Dagskrá II - 07.09.1901, Blaðsíða 1

Dagskrá II - 07.09.1901, Blaðsíða 1
Verð 50 cents. DAGSKRÁ II. íaugardag. ... ........ II I ■■ I ■ ..... III I _U-11_U_IHIIIM.I IHJ) Hl II I—— 7. BL. 7. 8EFTEMBE1Í 1901 I. ár. BLÆJULAUS SANNLEIKUR. Sumum þykir ég vera harðorður þegar ög tala um drykkjuskap og bindindi. Eg skal segja ykkur hvernig á því sténdur, vinir mínir. Ástæðurnar eru þessar. Drykkju- skapurinn hefir drepið hana móður mína — — elskulegustu konuna, sem ég hefi þekt — drykkjuskapur- inn hefir eyðilagt hann föður minn, sem var gáfaður, efnilegur og góður maður; drykkjuskapurinn hefir skapað mér og systkinum mínum mörg þung spor, rnarga sólskins- íausa daga, margar langar andvök- unætur. Þetta er sö reynzla, sem ég hefi af drykkjuskapnum persónu- lega, og samt hefi ég aldrei verið drykkjumaður sjálfur. Þá sem ó- gæfan hefir leitt sjálfá út í það líka, hafa um enn þá dýpri sár að binda, Þegar ég hefi nú sagt ykkur þetta, — og sagt það alt satt — þá vona ég að þið skiljið það, vinir mínir, að ég hefi ástæðu til að taka nokkuð djúpt I árinni. Já, ég liefi svarið vín- sö/unni, sem er móðir víndrykkjunn- ar æfilangt stríð, guð geft mér drengskap til að efna það lieit! Þör drykkjumenn og allir sem líðið vegna vínsölunnar, ég aumkva yð- ur og með guðs hjálp langar mig til að vinna ykkur gagn; en þér, vín- salar, vínsölustjórnendur og þör allir hinir mörgu, sem með orði eða at- kvæði stuðlið að áframhaldi vínsöl- unnar, ykkur ákæri ég í nafni drott- ins hins réttláta, ykkur ákæri ég um morð um hundraðfalt manndráp; ykkur ákæri ég sein verstu glæpa menn heimsins. Ef nokkurt líf er til eftir þetta líf, ef nokkur réttlætis- dómur á sér stað, ef nokkur kær- leiksríkur og réttlátur guð er til þá skuluð þér verða frammi fyrir hon- um að svara fyrir öli tárin hennar móður minnar og þúsunda annara. ógæfusamra kvenna sem þér hafið myrt! Þá skuluð þér fá að svara fyrir sorgarsporin hans föður míns og annara drykkjumanna! Já, þér hugsunarlausu gárungar, ég ákæri yður fyrir alt þetta; fyrir dóm- stóli drottins skal það verða dæmt; að öðrum kosti neita ég að hann té nokkur til. Af þessum ástæðum hefi ég svarið ykkur æfilangt stríð ogég ætla að efna það. I guðs nafni hett ég byrjað það og í hans nafni skaL ég halda því áfram. Þér getið hlegið að mér, ég er ekki spöhræddur; þér getið talið mig geggjaðann, ég firtist ekki af því; þér getið fundið upp hvers konar illyrði, sem ykkur lfk- ar £ rninn garðég er ekki hörunds- sár. Eg ákæri ykkur urn morð! morð! manndráp! manndráp! glæpi! glæpi! Guð veri ykkur miskunsam- ur! athugið í hans nafni hvað þér eruð að gjöra! Þegar ég nú hefi sagt ykkur ástæðurnar fyrir þv£ að mör

x

Dagskrá II

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.