Einar Þveræingur - 03.10.1918, Blaðsíða 4

Einar Þveræingur - 03.10.1918, Blaðsíða 4
4 EINAR ÞVERÆINGUR. „Cinar Pverœincjur“ kemur út fyrst um sinn annanhvern dag og aukablöð eftir atvikum. Kostar í lausasölu 5 au. Áskriftafgjald 50 au. mánaðarlega. Afgreiðsla er í Aðalstræti 8, uppi (gengiðinn um fyrstu dyr frá Bröttu- götu). Afgreiðslumaður: Sigurður Porsieinsson. I tgefandi: Fjelag í Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Pjetnr Lárusson. Jeg kalla það alls ekki forsvaran- legt ef kjósendum verður ekki fengið annað i hendur en niðurstaða samn- ingatHraunamanna,samningarnirsjáIflr, sem jeg efast um að alþjóð manna sje farin að kynna sjer. Að vísu kunna að vera til svo blindir fylgismenn frumvarpsins, að þeim þyki engin þörf á að vanda til atkvæðagreiðslunnar eða gefa kjósendum nægilegan frest til að athuga málið. Sannast það hjer sem oftar, að hverjum þykir sinn fugl fagur. Jeg er ekki i efa um, að sumir þeir, sem ákafast fylgdu frumvarpinu 1908, hefði þá verið harðánægðir með eins mánaðar frest undir kosn- ingar, og mundu úrslitin þá hafa orð- ið önnur. En af því að nægilegur tími gafst til að athuga það frv. tókst svo giftusamlega til, sem raun varð á. Þá voru stjórnmálamenn eins glöggir og þeir sem nú eru uþpi, og leið þó mánuður eða meir áður en þeir, sum- ir hverjir, jafnvel hjer í höfuðstaðn- nm voru búnir að átta sig. Hæstv. forsætisráðh. var einn þeirra manna, sem voru harðánægðir með frv. 1908. Skal jeg því ekki lá honum, þótt hann sje ánægðuv með þetta frv. Því að þó það sje mikill gallagripur, er það þó að sumu leyti betra en gamla frv. En hins vegar er það að öðru leyti verra. Kröfur þjóðarinnar hafa einnig skýrst og vaxið síðan 1908. Öll aðstaða innanlands og gagn- vart öðrum löndum hefir gerbreyst. Það sem var viðhlítandi þá, getur ver- ið óhæfilegt nú. Hæstv. forsætisráðherra sagði, að Is- land væri viðurkent fullvalda ríki í samningunum, og fengi nú öll sin mál i sínar hendur. Þetta1) er að vísu sagt berum orðum i 1. gr. frv., en ef lesið er áfram kemur í Ijós, að þetta eru ekki nema orðið tóm. 6. gr. kem- ur þvert ofan í ummæli 1. greinar. Þar er Dönum veittur allur sá sami rjettur á íslandi sem íslendingum sjálí- um. Christensen getur hróðugur sagí, að hann hafi »komið, sjeð og sigrað«'í Jafnrjeftisákvæði 6. greinar eru sýnu verri cn í frv. 1908. Það liggur í aug- um nppi ef borið er saman og eink- um ef athugaðar eru skýríngarnar, sem fvlgja 6. gr. og jeg mun síðar vikja að. I frv. 1908 var fiskiveiðarjettur Dana að nokkru leyti bundinn við landhelgisvörn þeirra og gert ráð fyrir, að hann fjelli niður siðar meir ef ís- lendingar tæki að sjer strandvarnirn- 1) :r. að fsland sje fullvalda ríki. ar. í nýja frv. er ekkert ákvæði um, að Danir missi fiskiveiðarjettinn í landhelgi við ísland þótt íslendingar annist einir strandvörnina. Danir hafa nú ekkert aðhald. Þeir eru beint leyst- ir frá því að auka nokkuð strandvarn- irnar og þurfa ekkert að gjalda fyrir rjett sinn. En eftir frv. 1908 höfðn Danir þó tvennskonar aðhald í þessu efni. í fyrsta lagi hefði íslendingar að sjáfi- sögðu tekið strandgæsluna í sínar hendur ef Danir hefði vanrækt hana, og þar með síðar meir svift Dani og Færeyinga fiskveiðirjettinum, eins og Færeyingar óttuðust mjög. En nú eru Danir leystir frá slíkum óþægindum. í öðru lagi hefði Danir líka skirst við að nota landhelgina mjög til fisk- veiða, þvi að ella hefði ágangur þeirra orðið hvöt fyrir íslendinga til að taka strandgæsluna i sínar hendur og losna við ágang þeirra. Christensen hefir haft sitt fram. Hann má vel una þess- um málalokum. Hann kom, sá og sigraði. Það lætur vel í evrum, að ísland sje fullvalda ríki, en hið fullvalda ís- land má ekki gera slíkan samning við annað ríki, að fullveldinu sje þar með kippt upp með rótum. Ef samningar þessir ganga í gildi fær þrjátíu sinnum fjölmennari þjóð og hundrað sinnum rikari, borgararjett í þessu kostauðga landi. Hingað til hefir það verið tak- markið i frelsisbaráttu þjóðarinnar, að ísland grði fgrir íslendinga. En nú á ísland að vera fyrir Dani og íslendinga. »ísland fyrir íslendinga« hefir ekki að eins verið slagorð eins stjórnmálaflokks heldur allrar þjóðarinnar. Æiskulýður landsins (Ungmennafjelögin) hefir og tekið þessi orð á stefnuskrá sína. Eftir fá ár eru unglingarnir orðnir atkvæðis- bærir, en þá á að vera búið að hleypa útlendum skara inn í landið og eyði- leggja meginkjarnann í æskuhugsjón- um þeirra, höfuðskilyrðið fyrir vel- gengni þjóðar vorrar í þessu landi. Sambandsmenn hafa verið að tala um að takmarka rjettindi Dana hjer í landi, með þeim hætti að gera heim- ilisfestu innanlands að skilyrði fyrir atvinnurekstri í landinu. Jeg skal engu spá um e^ndirnar, sem á því yrði. En örðugt mundi það þó veitast, þar sem slíkt væri ótvirætt brot á anda samn- ingsins. í athugasemd við 6. gr. láta hvorirtveggja nefndarmennirnir, dön- sku og íslensku, svo um mælt: »Sjálfstæði landanna hefir í för með sjer sjálfstæðan ríkisborgararjett, Pess vegna er af Dana hálfu lögð áhersla á, að skglaust sje ákveðið, að öll ríkis- borgararjettindi sje qlgerlega gagn- kvæm án nokkurs /grirvara eða af- drátlanc. Þetta virðist svo skýrt og »af- dráttarlaujt«, sem orð tungunnar geta framast látið í ljós og þarf engrar út- listunar. Annars er hjer harla undarlega að orðið kveðið. Fyrst er þess getið, að »sjálfstæði landanna hafi í för með sjer sjálfstæðan rikisborgararjett«. En svo kemur í næstu setningu: Þess vegna er af Dana hálfu lögð áhersla á að skýlaust sje ákveðið o. s. frv.« Setningarnar eru i raun rjettri í mótsetningu hvor við aðra og hefði heldur átt að standa:, »Pó er af IJana hálfu lögð áhersla á o. s. frv.«. En þetla orðalag er eðlilegt, þar sem Danir leyfa aðeins á pappírnum, að ísland sje kallað frjólst og fullvalda ríki; þess vegna þurfa þeir að taka það skýlaust fram, að þeir hafi sama rjett og íslenskir borgarar hjer á landi. Og ekki er nóg með, að jafnrjetfið sje svo skýrt og afdráttarlaust ákveðið í texta frumvarpsins og athugasemdum, heldur er því bætt við, »að af þessari gagnkvæmni leiðir það, að afnema verður allar þœr takmarkanir, sem nú eiga sjer stað á fullu gagnkvœmu jafn- rjetth. Hjer er íslendingum skipað að plokka burt alt, sem nú er í lögum og gæti takmarkað fullkomnasta jafn- rjetti Dana hjer á landi. Til eru ein- mitt ýms lög, sem miða að því að tryggja, að ísland sje fyrir Islendinga. Yfir því hefir Khútur Berlín verið að fjargviðrast og aðrir hans sinnar. En nú er skipað að reita alt slíkt burt. Þetta er svo grátleg afturför, að furðu gegnir að nolckur íslendingur skuli geta mælt þvi bót. Hjer er árangur- inn af viðleitni bestu manna þjóðar- innar á undanförnum áratugum að stuðla að þvi með löggjöf, að ísland verði fyrir íslendinga, strykaður út og afmáður. Erindrekar Dana hafa ekki sett þessi afdráttarlausu skilyrði um jafnrjettið í samninginn alveg út í bláinn. Nefnd- armennirnir islensku hafa einnig fall- ist á þau og þau eru i samræmi við allan anda samningsins, þótt heyrsl hafi siðap, að torvelda mætti Dönum aðstöðu þeirra með búsetuskilyrðum. En jeg sje ekki betur en slíkt væri brot á samningnum, oa væri það ekki fögur aðferð eða heillgfænleg að gera samning með þeim hug að svíkja hann. íslendingar mundu einnig koin- ast skamt með það. Gerðardómur á að skera úr, ef ágreiningur rís um skiln- ing á samningnum og gerðarmennirnir fara væntanlega að lögum og halda sig að ákvæðum samninganna. Þá er enn eitt ákvæði, sem sýnir bróðurþelið á pappírnum, en leiðir jafnframt i ljós það sem undirbýr: — Það er hin makalausa lögjöfnunarnefnd, sem stofna skal samkv. 16. gr. Þar er ákveðið, að stofna skuli »dansk-íslenska ráðgjafarnefnd, sem í eru að minsta kosti 6 menn« o. s. frv., og siðan tek- ið fram, »ið »sjerhvert lagafrumvarp, sem varðar nánari meðferð mála þeirra, er um ræðir i sambandslögum þessum, og lagafrumvörp um sjermál annars- hvors ríkisins, sem einnig varða liitt rikið og stöðu og rjettindi þegna þess, skal hlutaðeigandi stjórnarráð leggja fyrir nefndina til álita áður en þau eru lögð fyrir ríkisþing eða alþingi,« o. s. frv. — »Nefndinni ber að gera tillögu um breytingar á þeim frumvarpsá- kvæðum, sem hún telur koma í bága við hagsmuni annarshvors rikisins eða þegna þess«. — Þá á nefndin og að undirbúa samning lagafrumvarpa, er miða að »samvinnu milli ríkjanna og samrœmi í löggjöf þeirraa. (Framh.). Prentsmiðjan Gutenberg — 1918.

x

Einar Þveræingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einar Þveræingur
https://timarit.is/publication/175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.