Dagsbrún


Dagsbrún - 16.04.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 16.04.1916, Blaðsíða 1
DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN UT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNABAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 6. tbl. Reykjavlk, Sunnudaginn 61. Apríl. 1916. Verkamannalöggjöf, Eftir Erling Friðjónsson. \ Frh. Pátttaka verkamanna. Það 'verður tæplega varið, að lög- gjöf fyrir verkamenn getur ekki orðið viðunandi án þess að verkamenn sjálfir leggi þar eitthvað til málanna. Þegar tal- að er um verkamenn yfir höfuð er sjálfsagt að undir það nafn heyrir ekki einasla verkamenn í kaupstöðum, konur og karlar heldur og þurrabúðarmenn, vinnufólk í sveit og lausafólk, ^pg væri þá fróðlegt áð athuga hvernig löggjafarvaldið hefir búið að þessu fólki. Purrabúðarmenn. Samkvæiut lögum um þurrabúðarmenn má lóð sú, sem þurrabúð fylgir, utan kaupstaðar aldrei vera stærri, en ein vallardagsslátta, nema með leyfi hlutaðeigandi hreppsnefndar með samþykki sýslunefndar má þó ákveða purrabúðarlóð 1800 ferh. faðma eða tvær vallardagssláttur. Hvílík undra réttindi, sem ís- lenzkir þurrabúðarmenn hafa við að búa. Fjölskyldufaðir, sem sest að í þurrabúð má alls ekki hafa stærri lóð til afnota en svo að hægt sé að fóðra á henni eina kú og til þess meira að segja leyfi sýslunefndar, Þessu eru þó ekki sett eins þröng takmörk í kaupstöðum og má þó undarlegt heita, þar sem skortur er á Jandi, og nauð- «yn gæti verið á því að skifta sem jafnast á milli notenda. En hví skyldi því vera sett nokk- ur takmörk hvað þurrabúðar- lóðir mega vera stórar í sveit? <Jetur það nokkurntíma orðið til annars en góðs að landið sé ræktað? Svari þeir vitru menn sem lögin hafa samið, Það virðist ekki ástæðulaust að þurrabúð- armenn kvörtuðu undan þess- ¦um og þvílíkum búsifjum. Lausamenskugjaldið. Eitt af hví allra einkennilegasta í verk- mannalöggjöfinni er lausa- menskugjaldið. Skildi það bekkjast hjá nokkurri þjóð að •obreyttir verkamenn verði að kaupa réttinn til þess að vinna algenga daglaunavinnu? Þetta gæti verið heilbrigt ef seldur ^æri rétturinn til alls atvinnu- reksturs í landinu, svo sem landbúnaðar, sjávarútvegs, verzl- «nar og iðnaðar en nú er það aðeins einn þessi atvinnurekstur, verzlunin, sem kaupa þarf leyfi til að reka. En verzlunarleyfi er virt svo lágt að engu skiftir fyrir þann sem kaupir, þegar litið er á réttinn, sem það veitir og sé það borið saman við lausa- menskugjaldið, er það blátt á- fram hlægilega lágt. Hér skal nefnt eitt dæmi af mörgum, til sönnunar. Ósamræmi. Maður nokkur, sem lært hafði jarðyrkju, varð umferðajarðyrkjumaður heima í héraði. Enginn einn bóndi hafði næga atvinnu fyrir hann árlangt, en er héraðsbúar höfðu lagl saman allan sinn jarðyrkju- áhuga, varð af því næstum fult starf fyrir jarðyrkjumanninn frá vordögum til sláttar, og frá slætti til haustnátta. En yfir sláttinn gekk jarðyrkjumaður- inn að hej'önnum. Fyrir þau réttindi að mega yrkja jörðina og sfá grasið fyrir bændurnar í sveitinni, varð jarðyrkjumaður- inn að kaupa lausamenskuleyfi. Þessi atvinna var þó ekki feit- ari en svo að af sér gaf hún 100 kr. í hreinan ársarð. Tíu árum síðar rak sami maður verzlun sem gaf af sér 6 þúsund krónur í hreinar árs- tekjur; hann hafði keypt verzl- unarleyfið á 50 kr. en lausa- menskuleyfið kostaði 15+2 = 17 kr. Þó gengíð væri út frá því að lausamenskuleyfið væri notað af eiganda þess eins lengi og verzlunarleyfi eða oft- ast til æfiloka, þá hefði verzl- unarleyfið eins og hér er ástatt átt að kosta rúmlega þúsund kr. En lausamenskan er oft- ast stuttur undirbúningstimi undir aðra veglegri stöðu og eins og atvinnurekstur landsins er nú orðinn þarfnast hann engu síður lausafólks en vinnufólks. Landbúnaður þarfnast hvor- tveggja, sjávarútvegurinn næst- um eingöngu lausafólks. Lausa- menskugjaldið ætti að falla nið- ur, það er bersýnilega ranglátt og þýðingarlítið orðið. Það er þýðingarlítið vegna þess að þetta atriði lausamenskulaganna er hlifðarlaust brotið, jafnt af bændum sem lausafólkinu sjálfu. Bændur skjóta skjólshúsi yfir lausafólkið undir því yfirskyni að það sé vist ráðið og til þess að hafa not af vinnu þess ein- hvern part úr árinu og lögregl- an er í því eins og öðru, af- skiftalítil og vanrækin. Ekki einsdœmi. Erfitt er að skilja hvernig í því liggur, að maðnr sem hefir 200 kr. i árs lekjur af fasteign eða, öðru hefir rétt til þess að vera í lausa- mensku án þess að kaupa lausa- menskuleyfi. Það virðist fult eins eðlilegt að sá, sem hefir efni á að borga lausamensku- leyfið sé látinn gera það eins og hinn, sem ef til vill á fjár- hagslega erfitt með það, en sök- um atvinnu sinnar getur ekki verið vist, eins og bent hefir verið á hér að framan. Þarna virðist koma fram tilhneiging löggjafarvaldsins til þess að strjúka mýkri höndum um þann sem efnalega er betur stæður í þjóðfélaginu, og er það víst ekki einsdæmi, Listi alþýðunnar. Nú er fullsaminn listi sá er verkamannafélögin bjóða fram við landskjörið 5. Ágúst.' Hann er þannig: 1. Erlingur Friðjónsson, tré- smiður, bæjarfulltrúi á Ak- ureyri. 2. Otto N. Þorláksson, verka- maður, Rvik. 3. Þorv. Þorvarðsson prent- smiðjustjori í Rvík. 4. Eggert Brandsson, sjómað- ur. (sem stendur háseti á þilskipinu »Acorn« úr Hafnarfirði). 5. Guðmundur Davíðsson, kennari, Rvík. Öllum sem til þekkja, mun koma saman um að listi þessi sá sérlega heppilega valinn. í fyrsta lagi af því þetta eru alt sjálfstætt hugsandi menn, í öðru lagi af þvi petta eru menn sem aldrei munu svíkja mál- stað alþýðunnar. Með lista þessum kemur Al- þýðuflokkurinn i fyrsta sinni opinberlega fram sem stjórn- málaflokkur, og um fylgi hans vita menn fyrirfram, að það er mikið meðal sjómanna, verka- manna og iðnaðarmanna, en við megum einskis láta ófrest- að við að koma sem flestum að af listanum, af því, að því fleiri af okkar mönnum, sem ná sæti í þetta sinn í þinginu, því fyr verður hægt að velta þeirri ó- þolandi skattabyrði er nú hvílir á atþýðunni, yfir á þá sem gjaldþolið hafa, og því fyr verður hægt að koma á þeim óteljandi endurbótum, sem þurfa að komast, á til þess að ísland geti orðið það land, sem það getur orðið — endurbæt- ur sem embættisatvinnuþing- menn og skammsýnir þing- bændur ekki hafa komið á, af þvi þœr e.ru gagnstœðar þeirra eigin hagsmunum. Alþýðan mun kjósa lista alþýðunnar, látið svo embættismennina kjósa þá lista sem mora af embættismönnum, og sjáum svo til hve mörgum þeir koma að! Lög og reglugjörð. Það er sagt að til séu, fyrir þennan bæ, ósköpin öll aí lögum og reglugjörðum, en hvar er það dót alt saman komið, og hvað er innihaldið. Það eru ósköpin öll af fólki, sem ekki veit neitt um það. Það er oft sagt þessi lög og þessar reglugjörðir séu brotin og brotnar, en hvernig á öðru- vísi að vera þegar enginn veit hvernig öllum þessum lagavef er fyrir komið. Sér ekki borg- arstjórninn sér fært, að safna þessum fyrirskipunnm saman og gefa út handhæga bók af þeim, svo þær gætu komið fyrir almennings augu; máski lögreglan hefði gott af því stundum að hafa slíkt kver við hendina. O. N. P. Davíð Lívingstone. Það er skemtilegt, að lesa um aðra eins ágætismenn og Afríkufarann Davíð Livingstone. Hjálpræðisherinn hefir gefið út bók um hann, 126 bls. að stærð, og er hún ágætlega íslenzkuð (af Halld. Jónassyni) og vel samin, þó dálítið sé í henni af trúargutli Hersins. Náttúruvin- um er bókina lesa, má benda á það, að maurabúin, sem talað er um i bókinni, og mynd er af, eru ekki maurabú heldur termítubú. Maurar og termítar eru viðlíka fjarskyldir, og selir og krókódílar, svo það er engin sérstök ástæða til þess að vill- ast á þeim. Lifnaðarhættir þeirra eru í sumu Hkir, en þó ekki likari en t. d. selanna og krókódílanna. Bókin kostar og ^ill »Dagsbrún« ráða til þess að lesa hana. jfllir sem spila á piano eða harmonum verða að ega freyjuspor. b*ól^im«.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.