Einar Þveræingur - 03.10.1918, Side 1

Einar Þveræingur - 03.10.1918, Side 1
Cinar þverceingur I. ár. Zil iesenða blaðsins. Tilgangurinn með útgáfu þessa blaðs er sá f}Trst og fremst að leitast við að vekja þjóðina til alvarlegrar ihugunar á sambandslögunum, sem lögð hafa verið undir atkvæði alþjóðar til fulln- aðai úrslita þ. 19. þ. m., og vekja á- huga kjósenda, svo að hluttakan i at- kvæðagreiðslunni verði sem mest. — Væntir blaðið þess, að hver sannur Islendingur telji það heilaga skyldu sína að gera sjer eftir föngum ljóst, hvað hjer er á seyði, svo að hver og einn geti með góðri samvisku hagað atkvæði sínu eftir því, sem hann telur rjettast og sannast og heilladrvgst fyrir fósturjörðina. En til þess, að það megi verða, ber brýna nauðsyn til, að málið verði skýrt frá báðum hliðum sem rækilegast, og ætlumst vjer til, að slík- ar skýringar leiði til þess, að hverjum manni verði í lófa lagið að mvnda sjer sjálfstæða skoðun i málinu, en þurfi ekki að haga atkvæði sínu eftir því, hvernig Pjetur eða Páll hafa snú- ist við málinu, þótt góðir sjálfstæðis- menn hafi áður reynst. Engan skyldi furða það, þótt þetta blað hreyfi andmælum aðallega gegn sambandslögunum, því að sá er einn vegur til að umræður verði ekki ein- hliða, þar sem flestöll önnur blöð eru sambandslögunum fylgjandi. F’ó er öllum skoðunum heimilt rúm í blað- inu, eftir því sem föng eru á. — Þess er vænst, að menn ræði málið með stillingu, en þó með fullri festu og afsláttarlaust, því að svo á hverj- um góðum málstað að vera best borgið. Væntum vjer þess, að þótt tími sje nú stuttur orðinn til stefnu, eigi Einar Þveræingur enn sem fyrri þarft erindi til þjóðar sinnar, og óskum að orð hans og tillögur megi enn verða til þess að vekja menn til umhugsunar um sannarlegt sjálfstæði landsins og miði landi og lýð til fulls frelsis og farsældar. Látum vjer það svo á vald kjósenda, hvern veg þeir fara með atkvæði sitt, en þess er af þeim að krefjast, að þeir gangi ekki hugsunarlaust að verki í svo mikilvægu máli. Að öðru leyti má marka stefnu blaðsins af grein þeirri, er hjer fer á eftir. Reykjavíb, 3. oltt<»l»er 1918. Einar Þveræingur. Snorri Sturluson segir í Heimskringlu frá tilraunum Ólafs konungs Haralds- sonar hins digra til þess að ná tang- arhaldi á íslandi. Sendi konungur hingað með erindum sinum Pórarin Nefjólfsson, vitran mann og slunginn. Talaði Þórarinn máli konungs fyrir höfðingjum og allri alþýðu að Lög- bergi. Kvað hann Ólaf konung vilja verða drottin landsmanna, ef þeir vildi vera hans þegnar, en hvorir ann- ara vinir og fulltingsmenn til allra góðra hluta. Ennfremur vildi konung- ur eignast Grímsey af Norðlending- um, en leggja í móti þau gæði af sinu landi, er um semdi með þeim. Menn tóku vel orðsending konungs og einkum fylgdi Guðmundur hinn riki á Möðruvöllum fast fram mál- um konungs. Var Guðmundur þá mestur höfðingi norðanlands. Þorkell Eyjólfsson á Helgafelli var og mjög samningaliðugur og ljetu flestir leiðast eftir þeirra fortölum. Þótti mörgum vegsemd að þjóna svo frægum kon- ungi sem Ólafur var og lítill skaði um Grimsey, enda mundi konungur ekki nota sjer hana. Iíorn svo, að ná- lega allir vildu »skipast við orðsend- ing konungs« og gerast þegnar hans. Á þessu þingi var Einar E\Tjólfsson Þveræingur, bróðir Guðmundar ríka. Hann bjó á Þverá í Eyjafirði. Var hann manna vitrastur og framsýnn mjög, en ekki framgjarn að sama skapi og bar því meira á Guðmundi, að hann hjelt sjer meir fram til virð- ingar og sóttist eftir vijaáttu ríkra höfðingja. — Nú voru nokkrir menn, er ekki voru með öllu ugglausir, að holt væri að fara að ráðum konungs- vina og slást í »meiri hlutann« og spurðu, hví Einar Ipgði ekki til þess- ara mála, »þykir oss hann kunna, segja þeir, flest glöggst að sjá«. En er hann fjekk af þeim nokkra brýning, þá stóð hann upp að Lögbergi og mælti á þessa leið: »Því em ek fáræðinn um þetta mál, at engi hefir mik at kvatt. En ef ek skal segja mína ætlan, þá hygg ek, at sá [kostr] muni til vera af hérlands- mönnum at ganga eigi undir skatt- gjafar við Óláf konung ok allar álög- ur hér, þvilíkar sem hann hefir við menn í Noregi. Ok munum vér eigi þat ófrelsi gera einum oss til handa, heldr bæði oss ok sonum várum ok þeira sonum ok allri ætt várri, þeiri er þetta land bvggir; ok mun ánauð sú aldrigi ganga eða hverfa af þessu landi. — En þótt konungur sjá sé góðr maðr, sem ek trúi vel at sé, þá mun þat fara héðan frá sem hingað til, þá er konungaskifti verða, at þeir eru ójafnir, sumir góðir, en sumir ill- 1. tl»l. ir. — En ef landsmenn vilja halda frelsi sinu, þvi er þeir hafa haft síð- an er land þetta bygðist, þá mun sá [einn kostrj til vera at ljá konungi einskis fangstaðar á, hvorki um landa- eign hér, né um þat at gjalda héðan ákveðnar skuldir, þær er til lýðskvldu megi metast. — En hitt kalla ek vel fallit, at menn sendi konungi vingjaf- ar, þeir er þat vilja, hauka eða hesta, tjöld eða segl, eða aðra hluti, er sendi- legir eru. Er því þá vel varit, ef vin- átta kemur í móti. — En um Gríms- ey er þat at ræða, ef þaðan er engi hlutr flultr, sá er til matfanga er, þá má þar fæða her manns, ok ef þar er útlendr herr, ok fari þeir með langskipum þaðan, þá ætla ek mörg- um kotbúöndunum muni þykkja verða þröngt fyrir durum«. »Ok þegar er Einar hafði þetta mælt ok innt allan útveg þenna, þá var öll alþýða snúin með einu samþykki, at þetta skyldi eigi fást. Sá Þórarinn þá erindislok sín um þetta mál«. Lauk svo þessu máli, að landsmenn höfnuðu boðum koilungs fyrir hinar hyggilegu fortölur Einars Þveræings og naut þjóðin frelsis síns óáreilt eftir það á þriðja hundrað ára. Vjer höfum heitið blað vort eftir þessum íslendingi, er best og giftu- drjúgust alskifti hafði af þjóðrjettind- um vorum fyrr á öldum og fjekk opn- að svo augu alþjóðar, að hún ljet ekki ginnast af skilaboðum útlendra höfð- ingja nje fagurgala þeirra landsmanna, er konungs-erindi studdu. Enu koma hingað seudimenn erlends valds aust- an um haf. Enn eru þau boð boðin, er mörgum höfðingjahollum mönnum þvkir hin glæsilegustu. Enn sækjast útlendingar eftir valdi yfir þjóð vorri og rjettindum yfir auðlindum lands- ins, en oss heitið »gæðum« í mót, »jafnrjetti« í fullnumdu og þröngsetnu landi langtum ríkari þjóðar, þar sem íslendingar hafa eftir engu að slægjast. íslenska þjóðin er ekki á verði um dýrustu rjettindi sín. Hinn »þjettskip- aði meiri hluti« hefir stungið henni svefnþorn. Oss þykir brýn nauðsyn, að þjóðin athugi gaumgæfilega »það sem í boði er« nú, ekki síður en það var nauðsyn á tímum Einars Þveræings og oft siðan, og því höfum vjer gefið blaðinu nafn hans, að vjer viljum skýra málið eftirföngum, svo að þjóð- in ljái ekki útlendingum fangstaðar á sjer athugalaust, svo sem nú vofir yfir. Væntum vjer, að oss verði gott til liðs meðal viturr? og frainsýnna manna, kvenna og karla, ungra og gamalla, svo að ekki verði hrapað að þeim rjetlindaveislum útlendingum til handa, sem til er stofnað. ísland fyrir íslendinga.

x

Einar Þveræingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einar Þveræingur
https://timarit.is/publication/175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.