Fréttir - 02.08.1918, Side 4
4
FRETTIR
Es. Lagarfoss
fer héðan I kvöld kl. 10
um Halifax til New York.
Hf. Ejm$kipaféla3 í$larid$.
N ýútkomid:
Islenzku síraamennirnir
eftir II. (le Vere Staepoole.
III bækur, hver annari skemtilegri. 1. bókin gerist'i
Japan, hinar 2 rí Islandi. Höfundurinn varð frægur rí
Englandi fyrir þessa bók.
Afgreiðsla „Frétta”
er í Austurstræti 18, sími 3X0.
,A.iiglýseiicliii* geri svo vel að snúa sér þangað.
Iíallpel^<I^lr• geri svo vel að snúa sér þangað.
Par er tekið við nýjum áskriíendum.
Nýkomið:
Bækur hins heimsfræga Indverja
Rabindranath Tagore:
Gitanjali, Sahana, Nymánen, Chitra, Postkontoret, Frukt-
plockning, 0rtagardsmastaren, Farande fáglar, Konungen av
det mörka rummet, De rovlystna stenarna.
Deyendranatli Tagore (faðir hins fyrnefnda):
Min levnad.
Strindberg, Engström, Selraa Lagerlöf o. fl.
Ennfremur allar Heimshringlusögur,
AV. Menn hraði sér að ná í þessar bækur, því það komu aðeins
fáar af hverri, og óvíst, hvenær tekst að ná í þær aftur.
Sendi út um land gegn póstkröfu.
jjókaverslun fcssis ýrnasonar, Reykjavík.
Sæt Saft
fæst í
Verzlun
Ásgrlms Eyþórssonar,
Austurstræti 18.
Sími 316.
Prentsmiðjan Gutenberg
Marteinn málari.
Eftir
Cliavles Garvice.
(Frh.)
Marteinn brosti þegar hann vafði pappírn-
um aftur um þessa óvanalegu gjöf og stakk
henni í vasa sinn. En honum datt ekki í
hug að hæðast að þessu, því að hann var
þakklátur í hjarta sínu fyrir það, að það var
þó áreiðanlega ein manneskja, sem lét sér
ant nm hann og mintist þess, að hann var
nú að leggja út í Iífsbaráttuna — til sigurs
og frægðar? Já, vissulega — ef forlögin vildu
haga því svo.
II.
Marteinn Dungal hailaði sér fram á hand-
riðið á brú einni yfir Arnófljótið og horfði
sér til gamans á nokkra dökkeygða og
hrokkinhærða ítalska krakka, sem vóru að
dansa eftir fiðluslætti á þröngu stræti þar
skamt frá.
Petta var nokkru eftir komu hans til
Flórens og hafði Marteinn nú tekið sér að-
setur í hinni fornfrægu borg og vann af
kappi. En þetta kvöld hafði eitthvert eirð-
arleysi gripið hann, svo að hann gat ekki
snert á nokkurri vinnu; hafði hann því
kevpt sér kvöldverð í matsöluhúsi þar skamt
frá í þeirri von, að það mundi létta af sér,
svo að hann yrði þeim mun hressari og
afkastameiri þegar hann tæki aftur til vinnu
sinnar.
Hann dvaldi í veitingahúsinu fram á
kvöld, en gat þó ekki fengið sig til að ganga
aftur til vinnustofu sinnar. Reikaði hann þvi
um bæinn hingað og þangað i þeirri von að
þetta rjátlaðist af sér, og að hann kynni um
leið að hitta fyrir sér nýja fyrirmynd eða
einkennilegan dyra-umbúning, sem vert'væri
að máia.
í>á sá hann hvar börnin voru að dansa,
og stóð hann nú á brúnni og horfði á þau
og gleymdi öllu öðru um stund.
Hann hafði staðið þar stundarkorn þegar
hann tók eftir mönnum nokkrum, sem fóru
um brúna með allmiklum hávaða og voru
dökkir og skuggalegir yfirlitum.
I sömu andránni gerði einn þeirra athuga-
semd, sem auðsjáanlega átti við Martein
sjálfan, en þó að hann hefði nú dvalið það
lengi á Ítalíu, að hann skildi málið nokkurn
veginn, þá botnaði hann þó ekkert í mál-
lýzkum alþýðunnar, einkum þegar ört var
borið á; auk þess þess talaði maðurinn
hljóðlega eins og hann vildi ekki láta Mar-
tein heyra til sín, en hann sá það glögt af
tilburðum hinna, að við sig var átt.
Þá tók einn þeirra ofan í kveðjuskyni og
þekti Marteinn þegar að það var eigandi
hússins, sem vinnustofa hans var í- Hann
tók undir kveðjuna og héldu þeir svo áleiðis.
Þetta var nú ofur hversdagslegur atburður,
en hafði þó talsverða þýðingu, sem Marteini
var hulin. Er það oft svo, að hinir alvarleg-
ustu viðburðir lífsins eiga rót sína að rekja
til einhverra smá-atvika.
Morguninn eftir var Marteinn enn ófúsari
til vinnu og gat ekki á heilum sér tekið
fyrir deyfð og leiðindum.
Jafnskjótt sem hann kom til Flórens, hafði
hann farið á fund mikils metins listmálara
eins, sem stofnað hafði fyrir skömmu mál-
araskóla þar í borginni og Marteinn
hafði ávalt þráð að fá tilsögn hjá. Sá hann
þá fyrst í raun og veru, hversu mikið hann
vantaði alla nauðsynlega fræðslu og leiðbein-
ingu, í öllu því sem listina snerti. Þó hafði
kennari hans sagt honum, að hann hefði
góða hæfileika og þyrfti að eins að gefa sig
allan að náminu til þess að ná takmarkinu'
(Frh.)