Alþýðublaðið - 09.04.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.04.1921, Blaðsíða 2
a ALÞYÐUBLAÐIÐ Ræða Jóns Baldvinssonar í kosningarróttarmálinu. taokkuð gerðist. þar til kom íullur Jjíll af lögregluþjónum með fuii- Iróa lögreglustjóra í fararbroddi. Þótti þá sumum ófriðlega iíta út. því auðvitað var vissasta léiðin til þess, að koma öllu í uppnám @g bardaga, að lögreglan færi að Éaka málstað útgerðarmanna. En joað mun hvorki yfirmönnum lög- ceglunnar né lögregluþjóaunum jhafa komið til hugar, enda er jþað ekki hlutverk iögregluliðsins. Fyrir milligöngu fúlltrúa lög- nrcglustjóra komst á svohijóðandi Satnkomulag; i) Útgerðarmenn láta igkkert vinna við skipið fyr en kl. É> næsta dag, og taka sörnu menn t vinnu aftur pg voru þarna í vinnunni (ef þeir þurfa jafnmarga). lá) Verkamannafélagið leyfði, að kolapokunum, seru i bryggjunni voru, væri kipt yfir á skipið, og hélt úr þeim. Var það fimm mfn útna verk. Hafði deilan þá staðið yfir tvo tíma. Yerkamennirnir nm borð voru ait of deigir, að ganga ekki strax í iand, eftir að vinnan var ístönzuð. Stafaði það sumpart af því, að töiuvert margir þeirra voru utanfélagsmenn, en sumpart af því, að menn höfðu um daginn mist vinnu undir líkum kringumstæðum, en þar höfðu engir verkamanna- íoringjar verið viðstaddir tii þess að stjórna, og alt farið í handa skolum, en siíkt kemur áreiðan- lega ekki oftar fyrir í Reykjavík, og áreiðanlega verða verkamenn fijótari til að koma í land í dag, ef með þarf, en þessir mennvoru < Þórólfi í gær, Má búast við að verkalý’ðurinn fjölmenni annað kvöld niður að þeim skipum, sem þá verður verið að vinna við (ef nokkur verða) til þess að hrópa húrra fyrir mönnum, þegar þeir ganga í land. Heyrst hefir að atvinnurekendur vilji semja við verkamenn um eftirvinnukaup, og má vel vera að slfkt megi takast. En þar til það verður (ef það þá verður) má engin slökun eiga sér stað, og sennilega litil hætta á að verði, Verkamenn vita hvað þeir eru að gera hér, enda er sanngirnin og féttlœtið algertega með þeirra málstað, Að iokum skal þess getið, að skipshafnirnar af z frönskum tog, (Framhald á 3. siðn.) (Nl) | Þá er annað atriði til satnan j burðar. Mönnum á tvitugsaldri er með lögum heimilað að gera þá mikilvægu ákvörðun, að taka sér konu og reisa bú — konur hafa sama rétt mikið yngri. — Ekki verður taiið að sú ráðstöfun sé minna virði, hvo’ki fyrir manninn sjálfan né þjóðfélagið, heldur en þó að mönnum væri leyft að taka þátt í kosningum. Af þessu má sjá, að mönnum á þessum aldri er veittur svo viðtækur ráðstöfun- arréttur, bæði fyrir sjálfa sig og aðra, að það verður ekki eftir snefill af ástæðu til þess að meina þeim að taka þátt f kosningum. Þá hafa þær mótbárur heyrst, að meira los komist á í málum landsins, ef yngra fótkinu yrði veittur þessi réttur. Eg veit nú ekki hver ástæða er til þess, að gera mikið úr þessu. Það mun nú mörgum finnast, að það geti varla verið meira ios en nú er í stjórn- málum vorum, og er þó ekki þessu fólki þar til að dreifa. Unga fólkið er að jafnaði áhuga- samara um mál en eldra fólkið. Og fyrir því vakir ekki annað en málefnin sjáif — það hefir enga tilhneigingu til þes3 að vera að þóknast þessum eða hinum mann- inum með fylgi sínu, og fylgi þess á engan hátt mótað vegna eigin- hagsmuna, og verður það þá varla talið skaðvænlegt, Ungir menn hafa oft tekið mik- inn þátt í kosningum og stjórn- málum landsins yfirleitt. Vil eg sérstaklega benda á, að laust eftir sfðustu aldamót voru það mestmegnis ungir menn, inn- an kosningaraldurs, sem sumpart hófu og sumpart báru uppi á- kveðna stefnu í allra stærsta máli þjóðarinnar fyr og síðar. Og það er skemst frá að segja, að þetta mál með stefnu ungu mannanna hefir nú löggjafarþing þjóðarinnar leitt til framkvæmda á farsæilegan hátt, og það með meiri eindrægni, bæði eldri og yngri, og meiri á- nægju um úrslitin en annars er vant að vera hjá okkur. Sýnist mér þvf, að okkar reynsla ætti ekki að fæla okkur frá því, að veita nú hinu udga fólki kosning- arrétt. Og eg vænti þess, að hátt- virt deild geti fallist á þessa breyt- ingartilíögu mína. Og það því fremur, sem í raun réttri er meirf- hiuti fyrir þessari tillögu minni f bæjarstjórn Rvíkur, og þar eru að minsta kosti 9 af 15 bæjarfulltrú- um, sem voru með að aldurstak- markið væri aðeins 21 ár, þótt svo slysalega vildi til, að nokkra af þeim vantaði á fundian þegar þetta var samþ. Síðari breytingartillaga mín, um það, að skattgjaldsgreiðslur verði ekki skilyrði fyrir því, að menn fái að nota kosningarrétt sinn. Um það þarf fátt að segjal Bæði hefir háttv. allsherjarnefná bent á hvernig þetta ákvæði rek ur sig á annað í frv. óg að það mundi alls ekki komá að tilætl uðum notum, og svo er lika hitt, að það mundi geta komið sér ákaflega illa fyrir fjölda manna, t. d. í harðæri, og mundi þá koma harðast niður á fátækari hluta fólksins, sem annars að jafnaði stendur þó betur í skilum en margir þeir, sem peningaráð eru taldir hafa og mikið hafa umieik- is. — Enn er það, að bæjargjölá hafa lögtaksrétt, og það sýnist varla geta verið hugsanlegt, að leggja sterkara vopn l hendur bæjarstjórna eða sveitastjórna tii innheimtu gjalda, en lögtaksrétt- inn, þar sem ganga má að eign- um manna fyrirvaralaust, tii lúkn icgar þessum skuldum. Og að lög- gjöfin fari nú að bæta því ofan á, að svifta menn líka kosningarrétti, ef þeir geta ekki greitt á réttum tfma, sýnist því alls ekki geta komið til mála. Eg vænti þess því, að háttvirt deild geti samþykt brt. mínar og það því fremur, sem önnur þeirra er að minsta kosti studd í nál. háttv. alisherjarnefndar, Og þá yrðu kosningalög höfuðstaðarins bæði honum til sóma og löggjafarvald- inu sem veitti þau, og sköruðu fram úr öðrum slíkum lögum í mannúð og frjálslyndi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.