, þversum og Bænda- flokkurinn) lifa víst allir enn, að því er séð verður, og enginn nýr rís upp. Okkur er sagt að þeir ætli að setja upp sinn list- ann hver, og það eru tilnefndir menn sem eigi að vera efstir á listunum til landskosninganna. Ef þetta er satt, þá sést á því að foringjar flokkanna Iíta svo á, sem deilumál ílokkanna séu óútkljáð enn, og þvi beri nauð- syn til að halda flokkunum uppi. En hver eru þá þessi deilumál, sem flokkana greinir á um, og menn skiftast eftir? Eg veit það ekki, og því spyr eg. Voru það ekki stjórnarskráin og sambands- málið? Og hafi það verið þau, eru þau þá ekki til lykta leidd nú í bili? Og eg vona að hinir leiðandi menn fiokkanna svari. Eg skora beinlínis á þá að segja okkur kjósendum, sem atkvæði eigum, að greiða um »lands- þingsmannalistana« hvað það sé, sem skilji þessa gömlu flokka nú orðið. Vonandi er það þó ekki gamall vani? Vonandi eru það ekki einstakir menn, sem menn fylkjast um? Vonandi er það eitthvert mikilvægt málefni sem þessa fjóra flokka greinir á um. En hvert er það? Spyr sá sem ekki veit, og svari nú þeir sem vita. „Sprengingin". Nýjasta nýtt um þennan Flnsen. Þessi Finsen sagði um dag- inn í upplýsingar-málgagni sinu, að það væri ekki sér (»oss«) að kenna, ef allir sæju ekki, hve óvandaður maður ritstjóri »Dagsbrúnar« væri. Enafrem- ur sagði þessi Finsen: »Og geti »Dagsbrún« enn bundið bagga sína með þeim manni, þá eig- um vér ekki sök á því. En sómatilfinning þeirra sjálfra ætti að banna þeim það, enda vitum vér, að margir þeirra munu ekki þola það, að hann fremji slíkar svívirðingar í þeirra najni, i þeirra eigin mál- gagni«. Og nokkru neðar í sömu grein stendur: »Það þarf að koma vitinu fyrir styrktarmenn þessblaðs í tima«. Hvað þessi Finsen ætlar sér með þessu er auðséð: hvorki meira né minna en að sprengja verklýðsflokkinn. Hvað vel þetta befir tekist, má sjá af því, sem hér fer á eftir. Fimtudagskvöldið núna i vikunni var fundur haldinn í verkm.fél. »Dagsbrán«, og kom þar fram tillaga um, að lýsa óánægju með ritstjórn »Dags- brúnar«, en tilsagan var feld með öllum atkvæðum gegn 6 — eru sex! Aftur á móti var samþykt tillaga með öllum greiddum atkvœðum um að styrkja blaðið »Dagsbún« með 25 kr. á mánuði alt þetta ár. (Sami styrkur og frá Háseta- fél. Rvikur). Svona fór um sjóferð þá! Ekki fór það þó svo, að »sprenging« þessa Finsens mis- tækist með öllu, það varð »sprenging«, og það fyllilega í samræmi við vitsmuni og »fylgi« Morgunblaðsins; það gekk sem sé 1 — einn maður úr félaginu.*) En sá hinn sami er fastamaður hjá hr. bæjarfulltrúa Thor Jensen. Þess skal getið, að þetta er sá eini Dagsbrúnarfundur, sem Ó. F. hefur ekki verið á siðan hann i sumar kom til Reykja- víkur. Himinn og jörð. Norðnrljósin. Það heflr verið sagt frá pvi hér í blaðinu, að norðurljósin eru ekki mest við norðurpólinn, heldur á belti, er liggur kringum segulpólinn, og að belti þetta nær yfir tsland, en annars að mestu um óbygð lönd. Lífsíliirilarlfilajil „Daniarf er áreiðanlegasta og ódýrasta lífsábyrgðarfélagið á. Noröurlöndum. 1 jiig; idg-föld! Há-r bónus! IVýtíslcui toarnatryg-g'iiig'av! Ef trygði hættir í félaginu einhverra hluta vegna, fær hann mest öll iðgjöld endurgreidd. Félagiö hefir lengi haft varnarþing hér. Fataefni, saum og til fata hvergi ödýrara. Blá fataefni nýkomin. — 10—20. kr. sparn- aður á hverjum klæðnaði hjá <3rtiÖiwt. £"»ig:ui*ðsíBiyn.i, Laugaveg 10. *) Félagsmenn eru um 600. Eftir mælingum er gcrðar hafa ver- ið í Noregi, eru norðurljösín oftast í 120 kílómetra (þ. e. 16 mílna) hæð frá yfirborði jarðar. Lægst hafa þau verið mæld í 90 km. (12 mílna) hæð, og hæðst 230 km. (Hðlega 30 mílur) frá yfirborði jarðar. Hæðsta fjall hér á landi (Öræfajökull) er '/* mílu á hæð, og hæstu fjallatind- ar a jöröinni (í Himalaja) lítið eitt á aðra milu á hæð. Lifandi afkvæmi. Af því pað er eitt af því sem ein- kennir spendýrin (með undantekn- ingum þó), að þau geta af sér lif- andi afkvæmi, en ekki egg, halda margir að spendýrin séu þær einu skepnur, sem gera það. En sú skoð- un er röng, þvi í nálega öllum dýra- flokkum eru tegundir, sem gera það. T. d. getur háfurinn, sem er mjög algengur hér við land, einkum við suður- og vesturland, af sér lif- andi afkvæmi (víst vanalega 5—10 unga). Háfurinn er hákarlstegund, og eru af honum einar fimm teg- undir hér við land, en eigi vita menn með vissu, hvort þær allar geta af sér lifandi afkvæmi. Þetta og hitt. Veiklndi. Svo sem kunnugt er, þurfa flestir næmir sjúkdómar nokkurn tima til þess að búa um sig, áður en sá sjúki fer að verða þeirra var, en mjög er það misjafht fyrir hinar ýmsu sjúkdómstegundir. Pannig þarf: Difteritis 2— 4 daga. (stundum 5— 6 — Influenza, vanalega 3— 4 — (stundum minna) Mislingar 11 — (þangað til flekkir koma fram 14 — Hettusótt 17-21 — Barnamáttleysi vanal. 8 — (stundum þó aðeins 1 — en stundum alt að því 14 — Rauðir hundar 17—21 — Kikhósti 5— 7 — Taugaveiki 14—21 — Kúabóla 9—14 — Skarlatsótt 3— 7 — Tölur þessar eru teknar eftir dönsku blaði; sjái einhver læknir villu i þeim, er hann beðinn að leiðrétta hana. »YegYÍsar á gratnamótnm« heitir grein i 3. tbl. »SuðurIands« eftir P. Eyvindsson, og er þar bent á að samgöngubót væri mikil að þvi að »vegvisarar« væru hafðir á gatnamótum. Tillögur hr. P. Ey- vindssonar eru vel þess verðar að þeim sé gaumur gefinn. Blessadar veri þær! Nokkrar frúr á ísaíirði höfðu haft mikið umslang til undirbún- ings kvennalista til bæjarstjórnar- kosninganna nú í fyrra mánuði, en urðu svo of seinar með að koma listanum til kjörstjórnarinnar svo ekki varð neitt af neinu. Blessaöar veri þær! »Dagsbrún« helir yerið beð- in að birta auglýsingu þá er hér fer á efiir, og gerir það hiklaust, þar eð ritstjóranum er kunnugt um, að lifsábyrgð- arfélagið »Danmark« er trygt og gott félag. Lífsábyrgðarfélagið Danmark hefir, samkvæmt skýrslum frá stjórnarráðinu, hlotið löggild- ing hér á landi og hefir hér varnarþing, sbr. auglýsing hér í blaðinu. Gagnvart þeim, sem kynnu að telja það eigi áb}'ggi- legt, skulum vér geta þess, að aðalforstjóri þess er einhver helsti þjóðmegunarfræðingur Dana, V. Falbe-Hansen konfer- ensráð, konungkjörinn land- þingsmaður. Er vátryggingar- fjárhæð félagsins 90 milj. króna, en eignir þess 21 milj. kr. Þarf því enginn að óttast, að það sé eigi ábyggilegt. Ríkissjóður Dana tryggir þar fjölda af starfs- mönnum sínum, sérstaklega þá, sem gegna póststörfum og járn- brautarstörfum, sem sýnir bezt álit félagsins heima fyrir, og ber nú ljósastan vottinn um áreiðanleik þess. Það er Þorv. Pálsson lækn- ir, sem veitir alla nánari vitn- eskju um félagið. K.aupendur blaösins, sem ekki fá blaðið skilvíslega eru beðöir að láta ritstjórann vita. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.