Fréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - 17.05.1918, Qupperneq 4

Fréttir - 17.05.1918, Qupperneq 4
4 F R E T T I R enda úrskurðaði forseti umr. lokið og sleit fundi er svo var komið. í Nd. voru tvö málin af sex tekin út af dagskrá; var annað þeirra þingsál.till. um námurekstur landssjóðsins á Tjörnesi; en at- vinnumálaráðh. var fastur í Ed., að svara Halldðri fyrir sig og stjórn- ina, og gat þvi ekki staðið fyrir máli sínu gagnvart fjárhagsnefnd neðri deildar. Annars gerðist það markverðast í Nd„ að bæði tekjuaukafrv. stjórn- arinnar voru samþykt með nokkr- um br.till. frá fjárhagsnefnd, og visað til 3. umr. Merkasta breyt- ingin á vörutollsírumv. er sú, að hækkunin (100 °/o) á nú að ná til allra vörulegunda. Vor- og sumarstúlka óskast norður i Húnavatnssýslu, Þarf að fara með s. s. Sterling núna. Upplýsingar á Amtmannsstig 2. Ég undirritaður ræð 20 stúlkur og 5 karlmenn til heyvinnu norður í Skagafjörð nú í sumar. — Góð kjör í boði. Hittist í Bárunni frá ki. 3—41/2 e. m. Olafur Jóhannsson. Rúmgott, sólrikt herbergi með húsgögnum, i eða nálægt míðbæn- um, óskast nú þegar til lcigu. A. v. á. Enn fést Fréttir frá upphafi. Kaffl. brent og- malað er ódýrast i verzlun Símonar Jónssonar Laugaveg 13. Til Hvítasuimunnar! borgar sig áreiðanlega bezt að kaupa í “Verzl. Cxudm. Olæen- Vðrur sendar heim. Sími 14 5. fæst ávalt til leigu í lengri og skemri ferðir, fyrir sanngjarna borgun. Gunnar Ólafsson, Simi 391. bifreiðarstjóri. Sími 391 Talsimi óskast. Háva þóktmn (jetur sa fengið, sem leigja vill talsíma sinn nú þegar, eða sem fgrst. Afgreiðslan vísar á. Prenlsmiðjan Gutenberg. Nokkrir sjóraenn geta fengið góða atvinnu hjá mér í sumar á Vattarnesi. Jón Sveinsson. Til viðtals í Hótel ísland, nr. 19 kl. 6> 8. Guy Boothby: Faros egypzki. 74 honum heim til sin. Eg afréð því að snúa mér tafarlaust til hennar, og hafði eg þvi íataskifti og gekk burt úr vinnustofu minni. Rigninguna hafðl stytt upp og var nú glaða sólskin á götunum. Eg náði mér í vagn og bað vagnstjórann að aka mér til Eaton torgsins svo fljótt, sem honum væri mögu- legt. Eg var svo heppinn, að frúin var heima og var mér undir eins vísað inn til hennar. »Jæja, góðan daginn, herra Forrester! Hvað gengur að yður, maður?« spurði hún undrandi. »Eg hef aldrei séð yður svona út- lítandk. »Ó, það er nú svo sem ekki neitt«, svar- aði eg og gerði mér upp hlá'lur. »Mér bárust slæmar fréttir í morgun og það hefur tekið svona á mig. En annars kom eg til að biðja yður bónar, frú Medenliam«. »Eg skal verða við henni með ánægju ef mér er mögulegt«, sagði hún vingjarnlega. »Gerið þér svo vel að fá yður sæti og segið inér svo liver bónin er«. »Eg ætlaði að biðja yður að nefna mér bústað manns nokkurs. Hvar á hann heima þessi undarlegi gamli maður, sem eg hitti hérna i gærkvöldi ?« »Ja, það koma nú víst hinir og þessir gamlir og undarlegir menn hérna í húsið«. svaraði hún brosandi, »en eg finn það ein- 75 hvernveginn á mér, að þér rnunið eiga við herra Faros«. »Já, eg má segja að hann heitir það«, svaraði eg. »þér heyrðuð víst líka að liann sagðist vera Egyftalandsfræðingur með lifi og sál«. »það er mér ókunnugt um«, svaraði frú Medenham, »en hann er einkennilegur maður, og eg mundi ekki kæra mig um að sjá hann oftar, ef faliega stúlkan, skjólstæðingur hans, ætti.ekki í hlut, en annars auinkvast eg yfir hana af öllu hjarta«. »Nú, svo liún er skjólstæðingur hans«, sagði eg með svo miklum ákafa, að írúin veitti því eftirtekt. »Eg hélt endilega að hún væri dótturdóttir hans«. »Nei«, svaraði frú Medenham, »og ævisaga þessarar vesalings stúlku er bæði fáheyrð og um leið raunaleg. Faðir hennar var ung- verskur aðaismaður, sérlega vel gefinn og fjölhæfur, en fram úr hófi óspilunarsamur, og hún var að eins sex ára þegar móðir hennar dó. Pegar á unga aldii kom það í ljós, að hún var frábærilega náttúruð fyrir sönglist og faðir hennar gerði sér alt far um að láta hana ná sem fullkomnastri þekkingu i þeirri grein, eins og liann óraði fyrir hvað framtíð- in bæri í skauti sér. Pegar hún var tæpra fimtán ára féll hann í einvígi. Þá kom það 76 upp úr kafinu, að hann hafði sóað burtu öllum eiguin sínum og að fasteignir hans voru allar bundnar veðböndum og þeim fleiri og meiri en svo, að þær hrykkju fyrir þeim. Þarna stóð þá dóttirin uppi frændalaus og vina og varð að ganga út i veröldina upp á von og óvon. Hefði það mátt leljast þungt hlutskifti hverjum ungling, en fyrir hana, sem var afarviðkvæm í lund og þekti ekkert til heirnsins, mátti það virðast því nær óbæri- legt, og það er næstum frágangssök að hugsa sér, hvernig líðan hennar hafi verið finim ár- in næstu meðau hún var að þroskast. Með frábærum kjarki tókst henni að hafa ofan af fyrir sér eingöngu með sönglist sinni að heita mátti ogj tók afarmiklum framförum. Þá komst hún í kynni við þennan gamla mann, sem þér sáuð í gærkvöldi, herra Faros á eg við, en ekki hef eg getað komist fyrir, hvar og hvernig það vildi til, því að hún er ákaf- lega fáorð um það atriði. Hann var ríkur, sérvitur og framúrskarandi söngelskur og það hefur líklega laðað hana mest að honum. Elli hans gerði það verkum, að þau fengu að vera í friði fyrir orðasveim*annara, svo að engum datt í hug að hneykslasl á því að hann tók hana sér í dóttur stað og lét hana Ijúka námi sínu með tilsögn liinna færustu

x

Fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.