Fréttir

Tölublað

Fréttir - 08.07.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 08.07.1918, Blaðsíða 2
I 2 Lloyd Georg-e. Eftir Frank I >ilnot. (Frh.) Menn hafa leitast við að skilja og skýra Lloyd George, með því að rannsaka afstöðu hans gagnvart andlegum stefnum. Vísinda- menn, sem ekki er unt að bregða um yfir- drepsskap eða hræsni, hafa ýmist talið upp- hefð hans eiga rót sína að rekja til frjáls- lyndis hans — frábrigða hans í trúarefnum — hinnar eldheitu starfsemi hans i þarfir ættjarðarinnar og þjóðernistilfinningar, eða þá hinnar miklu umhyggju hans fyrir smæl- ingjum þjóðfélagsins — það er skoðun þess manns, er síðast reit um hann. En eg hygg það víst, að það séu ekki skoðanir hans, er hafa hafið hann upp í það hásæti, sem hann nú skipar. Hann er «inn þeirra* manna, sem skapaðir eru úr sprengiefni, og hann mundi hafa brotið sér braut, hvern veg sem skoð- unuml hans hefði verið farið. En oss ber ekki að hrósa honum fyrir það, að hann er skapaður til vegs og virðingar, fremur en segulnálinni fyrir að hún bendir altaf i norður. Kjör þau, er hann átti við að búa í æsku, beindu snemma þroska hans í ákveðna átt, og huga hans að föstu takmarki, en ella höfðu þau engin feikna-áhrif á framtíð hans. Sé málið eigi litið þröngsýnis-augum þjóð- ernissinnaðs og strangtrúaðs Wales-búa, þá verður það deginum Ijósara, að hvern veg sem kjörum Lloyd George hefði verið farið í æsku hans, þá hefði hann hlotið að ryðja sér braut eins og sverðið, sem rýmir úr vegi öllum tálmunum. Honum var það ósjálfrátt. Forlögin höfðu mótað hann móti sínu frá blautu barnsbeini. Þegar hann va/ 17 ára, kom hann til Lundúna, og hlustaði hann þá í fyrsta skifti frá áheyrendapöllum þingsins á umræður í neðri málsstofunni. Orð þau er hér fara á eftir, eru ágrip þess, er hann reit þá í dag- bók sína: »í dag hlýddi eg á umræður þings- ins, og voru mér það vonbrigði mikil . . . . Eg þori ekki að játa það, að eg leit þingið sem framtíðarríki mitt, eins og Vilhjálmur bastarður England, er hann gisti Játvarð góða. Þvílík fordild«. Þessi sveitadrengur var félaus, og framtíð- arhorfur hans engan veginn glæsilegar, en samt dettur honum í hug, að hann muni sigra þing þeirrar þjóðar, sem er allra þjóða einrænust. Og honum varð líka að ósk sinni. Reyndar voru þetta gamanyrði. Annan veg gat þeim ekki verið farið, en spádómur reyndust þau þrátt fyrir það. Lloyd George var orðinn vanur rökfærzlu innan 17 ára aldurs. í skósmíðavinnustof- unni og smiðjunni í Llanystumdwy var oft rætt af kappi. Að kvöldi dags komu þar saman ungir og gamlir, og spjölluðu um hitt og þetta, stundum siðfræði eða stjórnmál, en oftast ágreiningsatriði trúarflokka þeirra sem þeir töldust til. Við og við gripu þeir fram í, Richard Lloyd og járnsmiðurinn, og voru at- hugasemdir þeirra skarplegar og rökrétt hugs- aðar. Eg heyri er hin söngva og hljómfagra velska tunga deyfir hamarshögg skósmiðsins og hljóðnar i hljómnum, er járnsmiðurinn hamrar járnið á steðjanum. Án þess að litið sé á það, sem nú varpar ljóma yfir þessar kvöldsamkomur, þá hlýtur að hafa verið yndi að því að vera viðstaddur þarna í skuggalegu herberginu, er bjarminn af olíu- lampanum og gneistarnir frá smiðjuaflinum vörpuðu birtu í leiftrandi augun og andlitin, FRETTIR sem ljómuðu af áhuga. Og er samræðurnar voru í bezta gengi, lagði David litli orð í belg með svo mikilli skarpskygni og greind, að menn dáðu hann. Skoðanir sínar bar hann fram með stillingu og alvöru. Járn- smiðurinn gamli og gráhærði sagði einhverju sinni við Richard Lloyd: »Á eg að segja yður eitt? I gærkvöldi átti eg fult í fangi með að verja skoðun mína móti honum David litla«. Ef einhver sem les þetta kynni að halda, að drengurinn hafi verið að því kominn að verða leiðinlegur og þunglyndur, þá get eg huggað hann með því, að þegar hann var ekki i smiðjunni eða í skóvinnustofunni, þá var hann forsprakkinn í strákapörum og ó- knyttum. Öldungur einn þar í þorpinu var þeirra skoðunar, að ef eitthvað slikt bar við, þá væri það David að kenna. Ef hurð hafði verið tekin af björum, brotið hlið, limgerði rifið niður eða gluggi brotinn, þá sagði hann aldrei annað en það, að nú hefði David komið við klækjum sínum. Richard Lloyd skósmiður var ekki að eins iðinn maður og vitur, heldur og sjálf- stæðari en almenningur í þann tíð. — Þá voru aðalsmenn og auðkýfingar forystumenn og verndarar þjóðarinnar og kröfðust þess að kosnir væru þeir menn á þing, er þeir létu sér vel líka. En eitt sinn bar svo við, að nokkir menn í Llanystumdwy kusu þing- mannsefni frjálslynda flokksins, í stað aftur- haldsmanna. Var þeim þá þegar vísað brott úr þorpinu. Að lokum var skósmiðurinn sá eini, sem fylgdi frjálslynda flokknum að málum. Lét hann aldrei af sinu máli, hvern veg sem að honum var farið. Lloyd George var ávalt hrifinn mjög af frænda sínum. Honum gramdist það, að fólk skyldi láta skipast svo við annara orð, að það breytti um sannfæringu. Kúgun höfðingj- anna reit djúpar rúnir í sál hans. Landar hans voru menn trúaðir og eigi miklir fyrir sér, og áttu varla málungi matar. Mátti svo að orði kveða, að þeir lifðu að eins fyrir náð og miskun klerka, aðalsmanna og auðkýfinga. Ef alþýðan var höfðingjunum hlýðin og var- aðist að láta í ljósi sjálfstæðar skoðanir, þá voru þeir henni oftast góðir. Þeir litu svo á, sem milli sín og alþýðunnar væri djúp mikið staðfest. Sá sem ekki hefur búið í sveit á Englandi, hefur ekki hugmýnd um, hve mikill var munur þessara stétta. Yrði einhverjum manni það á að skjóta kanínu í hinu víð- áttumikla veiðilandi höfðingjanna, var hann ofsóttur sem óbótamaður. Ef einhver veiddi fisk án leyfis, hlaut hann harðari refsingu en drykkjumaður, sem misþyrmir konu sinni. Og þess verðum vér að minnast, að vald höfðingjanna var mikið, því að þeir voru sem dómarar, hver innan sinnar landeignar — dómarar, sem settu rétt einu sinni í viku, eða þá mánaðarlega, eftir því sem þeim þótti nauður reka til. Refsuðu þeir þá þeim sem brotið höfðu lög þeirra og venjur. Margir þessara dómara voru í rauninni drengir góðir, en er réttindi þeirra voru í veði, þá voru þeir fullir harðýðgi og miskunarleysis og eigi betri í Norður-Wales en í öðrum héruðum Englands. George litli varð bæði hryggur og reiður, í hvert skifti sem honum varð það ljóst, að menn þessir, sem eigi voru öðrum fremri, hvorki fyrir sakir vitsinuna né annara mannkosta, voru friðheilagir og gátu kúgað fátæklinga, sem urðu að vinna í sveita síns andlitis, meðan hinir lifðu í sukki og svalli. Mér er sem eg heyri hann raula fyrir munni sér vísuorð tvö, sem eru ljós vottur þess, hvern veg þessu var farið: Guð hugi oss í harmi og neyð og höfðingjanna greiði leiði. Lloyd George aflaði sér mikillar þekkingar á námsárum sinum. Hann var hjá lögmanna- félagi einu, í smábænum Portmadoc. Gafst honum þar oft kostur á að þroska mælsku- gáfu sína, því að þar var málfundafélag. Fjallaði það um allskonar málefni, svo sem stjórnmál, bókmentir og jafnaðarmensku. Er hann var 21 árs, hafði hann lokið námi sínu og hlaut þá lögmannsréttindi. Hann var blá- snauður og átti engan að, sem gæti rétt hon- um hjálparhönd. En hann treysti sjálfum sér.. Falinn eldur brann að baki dökkbláum augr unum hans. Við skrifstofustörfin græddist bonum á skömmum tíma svo mikið fé, að hann gat keypt sér lögmannskápu. Síðan hengdi hann upp látúnsspjald, er gerði það lýðum Ijóst, að hann væri lögmaður með öllum rétti. Þótt hann ætti enga málsmet- andi vini, þá var hann þó ekki einstæðing- ur. Öllum var það ljóst, að hann hafði. margan glatt með glaðlyndi sínu, tekið inni- legan þátt í sorgum manna, og var allra manna orðheppnastur og snjallastur í kapp- ræðum. Alþýðumenn tóku þegar að leita til hans í vandræðum sínum. Hann varð for- mælandi manna í smámálum, og flutti skulda- mál fyrir héraðsrétti. Skjólstæðingar hans urðu þess, skjótt varir, að Rann var ekki ein- ungis snjall lögmaðnr, heldur einnig góður vinur, sem lét sig mjög varða mál þeirra. Hann var að því leyti ólíkur öllum lög- mönnum þar í nágrenninu, að hann lagði hart að sér, hvort sem horfur málsins voru hagstæðar honum eða ekki. Auk þess var hann ekki skriðdýr dómaranna, svo að það tálmaði ekki framkvæmdum hans. Dómararnir voru flestir jarðeigendur og vel efnum búnir. Var það venja þeirra, að fyrirlíta þá lögmenn, er reyndust sjálfstæðir, og virtu að vettugi háttu þá sem þeir höfðu valdboðið. Fyrir sakir stöðu sinnar, þorðu engir hinna eldri og reyndari lögmanna þar í ná- grenninu að hegða sér sem Lloyd George. Hann braut aldrei odd af oflæti sínu, er þeir dómarar áttu í hlut, sem dramblátir voru. Sér til hinnar mestu skelfingar urðu dómar- arnir þess vísari, að ómögulegt var að hafa áhrif á þennan unga lögmann, sem þó var af alþýðuættum. Dómararnir gerðu sér ávalt mikinn mannamun. Lögmenn og allir aðrir báru hiua mestu lotningu fyrir þeim. Það er því eigi erfitt að gera sér hugmynd um gremju þeirra, þegar ungmennið Lloyd George skelti skolleyrunum við fyrirlitningu þeirra, réð á þá aftur og aftur og gerði jafn- vel gys að þeim. Slíku framferði áttu þeir ekki að venjast. Margir dómaranna höfðu alla ævi sína verið traustir máttarviðir þjóðfélags og kirkju. Mun þeim hafa þótt það all-kynlegt, að eigi skyldi Jjósta eldingu af himnum ofan, er refsaði þessu ófyrirleitna ungmenni. George var aldrei jafn ánægður og þegar hann fann á þeim höggstað. Hann var altaf önnum kaf- inn. Hann var tryggur hlífiskjöldur leigulið- anna, og verzlunarmenn lélu hann greiða úr vandræðum sínum. Þegar Iaunskytta þurfti á formælanda að halda, var enginn jafn dug- legur og djarfur sem Lloyd George, og eng- inn sem bar slíka samhygð í brjósti sem hann. En þess verðum vér að minnast, að í þann tíð var hann eigi hálfþrítugur að aldri. Margar eru sögur þær, er sanna dirfzku hans gegn dómurunum. Eg ætla að eins að segja frá einni. Lloyd George var formælandi fjögurra veiðiþjófa. Málið var falið á hendur dómurunum. Voru þeir allir úr nágrenninu. Er réttarhöldin byrjuðu, kvað Lloyd George dómarana vera óhæfa til þess að dæma * málinu. Dómstjóri kvað æðri dómstól eiga að fjalla um slika ákæru. (Frh.)

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.