Fréttir - 29.07.1918, Blaðsíða 2
2
FRETTIR
Marteinn málari.
Eftir
Oharles Garvice.
(Frh.)
Þetta bænarandvarp \ar gamla manninum
svo óeiginlegt, að hann hnykti sér upp, rétti
úr sér, þreif pennann og hélt áfram að skrifa.
★ ★
*
Vorsólin skein í heiði og sendi geisla sína
gegnum trjálimið í Greymere-skóginum, en
Marteinn beygði út af þjóðveginum og gekk
eftir mjóum stíg til þess að stytta sér leið
til herragarðsins.
Hann hafði verið að heimsækja einhverja
nágranna sína og þótti honum gott að koma
undir bert loft frá margmenninu. Hann vildi
líka helst vera einn með hugsanir sínar, en
hann hafði ekki gengið nema spölkorn eftir
stígnum þegar hann kom auga á unglings-
stúlku fram undan sér. Hún laut niður og
var að tína blóm, en leit upp þegar hún
heyrði laufbrúgurnar skrjáfa undir fótum
Marteins o£ horfði á hann.
Hún hafði hengt hatt sinn á trjágrein þar
nálægt og hárið, sem var fremur stutt, féll í
lokkum um höfuðið. Hún var öllu einkenni-
legri en hún var fríð, og líktist helst ein-
hverjum álfadreng, af því að hárið var svo
stutt og þar á ofan voru föt hennar ekki ó-
svipuð drengjafötum í sniðinu. Hún horfði á
Martein bláum og gletnum sakleysisaugum
og sagði:
»Jæja-þá, meistari Marteinnl Hvað ert þú
að gera í mínum skógi?«
»Eg ætlaði nú einmitt að spyrja þig hins
sama«, svaraði hann brosandi.
»í*að er ekki þinn skógur«, sagði hún og
laut niður eftir sérlega fögru blómi, sem hún
rak þá augun í.
»Nú — en það er áreiðanlega ekki þinn
skógur heldur«, sagði hann.
»Við höfum þá líklega bæði jafnan rétt
til þess að vera hér«, sagði hún viðstöðu-
laust.
»Það veit eg nú ekki vel«, sagði hano
ertnislega. »Ef þú spyrðir, þá mundi eg
svara, að eg ætti meira með hann en þú,
fyrst faðir minn á hann«.
»Hvernig líður honum?« spurði hún og
raðaði blóinunum í körfuna.
»Ágætlega«, svaraði Marteinn, »en hann
er ekki í vel góðu skapi«.
»Og hvernig gengur málarastarfið?« spurði
hún skyndilega.
Hann svaraði ekki undir eins, en bylti til
laufhrúgunni með staf sínum. Hann gat
ekki almennilega fengið sig til að segja ungu
stúlkunni, að hann vær^ á förum, þó að
ástæðan væri honum ekki vel Ijós, því að
þau voru beztu vinir, þó að aldursmunur
væri mikill; var Rósamunda Fielding ennþá
á skólaárunum.
»Því svararðu mér ekki, Marteinn?« spurði
hún mynduglega, eins og unglingum er títt,
og honum þótti gaman að. »Þú hefur nú
verið heilan klukkutíma að róta í laufhrúg-
unni og bora í jörðina með stafnum þínum,
og það,þykir ekki kurteisi, að láta kvenfólk
bíða svars, skal eg segja þér«.
»Ef satt skal segja, þá var eg að hugsa
um, hvernig eg gæti svarað þér bezt«, sagði
hann alvarlega.
(Frh.)
f
Lloyd Georg'e.
Eftir
Frank X>ilnot.
(Frh.)
Hin mesta andstæða í lífi Lloyd George er
samt enn þá ónefnd.
Næst sjálfum sér átti hann Asquith að
þakka gengi sitt. Lloyd George er eins og
Rretum er títt tilfinningamaður mikill og mun
haun, án efa, hafa verið Asquith mjög þakk-
látur.
En samt sem áður hikaði hann ekki hið
minsta við að víkja honum frá völdum og
taka sjálfur forystuna, þegar honum þótti
nauður reka til fyrir sakir ríkisins.
XII.
Lloyd George verður forsætisráðlierra.
í fljótu bragði virðist það all-óviðfeldið,
að Lloyd George skyldi verða þess valdandi,
að Asquith fór frá, og varð svo sjálfur for-
sætisráðherra í hans stað.
Asquith var hinn mesti atgervismaður um
flesta hluti. Hann hafði verið forsætisráð-
herra í átta ár samfleytt, og á þeim tíma
höfðu umbætur miklar orðið á flestum hlut-
um á Englandi — umbætúr, sem ávalt mun
minst verða i sögu brezka ríkisins.
Hann hafði verið vinur mikill Lloyd George,
og undir hans stjórn hafði George aukist æ
að tign og metorðum. Og svo er Asquith á
í sem mestri vök að verjast, þá verður Lloyd
George honum að falli.
Þegar lesin er þannig röð viðburðanna,
virðist Lloyd George eigi hafa farið drengi-
lega að ráði sínu. Eg hygg og að þeir menn
muni til vera á Englandi, sem aldrei muni
fyrirgefa Lloyd George aðgerðir hans gegn
Asquith. En þess ber að gæta, að menn þessir
hafa verið of nærri, er atburðir þessir fóru
fram og eru þess vegna of þröngsýnir. Menn
munu eigi færir að dæma óvilhalt um þetta
stórmál, fyr en að mörgum árum liðnum.—
Enn þá leitast þeir við að vega á bréfavog sál
þess manns, sem er meiri atgervismaður um
flesta hluti, en allir samtíðarmenn hans.
Þess ber að gæta, að einn þeirra stór-
menna, sem koma að eins fram meðal þjóð-
anna einu sinni eða tvisvar á öld hverri, var
hér að verki.
Eigi tjáir að fylgja venjum hins daglega
lífs, er heill milljóna mannkynsins liggur við.
Er svo ber undir, starfa stórmenni þann veg,
að smælingjarnir bera eigi skyn á verk þeirra.
Eg er eigi einn þeirra manna sem halda
að Lloyd George hafi beitt brögðum til þess
að hefja sig upp i hásætið, þótt eg þykist
þess fullvís, að hanu muni það séð hafa, að
sá timi hlyti að koma, að hann yrði forsæt-
isráðherra.
Eg hygg, að upp frá þeim tíma er honum
varð það Ijóst, að ófriður væri óumflýjanleg-
ur, þá hafi hann beitt til þess öllu starfs-
þreki sínu og hyggjuviti að gera Bretum sig-
urinn vísan. Og enn fremur hygg eg, að allir
þeir sigrar, er hann vann á starfssviðum sín-
um, hafi dregið upp fyrir sjónum hans mynd
þess, hvern veg nauður rak til að háður væri
heimsófriðurinn. Mun enginn meðstjórnenda
hans hafa eygt þá mynd, þótt hún væri skýr
og að öllu hin glöggvasta fyrir sjónum
hans.
Hann mun hafa titrað af ákafa og eftir-
væntingu, er hann sá, hve mörgu þurfti fram
að koma til þess að vel ætti að fara. Eg
hygg að hann hafi aldrei hugsað um sjálf—
an sig.
Hann gerði sér mikið far um að blása
meðstjórnendum sínum og þjóðinni hinum
eldlega áhuga í brjóst, og gerðu menn ýmist
að dá hann eða óttast.
Er honum þótti all-lítt áfram miða, þá
varð honum það ljóst, að eigi mátti svo.bú-
ið standa; hann hlaut að taka sjálfur for-
ystuna.
Eg hygg að þar hafi hann eigi látið stjórn-
ast af illum hvötum, heldur tók hugsun þessi
sál hans traustum tökum, svo sem títt er að
trúarbrögð taki mennina, og þess vegna lét
hann sig engu skifta, hvað aðrir sögðu um
atgerðir hans.
En hvað var það þá, sem hann réð á?
í brezku stjórninni er hver ráðherra sjálf-
stæður forystumaður síns ráðuneytis. Þegar
eigi er ófriður, þá lætur forsætisráðherrann
sig engu varða störf hinna annara ráðherra,.
nema um sé að ræða stórmál, er varða miklu
heill ríkisins.
Asquith hafði skipað stjórn sína afburða-
mönnum. Hann var sjálfur hinn atgervis-
mesti forystumaður, en treysti samt ráðherr-
um sínum sem sjálfum sér. En aldrei voru
þeir svo afkastamiklir eða hagsýnir, að þá
skorti eigi á við funa-fjörtök Lloyd George
á öllu er að framkvæmdum laut, en þó eink-
um í þvi að sjá hvað þurfli að gera, til þess
að öllu lyki sem fyrst og sem bezt.
Meðstjórnendur hans fóru eigi rasandi að
ráði sínu. Þeir gerðu áætlanir af gætni mik-
illi og fyrirhyggju, en voru seinir til atgerða
allra. En Lloyd George leit svo á, sem öll
störf þeirra væru ófullkomin og ónóg. Hon-
um leizt alt vera all-hægfara, og aldrei virt-
ist honum bann sjá ærlegt handtak, eða skjót-
leik þann og dirfsku í framkvæmdum öllum,
sem honum þótti nauður reka til.
Marga mánuði var Lloyd George sem á
glóðum. Stórblöðin »Daily Mail« og »Times«,.
studdu hann all-ötullega. Blöð þessi nefndu
Asquith öldung elskulegan og heiðvirðan, sem
væri eigi fær til forystu, er stórþjóð berðist
fyrir tilveru sinni. Menn voru alls ekki sann-
gjarnir í Asquiths garð, en ófriðurinn olli
því, að jafn vel stillimenni hin mestu gerð-
ust óþolinmóð og heimtuðu dugandi stjórn.
Erfiðleíkar þeir sem Asquith átti við að
striða, munu síðar verða lýðum ljósir. Hann
var forystumaður samsteypustjórnar og allir
voru á einu máli um það, að honum hefði
tekist prýðilega að halda þar upþi eindrægni
og samúð.
En fylgismenn Lloyd George kváðu menn
verða að krefjast meira af forsætisráðherra
á ófriðarlímum, heldur en að hann héldi
stjórninni sáttri ogsammála, og Lloyd George
virtist þar hafa verið á sama máli.
Að lokum þótti honum sem eigi gæti hann
lengur látið þetta án afskifta.
Dag nokkurn setti hann Asquith tvo kosti.
Hinn fyrri var sá, að hann veldi fjóra menn
til þess að hafa á hendi yfirumsjón hermál-
anna. Skyldu þeir einráðir. Asquith mátti eigi
skipa sjálfur sæti í nefnd þessari, nefna þá
einungis til málamynda. Síðari kosturinn
var sá, að Lloyd George segði af sér.
Asquith freistaði að miðla málum. Lloyd
George var hinn erfiðasti. Ef Asquith vildi eigi
láta skipast við orð hans, þá kvaðst hann
mundu segja af sér. Aflurhaldsmenn stjórn-
arinnar veitlu honum að málum. En Asquitb
og fylgismenn hans vildu eigi undan láta.
(Frh.)
✓