Einar Þveræingur - 03.10.1918, Side 3

Einar Þveræingur - 03.10.1918, Side 3
EINAR ÞVERÆINGUR. 3 ið, en reyndu að teygja álkuna sem lengst, svo þeir þyrftu sem minst að færa sig, en ef þeir fóru eitthvað tóku þeir báða framfæturna upp i einu og hoppuðu óeðlilega og með miklum erfiðismunum, og stönsuðu næstum strax aítur. Hvað var að? Hví gátu þeir ekki rásað þúfu af þúfu eins og hinir hestarnir? Hví gátu þeir ekki borið fæturna náttúrlega? Hvi þurftu þeir að híma að mestu í sömu spor- um sorgmæddir og ófrjálslegir? — Fjöllin horfðu á þetta alt úr fjarska og furðuðu sig á, en skildu ekki hvern- ig i þessu lægi, og kölluðu til hæðanna sem nær lágu og spurðu þær, hverju þetta sætti. — »Það er ósköp eðlilegt«, sögðu hæðirnar stillilega; »þeir eru í hafti«. »Hvað er það« spurðu fjöllin? ^Það er bundið sterku reipi um fram- fæturna á þeim, svo þeir geta ekki hreyft þá nema báða í einu, og í hvert skifti, sem þeir ætla að hoppa, heltek- ur þá i fæturnar, og stundum skerst reipið inn i fætur þeirra, svo sár kemst á og blæðir úr þeim«. »Vesalings heftu hestarnir«, sögðu fjöllin. »Það eru fleiri en hestarnir, sem eru í hafti«, sögðu hæðirnar al- varlega. »Sumar þjóðir eru líka i hafti, og islenska þjóðin er búin að vera það í margar aldir. Hún hefir fengið mörg sár undan haftinu, og oft blætt úr«. »Hún er þá lika haftsár«, sögðu fjöll- in þunglega. »Já, hún var orðin svo sár, að hún vildi fara að losna úr haflinu og reyna að slíta það; en þá sendi þjóðin, sem hafði heft hana, sína vitrustu og bestu menn til hennar, og þeir fengu talið um fyrir hen*-, að best væri að hún væri i haftinu áfram, að eins skyldi settáhana nýrri og mvkri hnapphelda með gullroðnu innsigli á, þar sem stæði með stóru letri: Frjáls og f'nll- valda!« »það skal aldrei verða«, sögðu ís- lensku fjöllin þrungin af reiði. »Reir verða að slita haftið«. »Það skal aldrei verða«, bergrúáluðu hæðirnar í ákafa, og lækirnir og áin kváðu með dynjandi róm sama viðkvæðið: »Þeir verða að slíta haftið«. En íslendingar skildu ekki fjalla- málið stórfenga, bergmál hæðanna eða dynjandann i ám og lækjum. »Nýja haftið, nýja haftið«, hrópuðu þeir í ákafa. »Vjer viljum allir nýju hnapphelduna mjúku með fallega gullna innsiglinu«, sögðu þeir fagnandi og klöppuðu saman lófunum i alglevm- ingi. Örn Einei/gdi. Sambandslögln. Skilmálarnir. Það er sagt, að með sambandslög- unum nýju sje það nú fengið, sem ís- lendingar um langan tíma hafa verið að berjast fyrir, -að Danir hafi viður- kent, að ísland sje fullvalda rfki. Og væru samningar þeir, sem fvlgja þess- ari fullveldisviðurkenningu, þannig úr garði gerðir, að engin skerðing yrði á þessu fullveldi, þá mættum vjer vel við una. En það er öðru nær. Viðurkenning Dana um fullveldi ís- lands er svo miklum og illum skil- málum bundin, og svo rammar skorð- ur reistar við, að við sleppum úr þess- ari samningagerð við Dani, að enginn óbrjálaður Islendingur, sem i alvöru vill varðveita sjálfstæði landsins, getur greitt sambandslögunum atkvæði sitt. Skilmálarnir eru þessir: að Danir njóti hjer á landi að öllu leyti sama rjettar og fæddir íslend- ingar. Af þvi leiðir, að fella verður burt úr islenskum lögum öll þau ákvæði, sem hingað til hafa sett verið og veita Islendingum einhver sjerrjettindi frarn yfir Dani. Ekki má heldur eftirleiðis veita íslending- um nein rjettindi fremur öðrum þjóðum, hvort sem um atvinnu- rekstur er að ræða, á sjó eða latfdi, eða annað, nema Danir fái sömu rjettindi. að Danir hafi, hvar sem þeir eru bú- settir, frjálsa heimild til fiskiveiða innan landhelgi íslands. að dönsk skip njóti á íslandi sömu rjettinda sem íslensk skip. að Danir fari með utanríkismál vor, og mega íslendingar ekkert um þau fjalla, nema í samráði við ut- anríkisráðherra Dana. að íslendingar kosti að öllu leyti gæslu fiskiveiða í landhelgi, þegar þeir vilja taka hana í sinar hendur, og virðist þó eðlilegt, að Danir bæru kostnaðinn við gæsluna að sínu leyti, þar sem þeir hafa rjettinn til fiskiveiða í landhelgi. að ísland sleppi framvegis tilkalli til ríkissjóðstillagsins, 60 þús. kr. á ári. að forrjettindi íslenskra námsmanna til hlunninda við Kaupmannahafn- arháskóla sjeu afnumin (utn 30 þús. kr. á ári). að ísland kosti hjer eftir sjálft skrif- stofu stjórnarráðs íslands í Kaup- mannahöfn, en það hafa Danir áð- ur gert. að háskólinn í Kaupmannahöfn fái 1 milj. króna til umráða af íslensku íje »til að efla andlegt samband milli Danmerkur og íslands«, og er í sjálfu sjer ekkert annað en gjöj til Dana. að öll skuldaskifti milli Danmerkur og íslands, sem menn hefir greint á um, hvernig væru til komin, skuli vera á enda ldjáð. að ráðgjafarnefnd svo kölluð sje sett á stofn, dansk-islensk, og er ætlunar- verk hennar að gagnrýna sjerhvert lagafrumvarp áður en það er lagt fyrir Alþingi til þess að sjá um, að ekkert ákvæði í lögum vorum komi í bága við hagsmuni Dana hjer á landi. Nefnd þessi á og að sjá um, að samræmi komist á í löggjöf Is- lands og Danmerkur. Þessir eru nú helstu skilmálarnir, skihrrðið fyrir því, að vjer fánm við- urkenningu Dana fyrir að ísland sje fullvalda ríki. Ekki eru nú kostirnir aðgengilegir, en þó væri það sök sjer að ganga að þessum kostum, ef svo væri um hnút- ana búið, að vjer með hægu móti gæt- um losað okkur við þær kvaðir, sem þessi samningur leggur oss á herðar, þegar vjer fáum leyfi til að biðja Dani um endurskoðun þessara laga að 25 árum liðnum. En svo rammar skorð- ur setja sambandslögin við því, að vjer getum slitið þessum samningum, að sambandsslit virðast ómöguleg eða lítt möguleg. Munum vjer i næstu grein færa sönriur á það. Th. Úr þingræðum um sambandsmálið á síðasta þingi. Fyrri ræða Benedikts Sveinssonar við 1. umræðu málsins 2. sept. s. 1. [Sambandsmálið var pegar tekið till.um- ræðu þingsetningardaginn. Forsætisráðherra reifði málið, en næstur honum tók B. Sv. til máls og mælti á þessa leiðj: Það er sjálfsagt lofsvert að vilja fara vel með þingtímann. Þingið í surnar var óþarflega langt, og er því ekki nema eðlilegt, að nú komi fram sú iðrunar- og endurbótar-stefna að hafa þingsetuna sem allra stysta. Skal eg síst draga úr sliku hugarfari þing- manna. En of dýr gæti þingsparnað- urinn orðið, ef hann væri eingöngu látinn koma niður á sliku stórmáli, sem sambandsmálið er. Það frumvarp, er liggur nú fyrir þinginu, er ánefa merk- ástaog mikilvægasta málið, sem nokkru sinni hefir fyrir þingið komið. Senni- lega munu að vísu fiestir þingmenn þegar ráðnir í þvi, hvernig þeir ætli að greiða atkvæði, en þó er skylt að ræða málið samkvæmt þingsköpum, því að margt kann að koma fram í ítarlegum umræðum, sem breytir af- stöðu manna til þess. Aftur mundu afbrigði hamla, að málið væri rætt rækilega, og skyldi síst neyta afbrigða í sliku stórmáli sem þetta er. Afbrigðum var óspart beitt í stjórnarskrármálinu 1914 og hefir síst hlofist gott af, og er það hugboð mitt, að einsyrði um þetta stórmál. Árið 1908 gafst þjóðinni góður tími til að athuga sambandsmálið; var kunnugt orðið um efni frumvarpsins tímanlega í maímánuði, en ekki kosið fyrr en í september um haustið. Þá um vorið var gefin út fróðleg bók, »BIáa bókin«, um öll störf og tillögur nefndarinnar, ásamt nefndaráliti og ýmsum öðrum fróðlegum fylgiskjölum, sem gerði þjóðinni langt um hægra fyrir en ella að átta sig til hlítar á málinu. — En nú er annað uppi á teningnum. Nú er aðeins blábert frum- varpið með athugasemdum birt fyrir þingi og þjóð og kemur mönnum þetta einkennilega og undarlega fyrir sjónir. Jeg hafði búist við, að gefin yrði út nokkurs konar »blá bók«, þar sem væri öll skjöl, er að samningunum lúta, gerðabók samninganefndar o. s. frv. Gæti birting þeirra skjala skýrt og upplýst ýmisleg mikilvæg atriði og ætti þau síst að liggja i láginni. Slikri bók ætti að útbýta meðal kjósenda 1 landinu svo snemma, að þeir fengi góðan tima til athugunar áður en at- kvæðagreiðslan fer fram.

x

Einar Þveræingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einar Þveræingur
https://timarit.is/publication/175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.