Einar Þveræingur - 03.10.1918, Blaðsíða 2

Einar Þveræingur - 03.10.1918, Blaðsíða 2
2 EINAR ÞVERÆINGUR. Sjálfstœðisfjelagið. Syikin stefnuskrá. Eins og kunnugt er hefir fjelag ver- ið hjer í bæ, sem nefnt hefir sig »Sjálf- stæðisfjelag«. Ekki veit jeg hvort það er dautt eða lifandi nú, þvi að fátt hefir verið um fundi þetta ár; enginn að jeg held. En siðasti formaður fje- lagsins var eða er Rjarni Jónsson frá Vogi. Fjelag þetta hefir sett sjer lög, og er stefnuskrá þess í 2. gr. fjelagslaganna letruð á þessa leið: »Stefna fjelagsins er að vinna að fullu sjálfstæði íslands, bæði inn á við og út á við, og varna því, að nokkrir samningar verði gerðir við Dani, í smáu eða stóru, er skert geti Jullveldi íslands. Fjelagið vill leitast við að ná þessu með því að efla atvinnuvegi lands- manna og losa verslun landsins og viðskifti úr erlendum höndum og koma þeim í hendur íslendinga sjálfra, auka þjóðlega menningu og greiða jafnframt hollum menningarstraum- um frá öndvegisþjóðum heimsins götu inn í þjóðlíf íslendinga«. Er það ekki skerðing á fullveldi ís- lands að láta Dani neyða sig til þess að láta af hendi mikilsverð landsrjett- indi fyrir það að viðurkenna fullveld- ið á pappírnum? Því að þó að sagt sje, að þetta sje gert af fúsum vilja frá íslendinga hálfu, þá er þó vitan- legt, að viðurkenningin fekst ekki með öðru móti. Er það ekki skerðing á fullveldinu að vera tilneyddur að fá Dönum í hendur yfirráð yfir mestvarðandi mál- um þjóðarinnar? Er það að losa verslun landsins og viðskifti úr erlendum höndum og koma þeim i hendur íslendinga sjáltra að veita Dönum jafnrjetti við íslendinga á sjó og landi, í verslun og viðskiftum, sem væru þeir fæddir íslendingar? Er það að greiða hollum menning- arstraumum frá öndvegisþjóðum heims- ins götu inn í þjóðlíf íslendinga að stofna sjóð af íslensku fje við háskól- ann í Kaupmannahöfn, er hafi það markmið að efla andlegt samband milli Danmerkur og íslands? Eða greiðist menningarstraumunum gata við það, að dans-íslensk ráð- gjafarnefnd á að leggja stund á að koma danskri löggjöf inn til íslands? Nei, og aftur nei. Ekkert af þessu er í samræmi við stefnuskrá sjálf- stæðisfjelagsins, og hver sá sjálfstæðis- maður, sem með orði eða atkvæði styður eða hefir stutt slíka samninga- gerð, er sambandslögin setja, svíkur eða hefir svikið stefnuskrá fjelagsins. Sjálfstæðismaður. Of dýrt. »Frjettir« hafa verið að stagast á þvi i nokkrum blöðum, að mjer þyki sambandið við Danmörku ettir hinum nýju lögum of dgrt. Hvaðan blaðið hefir þær frjettir, veit jeg ekki. Jeg hefi ekkert um það talað eða skrifað hingað til, ogígrein- um mínum i »Vísi« er engu orði á það minst. En samt er það nú svo. Jeg skal hreinskilnislega játa, að mjer þykir sambandið of dýrt, eins og það verður eftir sambandslögunuro. Að kaupa viðurkenningu Dana um, að við sjeum fullvalda ríki — sem við höfum verið og erum alt til þessa dags »að guðs og manna lögum« eins og »Frjettir« hafa orðað það — fyrir þau mikilsverðu landsrjettindi, auk margs annars: að Danir njóta að öllu leyti sama rjettar á Islandi til atvinnureksturs og annars, bæði á sjó og landi, sem væru þeir fæddir íslendingar; að Danir, hvar sem þeir eru bú- settir, hafi frjálsa heimild til fiskiveiða innan landhelgi íslands; að dönsk skip njóti á íslandi sömu rjettinda sem islensk skip, þykir mjer of dýrt keypt. — Með þessu er ekki lengur »ísland fyrir Is- lendinga« eins og kjörorðið á að vera, heldur »ísland fyrir Dani og íslend- inga«. Og ofan á þetta bætist, að eftir sam- bandslögunum skuldbindum við okk- ur til að kosla landhelgisvörnina að öllu leyti, þrátt fyrir það þótt Danir ættu að sjálfsögðu að bera kostnaðinn við vörnina að sínu leyti, þar sem þeir hafa rjettinn til fiskiveiða í landhelgi. Petia alt gerir það að verkum, að mjer þykir viðurkenning fullveldisins of dýr. Þá er hin hlið málsins, hinn beini kostnaður, sem »Frjettir« tala um. Og þó að blaðinu þyki það, ef til vill, smásálarskapur að minnast á, hvað alt þetta sambandslagabákn kost- ar, þá ætla jeg nú að leyfa mjer að gera það. Hvað sem öðrum finst, sýn- ist mjer rjett að gera sjer grein fyrir hvaða árlegan, kostnað sambandið leggur oss á herðar og hvort vjer, eins og nú standa sakir, erum færir um að bera hann. Allir vita, að tíroarnir eru alvarlegir, landssjóður skuldugur, at- vinnuvegirnir á fallanda fæti, gjald- þolið því ekki mikið, en kröfurnar til íramlaga miklar, vegna ýmsra ófriðar- ráðstafana, og enginn veit, hvernig alt fer á endanum. Mjer íinst því rjett að gæta þess að reisa sjer ekki hurðarás um öxl. Alt annað væri, ef við Is- lendingar værum þeir burgeisar, að okkur varðaði ekkert um hvað hlut- irnir kosta, bara ef þeir fást. Leiðin- legt lika fyrir þetta nýja »fullvalda ríki« að verða gjaldþrota þegar eftir nokkur ár eða vera tekið undir fjár- forráð annara ríkja. Jeg er nú ekki svo glöggur, að jeg geti gert mjer í hugarlund, hvað alt þetta kostar að krónutali. En einhver af þeim, sem að »Frjettum« standa, er sjálfsagt svo fær, að hann geti reikn- að það út. Læt jeg mjer því nægja að eins að benda á þau atriði, sem binda oss bagga á herðar, og svo getur hver reiknað sem vill. Fyrst er þá landhelgisvörnin, sem jeg hefi talað um. Hvað kostar hún svo nægileg sje? Þá er konungurinn og ættmenn hans. Eftir uppkastinu 1908 átti Island að leggja fje á konungsborð og til borð- fjár konungs-ættmenna hlutfallslega eftir tekjum Danmerkur og íslands, og var það ekki ýkja-mikið. Nú er ekkert slíkt ákvæði, en alþingi á að ákveða laun konungs og til ættmenna hans. Verður þar líklega ekki nánas- arskapurinn á ferðinni. Þá er kostnaðurinn við utanríkis- málin: »Trúnaðarmaður« i utanríkisstjórn- arráðinu, sendiherrar eða sendiræðis- menn þar sem þeir eru ekki fyrir, »ráðunautar« við sendisveitir og ræð- ismannaembætti þau, sem nú eru, og svo loks sendimenn, sem stjórn ís- lands sendir til þess að semja um sjer- stök islensk málefni, t. d. verslunarer- indrekar, og ef trúa má »Morgunblað- inu« geta þeir nú orðið nokkuð dýrir, ef satt er, að þeir í Ameríku og Eng- landi hafi kostað 158 þús. kr. á ári. Enn er ótalinn annar kostnaður við utanrikismálin, sem samkv. 11. gr. á að ákveðast eftir samningi milli stjórna beggja landa. Þá sleppir ísland framvegis tilkalli til ríkissjóðstillagsins, 60 þús. kr. á ári, verður hjer eftir sjálft að greiða kostnaðinn við skrifstofu stjórnarráðs íslands í Kaupmannahöfn, sem Danir áður kostuðu, og loks eru afnumin forrjettindi íslenskra námsmanna við Kaupmannahafnar-háskóla, að líkind- um um 30 þús. kr. á ári. Þá má að iokum ekki gleyma dansk- íslensku ráðgjafarnefndinni. I henni eru 3 íslendingar, og eitthvað vilja þeir liklega hafa fyrir snúð sinn, ekki síð- ur en fossanefndarmennirnir, þó að þeir geri lítið eða ekki neitt. Það má enginn skilja orð min svo, að jeg sje þeirrar skoðunar, að vjer getum fengið ríkisviðurkenningu og fullveídi án þess að leggja meira iram af mörkum en nú gerum við, en að svona dýrt ;hafi það orðið að verða, með því fyrirkomulagi sem er á sam- bandinu, fær mig enginn til að trúa. Hinn árlegi kostnaður verður að minu áliti svo mikill, að hann hefði ekki orðið meiri þó að við hefðum lagt út í fullan skilnað við Dani. Kjósandi. í hafti. Það var sólskin yfir öllu. Hlíðarnar brostu, lækirnir þeyttust áfram hvít- fyssandi, með heillandi nið. Fjöllin stóðu álengdar höfðingleg og kyrlát og horfðu á alt með athygli. Á völlunum með fram ánni voru hestar á beit, sumir frjálslegir og á- nægðir, rásuðu þúfu af þúfu og nös- uðu og átu í grið og kergju, sumir daufir og ólundarlegir, hreyfðu sig lít-

x

Einar Þveræingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einar Þveræingur
https://timarit.is/publication/175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.