Fréttir

Tölublað

Fréttir - 29.07.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 29.07.1918, Blaðsíða 1
FRÉTTIR DAGBLAÐ 91. blað Reykjavík, mánadaginn 29. jiilí 1918. 2 . árgangur. Jrrá vestarvígstððvunum. Tekið er nú mjög að draga úr orrustunni við Marne. Verkjallið brezka. Verkfalli hergagna-vejckmanna á Bretlandi er nú að létta aí. frá Ukrajne. Járnbrautarmenn um allt Úkrajne-riki hefja verkfall. frá þjóðverjum. Fjóðverjar hafa sett á stofn sameiginlegt fjármálaráð fyrir Mið-Evrópu. fastar (eriir til Pinpalla annan hvern dag frá Nýja Landi, sími 367. Nýr Over- land-bíll fæst ávalt í ,privat‘- ferðir. Magnús Skaftfeld, sími heima 695. Ilt árferði. Alstaðar kveður við sama sagan, hvaðan sem tíðindi berast af land- inu: Óminnilegur grasbrestur óhjá- kvaemur. Fyrirsjáanlegt, að farga verði drjúgum bústofni, kúm og aauðfé. Útlit með grasbrest jafnvel sum- staðar enn iskyggilegra víða en sumarið eftir frostaveturinn mikla 1880-81. Furkar hafa nú gengið lengi og ekkert líklegra, en að skifti um veður, er líða tekur á sumar og óþerrar gangi í garð. En þá er nýting þess litla er af jörðu næst í voða. Og þótt svo fari eigi, er eitt víst, að heybirgðir verða með minsta móti um land alt. Ekki þarf orðum að því að eyða, hver vandræði standa fyrir dyrum sveitabænda, ef þeir verða að skerða að mun bústofn sinn, — það bú- mannsböl er óbætanlegt um sinn, enda þótt nú sé afurðir sveita- bænda í háu verði — á pappirnum að minsta kosti. Sannleikurinu er þó sá, að með tilliti til verðfalls peninga vegna dýrtíðar, aukins til- kostnaðar á búum fyrir dýran vinnukraft og geypiverð aðkeyptra tiauðsynja, er verð þeirra Iitlu hærra en áður var fyrir ófriðinn. Freistingin mikla, að setja á »guð og gaddinn« hefur mörgum bónda mein búið, þótt betur hafi iátið í ári en nú. Og hætt er við, að nú verði hún æði áleitin. En sorgleg reynzla fyrri ára ætti að færa bændum heim sanninn um það, að eigi má fallast láta fyrir henni. Fví að sú er villan verst °g miklu argari hinni fyrri, að biissa bústofn sinn úr hor, tapa honum fyrir ekki neitt og bíða af hvorttveggja í senn: eignatjón og ^htsspjöll. Oft hefur það kveðið við og var nokkru leyti sannmæli fyrir stríðið, að hey mætti flytja að frá utlöndum, ef heybrestur yrði hér, og auk þess fá nægan. erlendan fóðurbæti. En nú er þvi ekki að heilsa. Enginn maður með viti setur skepnur sínar á þá von. Svo þröngt er nú og erfitt um aðflutninga frá útlöndum, að slíks er enginn kost- ur að neinu ráði, og eigi enn að vita nema enn þá meir kreppi að um aðflutninga á erleudum vörum. Þess vegna verður að leita allra þeirra bjargráða hjá sjálfum sér, — í landinu sjálfu, er unt er við að koma. Nú er útlit að glæðast um síld- veiðar og eigi mikil líkindi til þess að úr landi verði selt alt það er veiðist, ef svo heldur áfram með síldveiðar sem nú blæs byrlega úr þeirri átt. Svo sem allir vita er sild og sildarmjöl hinn bezti fóðurbætir. Fykir síld og síldarlýsi, sem og annað lýsi, hin bezta gjöf sauð- fénaði með heyi. En síldarmjöl ágætur fóðurbætir handa kúm, fitar þær og eykur mjólkina. Þess vegna ber nauðsyn til að bændur afli sér í tæka tíð forða af síld, svo að þeir geti byrjað jafnskjótt sem fé er tekið á gjöf að gefa þvi þennan fóðurbæti og enda fyrr, því með lélegri beit er ekki litilsvert að gefa sauðfénaði síld. Með því treinast heyin, en nauðsyn er að blanda þannig fæðu fénaðar og gefa eigi þá fyrst fóður- bætinn, er fénaður er magur orð- inn og hey þrotin. Síld má að vísu gefa kúm, en betra miklu er þó talið að gefa þeim síldarmjöl. Nú eru síldar- verksmiðjur til nyrðra og vestra, en eigi vitum vér, hvort þær vinna í sumar að mjölgerð. Væri svo ekki, ætli landsstjórnin þegar að gera gangskör að þvi, að þær tæki til starfa og gæti bændur fengið þaðan nægilegar birgðir þessa fóð- urbætis banda kúm sínum. Vonandi er að bændur vindi bráðan bug að því að tryggja sér kaup á sild úr síldveiðistöðum og láta flytja til sín á næstu hafnir, þar sem þeim væri auðvelt að ná henni til sín í haust. Dreng vantar nú þegar til að bera út Engar andvökunætur. Merkileg uppgotvun. N. W. Aasen heitir norskur verk- fræðingur, — einhver hinn mesti hugvitsmaður yngri manna, er nú eru á dögum. Hann er fæddur í Rissen í Þrændalögum i Noregi árið 1878. Námi lauk hann í verk- fræðingaskólanum f -Þrándheimi og hélt því áfram í háskólanum í Sviss. Snemma tók Aasen að leggja stund á hergagnagerð og árið 1905 fann hann upp holkúlutegund, er rutt hefur sér til rúms á Norður- löndum og víðar. Aasen fór til Frakklands, er ó- friðurinn mikli skall á. Var hann nú eigi iðjulaus og gerði allmarg- ar og merkar uppgötvanir, er að hinu mesta liði bafa komið í ó- friðinum. Hann var hinn fyrsti sem sagði fyrir um gerð á ogbjó til flytj- anlegar sprengislöngvur (sprengju- valslöngvur) með holkúlum, er notaðar eru i skotgrafa-viðureign* inni. Aasen hefur sæmdur verið ridd- arakrossi heiðursfylkingarinnar frakknesku fyrir aðstoð sína, og honum hefur verið boðin foringja- staða í her Frakka og Itala. En hann hefur heldur kosið að fást við tilraunir sínar, sem oft hafa allmikla lifshættu í för með sér. t fyrra henti hann alvarlegt slys við tilraunir sínar og varð frá verki mánuðum saman. Þessu slysi er nú það að þakka, að svefnvélin varð til. Tví að ekki gat Aasen setið auðum höndum, meðan hann var að ná sér eftir Ieguna, og því síður gat hann liætt að hugsa, og þá hugkvæmdist hon- um þessi einkennilega uppgötvun. Þessi merkilega vél er enn eigi komin á markaðinn, en hún er fullgerð og Aasen hefur sótt um alheims-einkaleyfi fyrir henni. — Sennilega líður ekki á löngu unz allir þeir, er þjást af svefnleysi, geta með henni fengið bót á böli sinu. Hvernig er þessi undravél? — Einkaleyfismálinu er ekki enn til lykta ráðið, og er því alls eigi unt að lýsa henni nákvæmlega. En það er uppi látið, sem hér segir: Vélin er lítil og mjög einföld. Hún er lögð á borð hjá rúminu, eða tengd á þilið og sett í sam- band við rafljósa-leiðiþráð eða einhvern rafmagnsgeymi, er kraftur fæst úr svo sem með þarf. En svo (Framhald á 3. siðu.)

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.