Fréttir - 29.07.1918, Síða 4
4
FBETTIR
Raflýsin
{ mítorbáta, Jisktskip, verzlunarhðs, verksmiðjur,
sveitaheimiti o. jl.
er bezt frá hinu stóra heimsfræga firma
Watermann motor Oo., Detroit.
Ljósvélarnar framleiða 500—800 kertaljós og eyða ca. */* kg á
klukkustund. Vélar þessar \inna án rafgeymis, eru einfaldar, þurfa
enga volt- eða amper-mæla og eru mjög fyrirferðalitlar.
Aths. Umboð á nefndum vélum fékk eg árið 1916, en pantaði
þær fyrst í ár, eftir að hafa látið þektan íslenzkan fagmann skoða
vélarnar en honum virtust þær góðar og hentugar.
Vélarnar eru seldar ódýrt. — Uppsetningu annast fagmaður.
Aðalumboðsmaður fyrir ísland og Færeyjar
O. ELLINGSEN.
Hljóðfærahús Reykjavíkur
Sími 656. Hornið á Pósthússtr. og Templarasundi. Sími 656.
Fyrirliggjandi birgðir: I. flokks Píanó
og Orgel-Harmonium, Fiðlur, Gítarar, Spiladósir,
Taktmælar, Nótnamöppur, Hljóðfærastrengir.
Mörg þúsund nótnabækur, mesta úrval.
Brúkuð hljóðfæri keypt og tekin í skiftum.
V ö rur sendar um alt land gegn póstkröfu,
Simi 656. ^Ijiðjxrahú« Reykjavíkur. sw 656.
Guy Boothby: Faros egypzki.
Nýútkomið:
íslenzku símamennirnir
eftir IX. de Vere Staepoole.
III bœkur, hver annari skemlilegri. I. bókin gerist i
Japan, hinar 2 á Islandi. Höfundurinn varð frægur á
Englandi fyrir þessa bók.
Ný bók!
Dýrlingurinn
saga eftir Conrad Ferdinand Meyer
þýtt hefur Bjarni Jónsson írá Vogi.
Bókin er sögulegs efnis, sbr. Sturlungu og Biskupa-
sögur og getur þar Tómasar helga af Kantaraborg og
Ríkarðs ljónshjarta.
Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar.
Afgreiðsla „Fretta”
er 1 Austurstræti 18,. síuii 310-
-A.«glýseníliir geri svo vel að snúa sér þangað.
Kaupendnr geri svo vel að snúa sér þangað.
Par er tehið við nýjuin áskrifendum.
„dTrétíiru eru Bezía aucjlýsingaBlahié.
Prentsmiðjan Gutenberg
260
ið þér að hlusta á mig. Og hvers vegna get-
ið þér það ekki? Þér eruð góð kona og eg
vona, að eg sé heiðarlegur maður — hvers-
vegna skyldi eg þá ekki elska yður? Svarið
mér því?«
»Vegna þess að það er hreinasta fásinna«,
svaraði hún í örvæntingu sinni, »og það sit-
ur sízt á okkur að vera að hugsa um þess
háttar hluti eins og högum okkar er komið.
Æ. eg vildi að þér hefðuð farið að ráðum
rnínum og farið burt frá Neapel þegar eg
bað yður þess — þá hefði þetta ekki komið
fyrir«.
»En eg get nú ekki þakkað það eins og
vert er«, svaraði eg. »Eg sagði yður þá, að
eg ætlaði ekki að yfirgefa yður og það skal
eg heldur aldrei gera, fyr en eg veit með
vissu, að lífi yðar er engin hætta búin. Pér
hafið nú heyrt játningu mína, Valería, en
viljið þér nú ekki svara mér jafneinlæglega?
Þér hafið ávalt sýnt mér vinarhót, en ætlið
þér að láta það sitja við vináttuna eina?«
Eg vissi vel við hvern eg átti — vissi vel,
að einlægni hennar og hjartagæzka var meiri
en svo, að þar gæti nokkur fordild eða upp-
gerðar-tepruskapur komið til greina.
»Það væri rangt af mér að blekkja yður,
herra Forrester, jafnvel þótt það, sem þér
þráið mest, geti ekki komið til neinna mála.
261
Eg ann yður eins og þér verðskuldið og
hafið til unnið — og meira get eg ekki sagt.
Pér verðið nú að fara héðan og reyna að
gleyma því, að þér hafið nokkurn tíma fyrir-
hitt jafnvesala manneskju og eg er«.
»Það geri eg aldrei!« svaraði eg. Eg kraup
á kné, þrýsti hönd hennar að vörum mér
og mælli ennfremur: »Þér hafið nú játað mér
ást yðar, Valeria, og héðan af færekkertað-
skilið okkur. Eg mun aldrei yfirgefa yður,
hvað sem fyrir kann að koma, og sver eg
þess eið í þessari gömlu kirkju. Eg sver það
við hinn heilaga kross á altarinu þarna. Eins
og við höfum verið saman á tíma neyðar-
innar og mótlætisins, eins munum við lifa
saman í ást og eindrægni, og hið eg guð að
líkna okkur báðum og veita okkur blessun
sína«.
»Amen« svaraði hún hátiðiega.
Hún settist niður og tók eg mér sæti við
hlið hennar.
»VaIería«, sagði eg. »Mér gekk tvent til að
fylgja yður eftir í morgun. Fyrst og fremst
var tilgangurinn sá, að játa yður ást mína,
og í öðru lagi að segja yður frá þvf, að eg
hef ásett mér að taka ákveðna stefnu upp
frá þessu. Hvað sem öðru líður, þá verðum
við að reyna að sleppa frá Faros og fyrst
262
þér hafið kannast við það, að þér elskið
mig, þá reynum við það í sameiningu«.
»Það er ekki til neins«, svaraði hún ang-
urvær. »Það er ekki til nokkurs skapaðs
hlutar«.
»Þei-þeil« sagði ég, því að nú gengu þrír
menn inn í kirkjuna. »Við getum ekki talað
saman hérna og verðum að leita okkur að
einhverjum öðrum stað til þess«.
Við stóðum þá upp og gengum út úr
kirkjunni. Þegar við komum út á götuna,
náði eg í vagn og bað vagnstjórann aka
okkur til Baumgarten. Átti eg kærar endur-
minningar frá lystigarði þeim frá þeim lím-
um, er eg hafði verið í Prag áður, en þær
endurminningar voru þó hverfandi í saman-
burði við þá sælu, að koma þangað nú með
unnustu minni. Pegar við höfðum komið
okkur fyrir á afviknum stað, hófum við aft-
ur samræðu þá sem við urðum að hætta við
í kirkjunni.
»Þér segið, að það sé ekki til neins að
reyna að sleppa frá þessum manni«, sagði
eg, »en eg segi yður satt, að það er vissu-
lega reynandi, og við verðum að freista þes*
hvað sem það kostar. Við vitum nú, að við
unnum hvort öðru, eða að minsta kosti vei*
eg hvað þér eruð mér. Hvernig getur yður
þá komið til hugar, að eg láti yður vera £