Fréttir - 17.05.1918, Síða 2
2
FRÉTTIR
íslenzku símamennirnir.
Eftir
H. de Vere Stacpoole.
(Frh.)
En hann gat ekkert við þessu gert, og ekki
náð til hennar aftur, því að »Ceres« hafði nú
létt akkerum, og tók stefnu til Stykkishólms.
Svala sakleysinginn, sem áleit hverja hans
ósk eins og eitthvert lögmáls-boðorð, og sem
hann áleit, að væri einhver dýrmætasti hlutur-
inn í eigu sinni — hún hafði látið sér þessi
orð um munn fara, og gefið í skyn, að hún
hefði sjálfstæðar skoðanir, sem auk þess voru
gagnstæðar hans skoðunum.
Það var ótrúlegt, en satt var það samt.
Skyldi hún vera gengin af vitinu? Nei —
ó, nei! Hún var alheilbrigð, en hafði að eins
haft hann fyrir leikfifl.
Hann var seinn til reiði, og skifti mjög
sjaldan skapi, enda var það meðal annars
þessúm kostum að þakka, hvað hann hafði
komizt vel áfram.
En nú varð hann verulega reiður. Geðs-
munir hans komust allir í æsingu vegna
stúlku þessarar, sem forsmáði hann.
Honum tókst þó að stilla sig, og láta sem
ekkert væri, enda þekti hann flesta farþegana.
Hann fór ekki í land í Stykkishólmi, en
sat kyr i salnum og drakk öl með verzlunaF-
mönnum nokkrum, sem vóru á leið til
Reykjavíkur.
Þangað komu þeir morguninn eftir, og gekk
hann þá beint til skrifstofu Helga Stefáns-
sonar.
Helgi var að vísu ekki lögmaður hans, en
gamall kunningi og þekti vel til konumál-
anna. En auk þess var hann heiðvirður
maður, sem óhætt var að treysta, og Ólafur
virti lífsreynslu hans inikils.
»Já —já! Hvað er nú að frétta frá Breiða-
firði?« spurði Helgi.
Spurning þessi ýtti undir Ólaf, og sagði
hann Helga nú alt af raunum sínum.
»Hún mintist ekki á þetta einu orði fyr en
við vorum komin út á skipið, og það var að
létta akkerum. Hún beið þangað til eg
hafði ekkert undanfæri, og þá — en eg er
búinn að segja yður það alt saman«.
»Það er sízt fyrir að synja, hvað kvenfólk-
inu getur dottið í hug«, sagði Helgi, »en þetta
er nú samt all-kynlegt. Hafði ykkur borið
nokkuð á milli?« •
»Borið á m'illi! Nei, síður en svo! Hvað
hefði það svo sem átt að vera?«
»Nú — fyrst ykkur hefur ekki borið
neitt á milli, og hún fer samt svona að ráði
sínu«, sagði Helgi, »þá er engum blöðum um
það að fletta, að »einhver annar« er kominn
í spilið«.
»Einhver annar?«
»Já — það er einhver annar, sem ætlar
sér að ná í hana. Eg skal nú segja yður
nokkuð, af því að eg er kunningi yðar. Þegar
Magnús kom hingað á leið sinni vestur, sagði
eg honum frá trúlofup Svölu, og eg sá, að
hann tók sér þá fregn mjög nærri. Svo var
helzt að sjá sem að hann hefði sjálfur felt
hug til hennar«.
»Lubbinn sá!«
»Hann er nú frændi hennar engu að
síður!«
»Nei — það kemur ekki til nokkurra mála,
það er ekki hann«, sagði Ólafur, sem fór nú
að renna grun í, hvernig á öllu stæði.
»Það kann að vera, að það sé ekki hann«,
sagði Helgi. »En hver er það þá?«
Ólafur hafði verið Svölu svo sárreiður fyrir
tiltæki hennar, að lionum höfðu alt að þessu
ekki komið neinir keppinautar í hug, en nú
sá hann alt í einu og eins og ósjálfrátt
hvernig i öllu þessu lá.
Það var auðvitað Eiríkur, sem hafði náð
Svölu á sitt vald og alstaðar verið honum
Þrándur í Götu. Það var hann, sem hafði
gint hann til þess að leigja húsið, krækt í
bát GíslaJ og vinnu. þeirra feðga, ónýtt til-
raunir hans til þess áð leggja undir sig
benzín-verzlunina, og verið alt að þessu
undarlega hundheppinn með sjávarútveginn.
Hann vissi, að þau höfðu farið saman út að
hafís-jakanum, og að þau vóru orðin mestu
mátar — og nú varð honum það líka
skyndilega ljóst, að Eiríkur mundi standa sér
framar, þegar um kvennamál væri að ræða,
og þurfti ekki að nefna annað til þess, en
líkams-yfirburði hans.
Ólafur hefði nú orðið hugsjúkur út af
þessu, ef hann hefði ekki haft jafnmikið álit
á sjálfum sér og hann hafði. Hann hafði alt
að þessu ekki litið á Eirík öðruvísi en sem
hvern annan sjómann, og ekki komið til
hugar, að Svala mundi líta við honum. En
þegár hún hafði nú afneitað honum sjálfum,
þá fór myndin af keppinaút hans að verða
æ skýrari fyrir honum — eins og liann sæi
hann í spegli.
Því lengur sem hann velti þessu fyrir sér,
því sannfærðari varð hann um, að Helgi
hefði haft rélt fyrir sér með tilgátu sina, og
honum blandaðist ekki hugur um, að hér
ætti Eiríkur hlut að máli.
Hann hypjaði sig burtu af skrifstofu Helga
og gekk til veitingahúss Zoega.
frá báðum þessum stórmálum ó-
unnum eða hálf-unnum.
Margir halda þetta koma af á-
hugaleysi almennings. En það er
misskilningur. — Ahuginn sýður
niðri í mönnuin, það vellur og
sýður niðri í mönnum reiðin, ef
þeir fá nokkurn minsta grun um,
að þingið ætli að vanrækja eitt-
hvað af stórmálunum. En þeir
þykjast eigi þurfa að ámálga slíka
hluti, svo sjálfsagða telja þeir þá.
Þessi er ástæðan til þagnarinnar.
Áreiðanlega víst er það, að hér
þarf engi strokumaður að leita
kosninga síðarmeir.
flvað ætlar jtisgíð að gera?
Fátt gerðist sögulegt á þingi i
fyrra dag og voru þó 7 mál á
dagskrá í Ed. og 11 i Nd. En það
var eins og þingmenn hefðu of-
reynt sig á umræðunum um dýr-
tíðarlagafrv. stjórnarinnar daginn
áður, þvi að sárfáir tóku til máls.
Eða hvort er ferðahugurinn orðinn
svo rnikill í þingmönnum, að þeir
geti nú ei lengur um annað hugs-
að, en heimföriha? Það er haft
fyrir satt, að heimþrá hafi gripið
suma þeirra og það svo, að þeir
geti ekki á heilum sér tekið fyrir
þessum »F’eber«, þó að öll þjóðin
bíði þess nú með eflirvæntingu, að
þingið sé á verði bæði inn á við
og út á við, — ekki sízt í sjálf-
stæðismálinu. — Ekkert er enn
farið að gera í fánamálinu og þó
var þingíð kallað saman til þess
fyrst og fremst að leiða það mál
til lykta. Að minsta kosti mun
þjóðin hafa litið svo á, að það
yrði aðalhlutverk þessa þings, og
því að eins mun hún sætta sig við,
að þingið var kvatt saman nú, að
hún sjái ekki framan í þingmenn
sína aftur fyr en þeir geta fært
henni a. m. k. siglingafánann i
sumargjöf. Hvað ætlar þingið að
gera í því máli? Ætlar það að
bíða og bíða, eltast við »Fata
Morgana« nýrra danskra samn-
ingaumleitana og vafninga ennþá
einu sinni, eða ætlar það nú að
sýna rögg af sér og koma sér
þegar niður á aðalatriðin í þeim
kröfum, sem þingið veit, að lands-
menn bæði vilja og verða að gera
um samband landanna? Ef þingið
ver tímanum þangað til danska
nefndin væntanlega kemur, til þess
að gera sér Ijósa afstöðu vora, þá
verður þeirri nefnd hægara um
vik að átta sig á hvað þingið vill,
og þarf þá þingið ekki að tefja
tímann, eftir að nefndin er komin,
með einhverju nýju samninga-
makki. Pá geta þingmenn farið
heim til sín í friði og með særnd,
— en fyr ekki.
Angantýr.
Mord.
Jón Magnússon á nú að eins
eftir síðustu hríðina til þess, að
vinna fullan sigúr í sjálfstæðis-
málum vorum. Honum ríður á að
þingið standi nú fast við hlið
hans. En þá koma nokkrir menn
úr hans eigin flokki, og vilja láta
fresta þinginu, sem er auðvitað
byrjun á fullkomnum svikum við
málið og foringja þeirra.
Flokkurinn myfðir foringja sinn,
sviftir hann siguVvon í stórmálum
vorum, og sviftir hann kjósanda-
fylgi. Flokkurinn myrðir foringja
sinn á laun.
Hjó sá er hlífa skyldi.
Illa munu Norður-ísfirðingar
kunna slíku, og einhvern tíma
mundi Þórsnesþing hafa greitt
þung gjöld fyrir slík verk.
Hvað er í tréttum?
Yeðráttan.
Um alt land stilla. Hitinn 7 stig
á Akureyri og ísafirði, 6 í Rvík,
8 í Vestmannaeyjum. — I Færeyj-
um sv. kaldi.
Botnia
fór frá Hófn á þriðjudagsmorgun
síðasta.
Á alþingi
er til umræðu í dag í efri deild
bæjarstjórn í Vestmannaeyjum og
Siglufirði, mótak, útibú í Vest-
mannaeyjum, útsæði og sjóvátrygg-
ing, í neðri deild bæjarstjórn á Ak-
urevri, löggilding Hvalsíkis, lcola-
nám í Gunnarsstaðagróf, biðlaun
Metúsalems, rannsókn mómýra,
reglugerða sparisjóða, námsstyrkar
háskólasveina.harðærisuppbótorða-
bókahöfunda, sala á salti, og dýr-
tíðarhjálp.
Sparisjóðareglugerð.
Menn hafa nú um stund orðið
að búa við mjög þunglamalega og
að því leiti heimskulega reglugerð
um bókfærslu við sparisjóði, þar
sem ætlast er til að 11 bækur séu
haldnar en sama upphæðin bók-
færð 4—6 sinnum. Þessi miljóna-
reikningsfærzla á tæplega við okk-
ar litlu sparisjóði. Nú flytja þeir
Stefán Stefánsson, Einar Árnason
og Pétur Ottesen tillögu til þings-
ályktunar um að þessu bókunar-
fargi sé létt af.
Saltsala.
Fyrirspurn flytja þeir Hákon
Kristófersson og Pétur Ottesen
til landsstjórnarinnar svohljóð-
andi: Er það með ráði eða
samþykki landsstjórnarinnar, að
útlend fiskiskip, sem stunduðu
fiskiveiðar hér við land síðastliðna
vetrarvertið, hafi fengið hér salt og
aðrar nauðsynjar til útgerðarinnar?
\