Fréttir - 08.07.1918, Blaðsíða 4
4
FRETTIR
Khöfn. 7. júli, kl. 12 1S.
Senðiherramorð.
Sendiherra Þjóðverja í Rússlandi, Mirbach
greiíi, hefur verið myrtur.
frá Suínr-yifríku.
Hin alvarlega uppreisn í Suður-Afríku hefur
verið bæld niður.
jtýr Rússakeisari.
Einvaldssinnar í Rússlandi hafa tekið Irkutsk í
Síberíu.
Michael stórfursti er útnefndur keisari yfir
Stóra-Rússlandi og heldur með her manns til
Moskva.
€ftinua9nr Rhonða.
Vistabirgða-ráðherra Breta er orðinn þingmaður úr
flokki verkamanna, Clvne að nafni.
Vátryggiö eigur yðar.
Tbe Britlsb Domlnlons General Insurance Company, Ltd.,
tekur sérstaklega að sér vátrygging á
innbúnm, vörum og öðru lausafé. — Iðgjöld hvergi lægri.
Aðalumboðsmaður
Sími 681. Grarðar Gíwlason.
Kaupirðu góðan lilut.
þá mundu hvar þú fékkst hann.
Nýkomið til Sigurjóns.
líanilla
Verk.
Segldúkur.
Lóðarbelgir.
Síldarnelagarn.
Snyrpispil.
O 1 í u p i 1 s.
Svuntur.
S i ð k á p ur.
Alt ódýrast hjá
Sigur jóni Péturssyni.
Sími 138. Haínarstr. 18.
Rakhnífar.
Miklar birgðir af rakhnífum eru komnar. Peir sem hafa pantað
bnífa geri svo vel og vitji þeirra. Pantanir afgreiddar svo fljótt sem
hægt er út um land.
Rakarastofan, Pósthússtræti 11,
Reykjavík.
Eyjólíur Jónsson.
Þeir sem vilja tryggja sér
fóðursíld,
ættu að tala sem fyrst við
Viðskiftafélagið
Sími 701
Kirkjustræti 12
Prentsmiðjan Gutenberg
Guy Boothby: Faros egypzki.
209
mér söguna um Pthames, töframann kon-
ungsins, að svo miklu leyti, sem þér þekkið
til hennar. Bæði er það, að hún kemur verk-
efni minu við og auk þess er það ekki nema
sanngjarnt, að eg fái að heyra hana fyrst
við höfum múmíuna hans hérna á skipinu
hjá okkur«.
Faros hvesti á mig augun eins og hann
ætlaði sér að grenslast eftir því, hvort nokk-
uð sérstakt mundi búa undir þessari uppá-
stnngu minni, en eg held að hann hafi ekki
getað séð neitt þess háttar á svip minum.
»Já, það er mjög sanngjarnt«, sagði Faros
eftir stundarþögn. »Meðan þér eruð að mála
myndina, skal eg segja yður alt sem eg veit
um þetta, og þar sem maður þessi er nú
ættfaðir minn og eg hef kynt mér æviferil
hans, lætur það að líkindum, að eg þekki
alt það viðvíkjandi ævikjörum hans, sem á
annað borð hefur verið hægt að fræðast um.
Ptahmes, eða sá sem Ptah elskaði, eins og
nafn hans þýðir, var sonur Netrúhóteps, en
hann var prestur við. hið mikla Ammons-
musteri og vildarmaður Ramsesar konungs
annars. Væntu menn sér mikils af honum
alt frá fæðingu hans, því að guðirnir höfðu
látið hann fæðast undarlega vanskapaðan, en
það er alkunnugt, að þeir menn, sem guð-
irnir leggja slíkt á, hafa þá aftur annað til
210
að bera í ríkulegum mæli. Má vera, að eg
hafi tekið líkamslýti mín að erfðum frá hon-
um. Regar í æsku var sveinninn merkilega
hneigður fyrir alls konar dulspeki, og hefur
það að líkindum ráðið mestu um, að faðir
hans kom honum undir handleiðslu kunn-
áttumannsins Hapev, er var allra manna vitr-
astur og margfróðastur, og ól hann sveininn
upp, en hann var iðinn og kostgæfinn og
bar ást og virðingu til helgisiðanna, og var
því sízt að undra, að hann tæki öðrum fram
er honum voru samtímis, enda tók hann
svo skjótum og góðum framförum, að orð-
rómurinn um gáfur hans og skarpleika barst
að síðustu Faraó til eyrna. Var hann þá
kvaddur á konungsfund og skipað að sýna
listir sínar, en konungi fanst svo roikið til
um þær, að hann tók hann í hirð sína og
gerði hann sér handgenginn. Var honum þá
borgið upp frá því. Fór vegur hans vaxandi
með ári hverju, svo að hann varð að síðustu
einn af helztu mönnum landsins, ráðgjafi
konungs, orðlagður spámaður og fremstur
allra kunnáttumanna konungs. En þá rann
upp stjarna ein í landinu Midían, er verða
skyldi á vegi hans, eins og skrifað stendur
— og verða honum að falli, og þessi stjarna
var Gyðingurinn Móses, er kom til Egyfta-
lands og reis á móti Faraó jafnframt því sem
211
hann beitti töfrum þeim, er menn aldrei höfðu
þekt slíka, en þessi hluti sögunnar er svo
þjóðkunnur, aðóþarftvirðistaðsegja hann upp
aftur. Nægir það að geta þess, að Faraó
kallaði ráðgjafa sína á fund, en þeirra var
Ptahmes fremstur og var þá orðinn fulltíða
maður. Leitaði konungur nú ráða til hans.
Ptahmes sá það í hendi sér, að Gyðingur-
inn mundi gerast keppinautur sinn. Vissi
hann þegar bvað verða mundi, og lagði það
til að gegna kröfum þeim er Móses gerði,
að leyfa ísraelsmönnum að fara burt úr
landinu í friði. En þetta vildi Faraó ekki
heyra nefnt og gaf vildarmanni sinum það
til vitundar, að þessi tillaga hans væri sér
ekki eingöngu ógeðfeld, heldur mundi hann
einnig að öllum líkindum missa hylli kon-
ungs, ef hann bæri hana fram aftur. Gyð-
ingarnir gengu enn á ný fyrir Faraó og
sýndu honum yfirburði sína. Þeir töluðu
skýrt og skorinort við konunginn og hótuðu
honum hefndum, ef hann yrði ekki við kröfu
þeirra. En Faraó var þrálátur og vildi eng-
um sönsum taka og engin heilræði heyra,
en af því leiddi tjón og bölvun fyrir alt
Egyftaland. Móses fékk því til leiðar komið
fyrir kynjakraft töfra sinna, að fiskarnir 1
sjónum lágu dauðir, og vatnið í Níl eitraðist
svo, að það varð óhæft til drykkjar, en