Dagsbrún


Dagsbrún - 16.04.1916, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 16.04.1916, Blaðsíða 3
DAGS3RÚN 57 fara frani úr liðugri hálfri mill- ]ón króna, (en járnbraut víst tífalt meira). Þar að auki gætu 175 vélbátar hafst við í Þor- lákshöfn og þeir einir geta samkv. útreikningi hr. G. E. borið hafnarkostnaðinn, og kosnað við járnbraut upp að Ölfusárbrú. Eins og skiljanlegt er, kjósa bændur eystra heldur þennan kostinn og hafa gert miklar ráðstafanir til að koma verkinu x framkvæmd. Hvaða- næva af landinu fagna menn þessum tíðindum, og þá ekki síst Alþýðuflokksmenn, sem allra síst hefðu viljað bæta á sig nýjum, þungum sköttum til að þóknast járnbrautarklíkunni i Reykjavík. Er nú sem stendur líkast til að járnbrautarráðagerð Jóns Þorlákssonar sé að engu orðin. Pórir. --- '■ ■ — ---- Bannlögin. Athugasemd við grein'óbreytts liðs- manns í l3rtölubllaði~Dagsbrúnar. Herra ritstjóri! Eg er ekki minna þakklátur blaði yðar en »óbreyttur liðs- maður« sem eg hér á eftir leyfi már að kalla liðsm. — til hægð- arauka, — fyrir þess góðu und- irtektir undir áhugamál vor hannvinna og ýmsar fréttir og smágreinar, sem og þessi frá liðsm, stefna í rétta átt. Eg er samt ekki alveg sam- mála liðsm. eða ánægður með i-itverk hans, svo að eg finn ástæðu til að gera athuganir við það, því eg tel hann hafa farið i sumu of langt, en öðru helsti skamt. Það er rétt að alment yfir- borðsskraf og gaspur fram og aftur um lögbrot og hneyxli er handónýtt vopn í baráttunni gegn Bakkusi og liði hans, and- banningum á þeim vigvelli sem nú er barist á. Þeir sem utan við leikinn slanda eru alls ófróðir um framgöngu liðs- mannanna og um vopnaviðskift- in, nema gegnum froðuhjal og kviksöður sem bæði »hyste- riskir« bannvinir og »útspeku- leraðir« andbanningar keppast um að útbreiða og sem alt ber að sama brunni, sem sé, að ófrægja þá dánumenn sem gera það sem gert er, og gert hefir verið í þeim efnum, að veit§ Bakkusi og berserkjum hans viðnám. Það mundi reynast mun gagnlegra vopn að skýra al- menningi í útbreiddu blaði satt og rétt frá því sem hefir gerst á vígvellinum, frá hverri kæru sem leiðir til sektar og afplán- unar, með nauðsynlegum skýr- ingum, og líka frá þeim til- raunum sem ekki bera ákjós- anlegan árangur, og um leið hverju um er að kenna. Slík aðferð mundi styðja þá sem eitthvað geta og vilja gera, og hún mundi laða ýmsa til hjálp- ar móti Bakkusi, en á hinn bóg- inn fáa til að skipa sér undir merki hans. Það vita bannfjend- ur vel, og því sporna þeir á allan hátt við því að nema sem allra minst breiðist út um ó- sigra sinna manna, eða slóða- skap, og það, sem er máski verra — af hálfu lögregluliðs- ins og dómaranna; því ef slíkt yrði almenningi nægilega kunn- ugt, eiga þeir á hættu, að hér skapist almenningsálit er gœti orðið öllu þeirra leynimakki og lögfræðisvafningamoldviðri, yfir- sterkara. Eg er nú svo gerður, að mér finst að hver ,sem hefir þessu líka skoðun á því hvað gera þurfi frá blaðamenskunnar hálfu, eigi fyrst og fremst að beina skeytum sínum til »Templars«, hins opinbera málgagns G. T. Reglunnar. Ætti það ?kki að ríða á vaðið, og beita sér fyrir því, að gera menn sannfróða um þessa hluti? Hverjum stend- ur þetta nær? Mundu ekki þessar sögur fremur afla því útbrelðslu og vinsælda, heldur en þýddur reyfari sem enginn les, vegna þess hve dræmt hann kemur,? Framh. Good-Templar. Bjðrgunarskip. Sveinbjörn Egilsson ritstjóri »Ægis« ritar eftirtektarverða grein í Lögréttu B/+, um að timi muni vera komin til þess, að við förum að eignast björgun- arskip. Vill hann láta það fylgja flotanum, og vera jafn- framt spítalaskip, og hafa lækni innanborðs. Margur sjómaðurinn hefir beðið bana af því að hann hefir ekki komist nógu snemma undir læknishendur, og feykna mikið tap hafa bæði hásetar og út- gerðarmenn beðið á þvi, þegar þurft hefir orðið að sigla með veika menn til lands, frá ágæt- um afla. Málið er þess vert, að því sé gaumur gefinn. / Ur eigin herbúðum. —V— Yerkam.fél., Framsókn Stykkishólmi. Meðlimatala félagsins var um nýár 109. Stjórnin: formaður Baldvin Bárðdal, ritari Guð- mundur Jónsson frá Narfeyri; ijármálaritari Benedikt Björns- son, féhirðir Magnús Jónsson. Félegið var stofnað 12. jan. í fyrra. Nafnbreyting. Einar Indriöason bankaritari hefir látið lögskrá sér ættarnafniö Viðar, og heitir pví hér eftir Einar Viðar. Til Páskanna. Hveiti 3 teg. 18, 20, 22 aura pr. 72 kgr- St. Melis pr. 72 kgr. 29 aura. Rúsínur, sveskjur, kúrennur, þurk. epli, þurk. aprikosur, kirseber, sukat. Niöursoðnir ávextir: Perur, jarðarber, ananas, epli o. íl. Sírop í 72 kgr. dósum. »Hafnia« öl, ýmsar tegundir. Ávaxta- mauk: Jarðarberja og blandað. Vindlar og vindlingar margar tegundir. A lt uýjai* og góðar vörur. Verðið hvergi lægra. „Vonkk LaiP. 55. t Hveiti - Haframjöl - Mais. Þrátt fyrir það þó hveiti hækki nú í verði dag frá degi, þá selur nú Liverpool samt eftirfarandi tegundir með mjög vægu verði: (frá 34 aura kgr.) etorliveitl »Pill»bury« »Alexandra« »VikíntjK »Docabo« »Red Ðog-« á Haíramjöl, besta tegund — Pokinn ÍO krónnr — Maísmjöl, ásætt, hreint og oblandaö. — Fokinn kr. 14,40. — Uaís heíll, ágætur mun ódýrari. llveiti M 2 (Red Dog) ágætt i brauð. Sparið tíma og.peninga og ' I :i/r.rrxrvr.l komið beint 1 LlYOipUUL —• Sími 43 zzz Cfiía Sapfiyr úCálslin margar teg nýkomnar sparar peninga — sparar þvottl Ætíð nýtl. Einnig mikið af Slanfnm og hvit- um, svörtum og mislitum. Fjölbreytt úrval. Engin verðhækkun í Klæðaverzl. Gruðm. Siourðsisoimr. Matj urtaíræ. Blómsturfræ. Begoniulaukar og fleiri tegundir nýkomnar. Mesta tirvai: Alt fræ frá f. á. selt með hálfvirði í Klæðaverzlun Guðm. Sigurðssonar. Svanl. lienidiktsdóttir Amerlkuvörurnar eru komnar í kaupfélag verkamanna. Þeir sem hafa pantað vörur hjá félaginu, ættu að vitja þeirra sem fyrst.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.