Fréttir

Tölublað

Fréttir - 26.06.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 26.06.1918, Blaðsíða 1
FRÉTTIR DAGBLAÐ 58. blað. Beybjarík, miðribndaginn 26. jání 1918. 2. árgangnr. Peir sem g-erast áskrifendur „Frétta“ 1. júlí fá blaðiö ókeypis frá byrjun. Só/ar/ag. (2i. júní 1918.) Við Snœfellsnes sól að sœvi sígur, í skýjahjup. Sólgeislabelti sindrar sveipað um Faxadjúp. í tindrandi, blárauðum bjarma báran er, landi nœr, beggja megin við beltið, — en blikar er dregur fjœr. Um bládýpi loftsins líður Ijósbláhvít skýja-kló; neðar i roða rennur röðull, í kyrran sjó. Einn ég af ströndu stari, stari er hnígur sól. Daggperlur glœrar glóa í grasinu’ á Arnarhól. Blœvindur bjartrar nœlur ber mig á höndum tveim; um himinsins bláasta bláma \ ber ’hann mig norður, heim. S. F. ^ðal/unður ■Cimskipajélagsins. Aðalfundur Eimskipafélagsins hófst á hádegi laugardaginn 22. júni i Iðnaðarmannahúsinu. Setti Halldór Daníelsson fundinn sakir sjúkdómsforfalla formanns, Sveins Björnssonar. — Fundarstjóri var kosinn Eggert Briem yfirdómari og kvaddi hann til skrifara Gisla Sveinsson alþm. Fundarstjóri lýsti því, að full- trúar Vestur-íslendinga, Árni Egg- ertsson og Jón Bíldfell væri ó- komnir. En á síðustu stundu sendi Árni þeim Benedikt Sveins- syni og Magnúsi Sigurðssyni um- boð til þess að fara með atkvæði sin. Voru hvorum þeirra fengin 500 atkvæði til meðferðar. Fundurinn var löglega boðaður Og lögmætur samkv. 7. gr. lag- anna, þar sem aðgöngumiðar höfðu verið afhentir fyrir 595,825 kr., en alt atkvæðisbært hlutafé talið 1676,376 kr. Ákveða lögin, að af- henda þurfi seðla fyrir minst 33°/o til þess að fundur sé lögmætur. Þrjár tillögur um lagabreytingar komu fram. Var ein þeirra sam- þykt, þess efnis, að stjórn félagsins hafi óbundnar hendur um það, hve mikla ágóðaþóknun hún veitir framkvæmdarstjóra félagsins. Feld var tillaga stjórnarinnar um það að afnema annað höfuð- skilyrðið fyrir lögmæti funda (að teknir sé aðgönguseðlar fyrir minst þriðjung atkvæðisbærs hluta- fjár). Sfjórnarbosning. Fjórir gengu úr stjórn, samkv. hlutkesti, þeirra fimm manna, er kjörnir voru 1916, og voru þessir dregnir út: Eggert Claessen, Jón Þorláksson, Halldór Danielsson og Árni Egg- ertsson (en eftir var Halldór For- steinsson). Síðan voru tilnefndir með kosn- *ng sex menn í stað þriggja hér- lendra, er úr gengu, og hlutu flest atkvæði, auk þeirra þriggja er úr 8et]gu, Pétur A. Ólafsson, Olgeir riðgeirsson og Ólafur Þ. Johnson. Því næst var kosið um þessa sex og í stjórnina kosnir: Eggert Claessen með 16268 atkv. Jón Þorláksson með 12594 atkv. Halldór Daníelss. með 8447 atkv. (P. A. Ó. fékk 8216, Ó. P. J. 4384 og O. F. 2214). Engin tilnefning var komin frá Vestur-íslendingum, en hún átti fram að fara í Winnipeg og varð því ekki kosið í stað Árna Egg- ertssonar. En samþykt var tillaga frá umboðsmönnum V.-ísl. um að skora á stjórn félagsins að kjósa mann úr flokki Vestur-íslendinga í auða sætið síðar, þegar sendi- maður þeirra kemur hingað. Endurskoðandi var endurkosinn Ó. G. Eyjólfsson og varaendur- skoðandi kosinn Guðmundur Böðv- arsson. Frumvarp til reglugerðar fyrir eftirlaunasjóð félagsins var lagt fram, en alkv.gr. frestað til væntanlegs aukafundar, sem hald- inn verður í haust. Skifting á ársarðt 1917 var þessi, samkv. till. stjórnarinnar: Frá bókuðu eignar- verði dregst . . . . kr. 521000.00 í endurnýjunar- og varasjóð leggist . . — Stjórnendum fél. sé 77217.20 greitt í ómakslaun alls — 4500.00 Endurskoðendum greiðist í ómaks- laun — 1500.00 Hluthöfum félagsins greiðist í arð 7 °/o af hlutafé því, kr. 1.673.351.53, sem rétt hefur til arðs — 117134.61 Útgerðarstj. greiðist sem ágóða-þóknun — 2000.00 f eftirlaunasjóð fél. leggist...........— 25000.00 Radiumsjóði íslands séu gefnar........— 10000.00 kr. 758351.81 Aths.: Félagsstjórnin hefur samkvæmt 22. gr. félagslaganna ákveðið, að af hreinum arði samkvæmt árs- reikningnum, kr. 758351.81, skuli verja til frádráttar bókuðu eigna- verði félagsins, sem hér segir: a. Á e. s. »Gull- fossi«..........kr. 40000.00 b. Á e. s. »Lagar- fossi«..........— 470000.00 c. Á vörugeymslu- húsum félagsins við Hafnarstræti og Tryggvagötu í Reykjavík, kr. 5000 á hvoru . — 10000.00 d. Á skrifstofu- gögnum og öðr- um áhöldum, ca. 10%.............— 1000.00 kr. 521000.00 Enn fremur var samþykt, að heimila stjórninni, að lála byggja eða kaupa eitt eða tvö millilanda- skip auk strandferðaskipanna sem heimild var gefin á aðalfundi til að láta byggja eða kaupa. Hlutabréfakaup í Vesturheimi. Stjórnendur Eimskipafélagsins, sem búsettir eru í Vesturheimi, urðu þess varir í vetur, að þangað voru komnir tveir leyni-erindrekar, sem voru mjög áfjáðir I að kaupa hlutabréf félagsins af mönnum þar vestra. Töldu stjórnendurnir skyldu sína að vara menn við að selja bréfin. Engu að síður varð leyni- erindrekum þessum allvel ágengt um kaupin, enda lá sterkur grunur á, að menn úr stjórn félagsins hér heima mundu hafa átt þátt í ráða- gerðinni og fjárframlögum. Aðferð þessi vakti all-mikla gremju vestra eins og hér heima, þegar um hana kvisaðist. — þar sem þeir Árni Eggertsson og Bíld- fell komust ekki sjálfir á aðal- fundinn, þá sendu þeir fyrirspurnir til formanns í símskeyti þess efnis (Framhald á 3. síðu.)

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.