Fréttir

Tölublað

Fréttir - 26.06.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 26.06.1918, Blaðsíða 2
2 FRETTlh íslenzku símamennirnir. Eftir H. de Vere Stacpoole. (Frh.) Hann settist nú að snæðingi og gekk svo ofan í fjöruna er hann hafði matast og komið öllu í samt lag. Langaði hann enn til þess að ganga upp á klettinn, en stilti sig um það sem áður, því að hann vissi vel að það var Skarðsstöðin, sem dró hann að sér og eins og hvíslaði að honum: »Komdu upp og líttu á mig; þú getur eygt mig þarna af háklett- inum, eða skarðið í fjallið, en þar fyrir neðan er kaupstaðurinn og strætið þar sem þú fyrst mættir ungu stúlkunni með yrðling- inn«. Hann sneri sér frá stignum, sem lá upp á klettinn, og leit út á sjóinn. Fað var nú farið að falla út, og hann gat nú komizt út á skerin vestan við Máfaklett. Gekk hann þá inn í hellinn og náði sér í færi, klöngraðist eftir fjörugrjótinu og athugaði um leið poll- ana á klettunum, sem hann fór um. Fjörugrjótið var þangi vaxið og hált, og meðan hann var að klöngrast yfir það, sá hann marga seli liggja uppi, en þeir steyptu sér undir eins i sjóinn þegar þeir urðu hans varir. Breiðafjörður hefur löngum verið seln- um athvarf, og halda þeir sig hópum saman inn á fjörðum og víkum, en leita ekki út að Máfakletti nema gott sé veður. Eiríkur hélt að þeir væru eingöngu að forðast sig, þegar þeir lögðu á flótta, en máfarnir og aðrir sjó- fuglar skiftu sér ekki af honum. Var það engu líkara en að þessir vinir Svölu vildu einnig vera vinir hans. Hann sleit krækling af steinunum um leið og hann gekk hjá, og ætlaði að hafa hann í beitu; fór hann svo að renna færinu þegar hann komst þangað sem aðdýpi var nóg. Vesturhliðin á Máfakletti er all-hrikaleg um fjöru. Skerin taka þá fyrir alla útsýn til flarðarins, en fram undan er þangi vaxinn hamraveggur, sem sjórinn hamast á. Ekki heyrist þar neinn fuglakliður, en kletturinn bergmálar sjávarhljóðið og kastar því frá sér með miklum gný. Við austurhliðina morar sjórinn af smáfiskum, sem hafa þar afdrep og æti, og verða jafnframt fuglunum að bráð, en að vestanverðu er fimmlíu faðma dýpi, og kemur fyrir að þar veiðist heilagfiski og steinbítur og gríðarstórir álar. Eftir skamma stund hafði Eiríkur veitt svo vel, að það var honum nægur forði til heill- ar viku. Vafði hann þá færið upp, batt fisk- ana saman og fór að aðgæta klettaskorurnar, sem hann fann fyrir sér á heimleiðinni. Fessar klettaskorur voru nú að engu merki- legar, en að norðanverðu voru hellismunnar; voru sumir þeirra svo litlir og þröngir, að þeir voru ekki manngengir, en aftur voru aðrir eins og stóreflis hlið, en hálf-fullir af sjó, jafnvel um Qöru. Grænleit undiraldan seig þar inn hægt og rólega, en stöku sinn- um kom stór holskefla, ruddist inn í hellinn af alefli og kastaðist út aftur löðrandi og hvæsandi. Að eins einn hellirinn lá svo hátt, að hann var þur um Qöru, og gekk Eirfkur inn í hann, en skildi aflann eftir fyrir utan. Hellir þessi var ólíkur hinum að því leyti, að hann var ekki aldimmur, heldur bar ljós- glætu um hann allan, svo að þar var álíka bjart eins og þegar fyrst fer að lýsa af degi. Hann komst að raun um hvernig á þessu stóð þegar hann hafði gengið fáein skref, því að lengra náði hellisgólfið ekki, og tók þar við ljósgrænn sjávarhylur. Eitthvert ginnungagap þar niðri i undir- djúpunum greiddi birtunni veg frá hafinu fyrir utan inn i þessa neðanjarðargjá. Eirikur lagðist flatur og horfði ofan i sjóinn, og sá þá fiska þjóta fram og aftur og þangið bær- ast eins og fyrir vindgolu, þegar augu hans voru farin að venjast hálfrökkrinu. Hann sá ál koma út úr myrkrinu og þorsk þar fyrir neðan, sem hélt sér kyrrum á sama stað og hreyfði tálknin. Svo sá hann ekkert kvikt um stund, en þá kom selur og hélt á fiski i gininu. Jafnskjótt sem hann var farinn brá fyrir tveimur skuggum, sem æddu inn frá hafinu. Eltu þeir hvor annan, og stóð þar harður bardagi milli tveggja stórfiska, en þeir sner- ust svo fljótt hvor um annan, að ómögulegt var að greina þá í sundur eða þekkja þá, enda hurfu þeir þegar og héldu áfram bar- daganum fyrir utan. Eiríkur ætlaði að fara að rísa á fætur, en þá kom smáfiskatorfa, sem hann fór að horfa á. Hún var að flýja undan hámeri, og synti fram og aftur í ráðleysu í staðinn fyrir að leita útgöngu, en hámerin svalg smáfiskana unnvörpum af græðgi mikilli og grimd. Meðan Eiríkur lá þarna og horfði niður fyrir sig, ókyrðist sjórinn snögglega og flæddi yfir brúnina, sem hann horfði fram af. Það var byrjun aðfallsins. Hann reis upp og gekk út úr hellinum og voru fiskarnir þá horfnir; höfðu fuglarnir rænt þeim meðan hann var inni í hellinum. Álkurnar drógu þá út í sjóinn, og þar losn- aði snærisspottinn, sem þeir voru bundnir á, en þá þustu að svartbakar, skarfar og ritur, og rifust um herfangið. Eiríkur horfði á viðureignina. Honum var sama þó að hann yrði af fiskunum, því að hann hafði dregið þá fremur sér til gamans en af því að hann þyrfti þeirra í svipinn. Hann tók svo færi sitt þegar þrætunni var lokið, og gekk til hellis síns. Pegar hann kom i fjöruna greip hann sama löngunin til þess að ganga upp á klettinn. Hafði hann verið að hugsa um það síðan um morguninn, en stóðst þó freistinguna enn einu sinni. Hann ásetti sér að ganga ekki þangað upp framar, því að liðni tíminn, sem honum var gleymdur og genginn í gær, fór nú að rifjast upp aftur. í gær fanst honum Svala vera eins og svipur framan úr löngu liðinni tíð, en nú var hún að íklæðast holdi og blóði, og talaði til hans á þessa leið: »þú elskar mig og eg er lifandi enn. Skarðsstöð er ekki langt undan, og þar er eg. En ekki er neinn báturinn, sem geti flutt þig til mín, og þegar Magnús kemur til þín aftur, þá verður alt um seinan, því að þá verður hann búinn að segja mér alt saman«. Hann settist á sandinn og horfði á bylgj- urnar, sem sigu að landi og hjöðnuðu við fætur hans. Skyldi Magnús nú vera búinn að segja henni það? Hann vissi ekki hvaða svars hann óskaði sér helzt — það var baráttan milli ástar hans á henni á aðra hliðina og sjálfselskunnar á hina. Ef hún fengi ekki að vita alt eins og var, þá mundi hjarta hennar vanmegnast af harmi vegna þess, að hann hefði svikið hana. Þá mundi hún bíða afturkomu hans, en aldrei mundi hann hverfa aftur til hennar. Þannig mundu dagarnir og vikurnar, mánuðirnir og árin líða, og aldrei fengi hún að vita neitt um þetta leyndarmál. Og að síðustu legðist hún í gröf sína með þeirri sannfæringu, að hann hefði svikið sig. Það var óttaleg til- hugsun. Ef hún hins vegar heyrði hvernig komið væri, þá mundi hún fá viðbjóð á honum. Sjálfsagt mundi hún aumkvast yfir hann, en þó mundi hana hrylla við honum. Annað var óhugsanlegt. Hann reyndi að hugsa sér, hvernig alt mundi hafa skipast, ef hið gagnstæða hefði komið fyrir. Hefði Svala nú sýkst, hverjar mundu þá tilfinningar hans hafa verið gagn- vart henni, hvernig mundi hann hafa breytt, og hvað mundi hann hafa tekið til bragðs? En það var þýðingarlaust þó að hann legði þessar spurningar fyrir sig. Hann reyndi að setja sér þetta ástand fyrir sjónir, en það kom fyrir ekki. Honum var ómögulegt að finna nokkra úrlausn á því viðfangsefni. Hefði hann verið spurður hins sama einni viku áður, þá hefði hann undir eins svarað á þessa leið: »Ef Svala yrði veik, þá mundi eg þegar giftast henni, og vera yfir henni alt til dauðans«. Hann mundi þá hafa svarað þannig vegna þess, að hann hafði þá ekkr ratað í hina ýtrustu neyð, og þekti að eins yfirborð sálar sinnar. Nú var öðru máli að gegna. Hér á þessum eyðikletti varð hann að svara eins og hann stæði frammi fyrir drottni sínum. Hér var ekki um neitt hugmyndaflug að ræða — hér varð hann að svara einlæglega og afdráttar- laust og sækja svarið lengst inn í fylgsni sálar sinnar. Hann fór svo að hugsa um eitthvað annað, og hélt þá, að spurningar þessar mundu líða sér úr minni. Nei—ónei, þær yfirgáfu hann ekki og biðu þolinmóðlega svars. Skömmu síðar stóð hann upp og fór að annast um miðdagsverðinn. Hann fór sér mjög hægt að því, en snerti svo naumast matinn, þegar hann var tilbúinn. Það var eins og hér væri alt unnið fyrir gíg. Hann dró fisk; fuglarnir rændu fiskin- um, og honum stóð það á sama. Hann mat- reiddi til þess að hafa eitthvað fyrir stafni, ög þegar maturinn var tilbúinn, var honum efst í hug að fleygja honum burt. Hann hefði alveg eins vel getað tekið krækling í fjörunni. Tilgangur lífsins var ekki annar en sá eini: að deyja. í gær virtist honum fortiðin vera líkust vofu og í dag fanst honum hún vera meðt fullu lífi og nútíminn draumur einn. Hann kom matarílátunum fyrir og gekk fram að steinunum austan við fjöruna. Þar kastaði hann matnum fyrir fuglana. Meðan hann horfði á þá rífast um matinn sá hann reyk úr gufuskipi í fjarska. Það var eflaust »Ingólfur« að leggja út frá Skarðsstöð á leið til Reykjavíkur og með honum átti Magnús að fara. * * * Sólin var að lækka á lofti og farið að kvölda, en Eiríkur sat og reykti úti fyrir helli sínum. Hann lagði nú pípuna frá sér og fór að horfa á steinana og sandhryggina,. sem vindurinn hafði feykt saman. Hann hafði nú svarað spurningum þeim, sem hann hafði lagt fyrir sig áður um dag- inn, en þó án þess að fylgja hugsanagang- inum. Hvernig hefðirðu farið að hefði Svala orðið veik? Og svarið var þetta: Eg hefði orðið hjá henni alt til dauðans. Heimurinn hefði ef til vill útskúfað henni, en eg sver þess dýran eið, að þetta hefði eg gert. Hann hafði reynt að hætta að hugsa um Svölu, og hann hafði ekki gengið upp á klettinn af því, að hann óttaðist að lita til Skarðsstöðvar, en þetta var alt saman árang- urslaust. Svala fór honum aldrei úr huga, ekki eitt augnablik. Þó að hann segði vift sjálfan sig að hún væri honum gleymd og hann henni, þá var það öðru nær. (Frh.)

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.