Fréttir - 31.12.1915, Side 3
31. d««.].
FRÉTTIR
369
sem fyrst. Er hann sá fyrsti af þegnum
Miðveldanna, sem hefir sett þá skoðun
fram á prenti. Þessi grein hans vakti því
auðvitað afarmikla athygli og — fögnuð.
Kveðst þessi danski blaðamaður hafa séð
hjá honum bunka af bréfum frá fólki af
ýmsum stéttum, þar sem honum er tjáð
þakklæti fyrir þessa grein.
Blaðamaðurinn heíir þau ummæli eftir
Singer, að hingað til hafi hvorugur ófriðar-
aðilinn þorað að nefna frið á nafn, vegna
þess að þeir hafl óttast að það mundi
verða skoðað sem staðfesting þess, að þeir
stæðu illa að vígi. »En nú þorum vér paða,
sagði hann, »því að nú, eftir að ófriðurinn
hefir staðið í 15 mánuði, hafa Miðveldin
engan bilbug látið á sér finna og aðstaða
þeirra er nú betri en nokkru sinni áður.
Þess vegna getum vér boðið óvinum vor-
um frið og vér munum eigi gera svo ljar-
stæðar kröfur, að það þurfi að standa I
vegi fyrir samkomulagk.
Singer hugsar sér leiðina til friðarsamn-
inga helst þá, að einhver hlutlaus vísinda-
maður eða stjórnmálamaður boði blaða-
menn ófriðarþjóðanna saman til fundar í
hlutlausu landi, þar sem þeir reyni að
koma sér saman um friðarskilmálana, til
þess svo að leggja þá fyrir stjórnir ófriðar-
þjóðanna.
Það er auðsætt af þessu, að Bandamenn
og þeir, sem þeim eru mest fylgjandi, vaða
reyk, er þeir ætla að friðarhreyfing sú,
sem gert hefir vart við sig innan Miðveld-
anna, eigí rót sína að rekja til þess að þau
séu nú farin að sjá sitt óvænna, hvað úr-
slit ófriðarins snertir. IJau eru hvergi hrædd
hjörs I þrá, en eigi að síður vilja þau vinna
að því með öðrum góðum mönnum, að
létta bölvun ófriðarins sem fyrst af þjóð-
unum. —n
Brúin á íbar.
Nú hefir Kraljevó verið tekin, en ekki er
friðlegt þar enn. Serbar fara þar um alt
eins og maurar i þúfu. Yæri líklegt að
Þjóverjar næmu þarna staðar í hinum breiða
Mórava dal, því að kvikfjárhjarðir eru á víð
og dreif þar í þorpunum, en þeir bíða
þangað til að vagnalestir koma með skot-
færi, brauð, skófatnað og «nnað því líkt,
enda stendur þeim hálfgerður stuggur af
hinum ógreiðfæru og hrjóstrugu fjöllum.
En það er ekki um neina dvöl að ræða
þarna eins og stendur, því að þeir ætla sér
að komast til íbar og eitthvað upp með
henni.
Öll slrætin í Kraljevó eru full af mönnum
og skepnum, en serbisku sjúkratjöldin, sem
likjast norðurfjöllum Serbíu að lit og lög-
un þótt í smáum stíl sé, standa enn þá
við járnbrautarstöðina og á grassléttunni.
Sjást heypokar og stangadýnur, sem særðu
hermennirnir hafa hvílt á, ef litið er inn i
tjöldin, en loftið i þeim er svækjulegt og
Blómið blóðrauða.
Eftir
Jóh. Linnankosky.
4. Feðgarnir.
Dögurði var lokið. Fólkið ílýtti sér út.
»Bíddu við, ÓIafur!« sagði faðir hans í
öndveginu. »Jeg þarf að tala við þig!«
Ólafur sótroðnaði. Hann vissi yfir hverju
karlinn bjó, og hafði við þessu búist allan
morguninn.
Þau voru þrjú saman inni. Húsfreyja stóð
úti hjá arni.
»Seztu!« sagði bóndi hryssingslega.
Ólafur gerði svo. Stundarkorn heyrðist
ekkert, nema letilegt ganghljóðið í klukk-
unni.
»Jeg veit hvert hún mamma þín fór í nótt.
— Kantu ekki að skammast þin?«
Ólafur draup höfði.
»Það væri maklegast að gefa þér utan
undir, og þú skalt ekki heldur vera viss
urn, að þú fáir það ekki!«
Ólafur þorði ekki að líta upp, en hann
heyrði á rómnum, hve reiður faðir hans var.
»Hvað ætlarðu eiginlega að hafast að?«
tók karl aftur til máls. »Eiga krakka með
hverri stelpu, er ekki svo?«
»Pabbi!« heyrðist sagt lágt utan frá arn-
inum. Auðséð var á svip gömlu konunnar,
að hún bjóst við því versta.
Kalt og biturt var augnaráðið, sem karl
beindi að arninum úr öndveginu.
»— Og koma með þá heim og lála for-
eldrana þína ala önn fyrir þeim?«
Ólafur blánaði og þrútnaði af reiði. Var
þetta faðir hans, sem sat þarna og mælti til
hans slíkum orðum? Var það ekki öllu
heldur einhver ókunnur, hranalegur aðkomu-
maður, sem brotist hafði inn í bæinn?
Og í sömu svipan greip hann ný kend,
233
liggja þar inni einhver sokkaplögg og annar
fatnaður af þeim, sem látist hafa. Þar ligg-
ur líka dauður Serbi i brúnum kufli og
vafinn i brúnan dúk, svo að ilt er að koma
auga á hann, • en nú verða teknar grafir
milli trjánna fyrir framan brautarstöðina
og ér hermaður einn að mála þessi átak-
anlegu orð á trékross, sem hann ætlar að
reisa félaga sínum:
»Vegfarandi! Stattu við og bið þú fyrir
mér. Á morgun kemur einhver annar og
biður fyj-ir þér«.
Vinstra megin við tjöldin er raðað 139
byssum, sem teknar hafa verið og standa
þýzkir hermenn þar hjá þeim og eru að
virða þær fyrir sér ogtaka ljósmyndir afþeim.
Margir þeirra þukla um hlaupin, en aðrir
gagnskoða þær af mikilli þekkingu og lýsa
byggingu þeirra fyrir öðrum áheyrendum.
Er dátunum herfang þetta sigurmerki eins
og fánarnir þeim sem heima sitja. Bak við
brautarstöðina er raðað ótal kössum full-
um af sprengikúlum og púðri. Það er hið
alræmda frakkneska B-púður. og er það
auðvitað, að Frakkar hafa komið því til
Serba i tæka tíð. Túlkur einn les
merkin á kössunum og eru þeir svo opn-
aðir.
Eg berst nú með mannþyrpingunni á-
leiðis til fljótsins alt þangað til eg er kom-
einhver ofsatrylling. Hann gat ekki gert sér
hana ljósa. En hún jók honum ásmegin og
altók hann. Hann leit upp og bjóst til and-
mæla, en stóð upp, eins og einhver hefði
tekið í hönd hans, og sneri til dyra.
»Hvert ætlarðu?«
»Út á akra!«
»Nú, einmitt það? —«. Svo var sem rödd-
in einsaman gripi fyrir kverkai honum. »Þú
ferð ekki fótmál fyrri en þú svarar og það
þegar í stað! Ætlarðu til hennar?«
Hik kom á Ólaf. Áðan hafði hann blygð-
ast sín og verið fús á að slaka til, en í einu
vetfangi var honum snúinn hugur. Nú fann
hann, að hann varð að bera af sér, berjast
til þrautar fyrir því, er seinustu dagana hafði
beitt hann kynlegu, dulrænu ofurvaldi. Hann
snerist skjótt á hæli, bar höfuðið hátt og
svaraði einbeittur:
»Já, jeg ætla að ganga að eiga hana!«
Karlinn setti upp fyrirlitningar- og háðs-
svip. En þegar hann sá framan í son sinn,
hnykti honum við nokkuð og vissi ekki
gerla, hvernig nú skyldi seglum haga.
»Ganga að eiga hana'Ui spurði hann og
laut fram, eins og honum hefði misheyrst.
»Já!« kvað nú við skýrar en áður utan
frá dyrunum.
Ólafi fanst sér skylt og sjálfsagt, að hefna
svívirðu þeirrar, er bæði hann sjálfur og
stúlkan hafði verið beitt, og snjallast væri
þá að beita því vopninu, er hann hafði séð
bíta best og særa dýpst.
»Jeg ætla mér að eiga hana!« Orðin voru
svo hvöss og hvell, sem hurðu væri skelt
í lás.
»Hundspottið þitt!«
Og karlinn þaut sem ljón til dyra, þreif
gólfsóflinn á sprettinum, tók í hnakkadramb-
ið á Ólafi og slengdi honum á gólfið, svo
af varð dynkur mikill. Þetta skifti engum
togum.
(Frh.).
234
inn á bakka þess og horfi út á það í sól-
skininu. Vatnið i því er skolbrúnt enn þá
eftir rigninguna síðustu dagana og flæðir
upp í pílviðartrén. Breidd þess er eitthvað
um 80 metra og það er ákaflega straum-
hart, eins og fjalla-ár eru vanar að vera.
Griðarstórir flotar af trjám og runnum hafa
borist með straumnum ofan að varnarstólp-
unum, sem liggja út frá brúnni. íbarfljótið
kemur upp í fjöllunum í Montenegro og
fellur um þröngt skarð, sem er beint á
móti, og þar er straumhraðinn afarmikill.
Hafa Serbar mjög mikið dálæti á fljótinu,
því að það rennur um marga þá staði, sem
frægir eru í sögu Serba og hafa þeir átt
vopnaviðskifti víða fram með því.
Eg sezt nú niður í grastó eina, en það
er nú farið að minka um grasblettina. Það
er búið að sparka það alt niður og bæla
af mönnum og skepnum. Er allsstaðar fult
af hálmi, skyrtum, sokkum, einkennisföt-
um, stigvélum, pokum og öðru rusli svo
sem hálfbrunnu heyi og hálfrifnum sendi-
bréfum, hænsnafiðri og hræjum. Þarna er
ógrynni hræfugla, er safnast að þessu rusli
og þarna voru herbúðir Serba. Það er
hægt að ímynda sér hvei'nig þarna hafi
litið út þegar þýzku sprengikúlurnar þeytt-
ust um staðinn sólarhring áður en búist
var við, óp og fyrirskipanir hinna serb-